Ekki sami sjarmi en stoltið mikið Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2023 13:00 Arna Sif er stolt af Valsliðinu en segir vissulega öðruvísi að tryggja titilinn ekki á vellinum. Vísir/Vilhelm Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, kveðst stolt af árangri liðsins sem varð Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja mótið í röð í gærkvöld. Titillinn var vís eftir tap Breiðabliks í gær og segir hún tilfinninguna aðeins frábrugðna, að verða meistarar uppi í sófa. „Tilfinningin er í rauninni frábær þó þetta sé dálítil skrýtið, að verða svona sófameistari, ég hef ekki prófað það. Við vorum þarna nokkrar eftir æfingu í gær með kveikt á leiknum inni í klefa og maður gat leyft sér aðeins að hoppa og skoppa. En svo er bara leikur í dag og við viljum klára hann vel,“ segir Arna Sif í samtali við Vísi. „Það er ekki alveg sami sjarmi yfir þessu og ekki sama stemningin. En þetta er búið að vera langt mót og það eru mikilvægir leikir fram undan hjá okkur. Þannig að maður vildi fá þetta staðfest sem fyrst. Ég græt ekkert að þetta hafi gerst svona en vissulega aðeins öðruvísi,“ segir hún enn fremur. Verðskuldað eftir skrýtið tímabil Valur hefur unnið síðustu þrjú Íslandsmót; 2019, 2021 og í fyrra en mótinu var aflýst árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Arna Sif kveðst stolt af árangrinum eftir að gengið hafi á miklu í sumar. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið tímabil, þetta byrjaði ekkert frábærlega og Pétur hefur nefnt að það hafi verið pínu skrýtið að við værum efstar eftir fyrri hlutann. Við vorum búnar að ganga í gegnum allskonar hluti, mikið um meiðsli og slíkt en það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur í allt sumar og höfum þurft smá tíma til að spila okkur saman,“ „En þetta er mjög verðskuldað og ég er ofboðslega stolt af liðinu,“ segir Arna Sif. Endurtaka sögulegan árangur Valur er nú handhafi Íslandsmeistaratitils kvenna í handbolta og körfubolta auk fótboltans. Valsfólk geti hreykt sig af þeim árangri, en Valur náði þeim árangri einnig árið 2019. „Það er náttúrulega bara frábær árangur hjá félaginu og eitthvað sem allir félagsmenn eru afar stoltir af, og mega vera það. Ég held það séu ekki mörg félög sem hafa leikið þetta eftir og þetta hefur mjög mikla þýðingu sýnir bara hversu frábært starf er unnið á Hlíðarenda,“ segir Arna Sif. Allra augu á Meistaradeildinni Arna Sif segir Valskonur þá ekki hafa tíma til staldra mikið við. Á morgun verður dregið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Valur verður í pottinum. Leikið verður í því um miðjan október, eftir að deildarkeppninni hér heima er lokið. Valskonur geti því nýtt síðustu vikur tímabilsins til að undirbúa sig fyrir það verkefni þar sem markmiðin eru skýr. „Að hluta til, auðvitað viljum við klára restina vel og vinna okkar leiki. Þetta hefur verið mikil keyrsla og kannski er tækifæri til að dreifa aðeins álaginu og undirbúa Meistaradeildina. Það er mjög jákvætt að fá þetta staðfest snemma því að markmiðið er að komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og það verður erfitt verkefni. Við þurfum að undirbúa það vel og mæta ferskar í það,“ segir Arna Sif. Valur mætir Stjörnunni í Garðabæ Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
„Tilfinningin er í rauninni frábær þó þetta sé dálítil skrýtið, að verða svona sófameistari, ég hef ekki prófað það. Við vorum þarna nokkrar eftir æfingu í gær með kveikt á leiknum inni í klefa og maður gat leyft sér aðeins að hoppa og skoppa. En svo er bara leikur í dag og við viljum klára hann vel,“ segir Arna Sif í samtali við Vísi. „Það er ekki alveg sami sjarmi yfir þessu og ekki sama stemningin. En þetta er búið að vera langt mót og það eru mikilvægir leikir fram undan hjá okkur. Þannig að maður vildi fá þetta staðfest sem fyrst. Ég græt ekkert að þetta hafi gerst svona en vissulega aðeins öðruvísi,“ segir hún enn fremur. Verðskuldað eftir skrýtið tímabil Valur hefur unnið síðustu þrjú Íslandsmót; 2019, 2021 og í fyrra en mótinu var aflýst árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Arna Sif kveðst stolt af árangrinum eftir að gengið hafi á miklu í sumar. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið tímabil, þetta byrjaði ekkert frábærlega og Pétur hefur nefnt að það hafi verið pínu skrýtið að við værum efstar eftir fyrri hlutann. Við vorum búnar að ganga í gegnum allskonar hluti, mikið um meiðsli og slíkt en það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur í allt sumar og höfum þurft smá tíma til að spila okkur saman,“ „En þetta er mjög verðskuldað og ég er ofboðslega stolt af liðinu,“ segir Arna Sif. Endurtaka sögulegan árangur Valur er nú handhafi Íslandsmeistaratitils kvenna í handbolta og körfubolta auk fótboltans. Valsfólk geti hreykt sig af þeim árangri, en Valur náði þeim árangri einnig árið 2019. „Það er náttúrulega bara frábær árangur hjá félaginu og eitthvað sem allir félagsmenn eru afar stoltir af, og mega vera það. Ég held það séu ekki mörg félög sem hafa leikið þetta eftir og þetta hefur mjög mikla þýðingu sýnir bara hversu frábært starf er unnið á Hlíðarenda,“ segir Arna Sif. Allra augu á Meistaradeildinni Arna Sif segir Valskonur þá ekki hafa tíma til staldra mikið við. Á morgun verður dregið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Valur verður í pottinum. Leikið verður í því um miðjan október, eftir að deildarkeppninni hér heima er lokið. Valskonur geti því nýtt síðustu vikur tímabilsins til að undirbúa sig fyrir það verkefni þar sem markmiðin eru skýr. „Að hluta til, auðvitað viljum við klára restina vel og vinna okkar leiki. Þetta hefur verið mikil keyrsla og kannski er tækifæri til að dreifa aðeins álaginu og undirbúa Meistaradeildina. Það er mjög jákvætt að fá þetta staðfest snemma því að markmiðið er að komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og það verður erfitt verkefni. Við þurfum að undirbúa það vel og mæta ferskar í það,“ segir Arna Sif. Valur mætir Stjörnunni í Garðabæ Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira