„Ég held að þetta sé verst fyrir krakka“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2023 21:00 Einar Bárðarson er einn helsti plokkari landsins. Vísir/Steingrímur Dúi Notkun einnota rafretta hefur aukist verulega síðustu ár og sífellt fleiri skilja þær eftir í náttúrunni eftir notkun. Einn helsti plokkari landsins segir retturnar hafa áhrif á umhverfið sem og þá sem finna þær á víðavangi. Rafrettur eru þannig séð ekki nýjar af nálinni hér á landi. Einnota rafrettur eru það hins vegar. Hægt var að fylla á rafrettuvökvann í þeim græjum sem komu fyrst á sjónarsviðið. Nú er hins vegar mun vinsælla að kaupa einnota græjur. Ekki þarf að fylla á vökvann í þeim heldur bara kaupa nýja. Greint var frá því í mars að notkun einnota rafretta hafi tvöfaldast á þremur árum. Innihalda ýmisleg efni Í breskri rannsókn sem gerð var á einnota rafrettum kom í ljós að þær innihéldu meðal annars blý, nikkel og króm. Í frétt Vísis um rannsóknina var rætt við lækni og lýðheilsusérfræðing sem sagði notkun rafrettanna vera stórhættulega þar sem blýið geti safnast saman í líkama fólks. Hún segir að blýeitrun gæti valdið greindarskerðingu. Rafretturnar hafa þó ekki einungis áhrif á fólkið sem notar þær heldur einnig umhverfið. Einar Bárðarson er mikill umhverfissinni og plokkari. Hann segir að allt sem heiti einnota megi hverfa hans vegna. „Allt eitthvað einnota í viðbót við það sem við erum að reyna að losa okkur við, er bara einhvern veginn svona mikil hugmyndafræðileg skekkja bara á þessari öld,“ segir Einar. Ekki bara slæm áhrif á umhverfið Hann bendir á að rafretturnar hafa ekki einungis hafa áhrif á umhverfið. „Ég held að þetta sé verst fyrir krakka, börn sem vita ekki hvað þetta er. Fara að fikta í þessu, ég held að það sé lang mesta hættan í þessu. Þó að umhverfisáhrifin séu alls ekki góð,“ segir Einar. Fengi hann að ráða yrði allt einnota bannað. „Mín skoðun er bara sú að allt sem heitir plast og byrjar á einnota, á ekki rétt á sér á 21. öldinni.“ Sama hvort það sé veip, drykkjarmál eða hvað sem er? „Já, það hljóta að vera til betri leiðir til þess að njóta veipsins heldur en í einnota formi,“ segir Einar. Þetta eru samt ákveðin þægindi að geta gripið nýtt og sleppt því að fylla á? „Já, en óþægindi fyrir aðra,“ segir Einar. Rafrettur Heilsa Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Rafrettur eru þannig séð ekki nýjar af nálinni hér á landi. Einnota rafrettur eru það hins vegar. Hægt var að fylla á rafrettuvökvann í þeim græjum sem komu fyrst á sjónarsviðið. Nú er hins vegar mun vinsælla að kaupa einnota græjur. Ekki þarf að fylla á vökvann í þeim heldur bara kaupa nýja. Greint var frá því í mars að notkun einnota rafretta hafi tvöfaldast á þremur árum. Innihalda ýmisleg efni Í breskri rannsókn sem gerð var á einnota rafrettum kom í ljós að þær innihéldu meðal annars blý, nikkel og króm. Í frétt Vísis um rannsóknina var rætt við lækni og lýðheilsusérfræðing sem sagði notkun rafrettanna vera stórhættulega þar sem blýið geti safnast saman í líkama fólks. Hún segir að blýeitrun gæti valdið greindarskerðingu. Rafretturnar hafa þó ekki einungis áhrif á fólkið sem notar þær heldur einnig umhverfið. Einar Bárðarson er mikill umhverfissinni og plokkari. Hann segir að allt sem heiti einnota megi hverfa hans vegna. „Allt eitthvað einnota í viðbót við það sem við erum að reyna að losa okkur við, er bara einhvern veginn svona mikil hugmyndafræðileg skekkja bara á þessari öld,“ segir Einar. Ekki bara slæm áhrif á umhverfið Hann bendir á að rafretturnar hafa ekki einungis hafa áhrif á umhverfið. „Ég held að þetta sé verst fyrir krakka, börn sem vita ekki hvað þetta er. Fara að fikta í þessu, ég held að það sé lang mesta hættan í þessu. Þó að umhverfisáhrifin séu alls ekki góð,“ segir Einar. Fengi hann að ráða yrði allt einnota bannað. „Mín skoðun er bara sú að allt sem heitir plast og byrjar á einnota, á ekki rétt á sér á 21. öldinni.“ Sama hvort það sé veip, drykkjarmál eða hvað sem er? „Já, það hljóta að vera til betri leiðir til þess að njóta veipsins heldur en í einnota formi,“ segir Einar. Þetta eru samt ákveðin þægindi að geta gripið nýtt og sleppt því að fylla á? „Já, en óþægindi fyrir aðra,“ segir Einar.
Rafrettur Heilsa Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira