„Ég held að þetta sé verst fyrir krakka“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2023 21:00 Einar Bárðarson er einn helsti plokkari landsins. Vísir/Steingrímur Dúi Notkun einnota rafretta hefur aukist verulega síðustu ár og sífellt fleiri skilja þær eftir í náttúrunni eftir notkun. Einn helsti plokkari landsins segir retturnar hafa áhrif á umhverfið sem og þá sem finna þær á víðavangi. Rafrettur eru þannig séð ekki nýjar af nálinni hér á landi. Einnota rafrettur eru það hins vegar. Hægt var að fylla á rafrettuvökvann í þeim græjum sem komu fyrst á sjónarsviðið. Nú er hins vegar mun vinsælla að kaupa einnota græjur. Ekki þarf að fylla á vökvann í þeim heldur bara kaupa nýja. Greint var frá því í mars að notkun einnota rafretta hafi tvöfaldast á þremur árum. Innihalda ýmisleg efni Í breskri rannsókn sem gerð var á einnota rafrettum kom í ljós að þær innihéldu meðal annars blý, nikkel og króm. Í frétt Vísis um rannsóknina var rætt við lækni og lýðheilsusérfræðing sem sagði notkun rafrettanna vera stórhættulega þar sem blýið geti safnast saman í líkama fólks. Hún segir að blýeitrun gæti valdið greindarskerðingu. Rafretturnar hafa þó ekki einungis áhrif á fólkið sem notar þær heldur einnig umhverfið. Einar Bárðarson er mikill umhverfissinni og plokkari. Hann segir að allt sem heiti einnota megi hverfa hans vegna. „Allt eitthvað einnota í viðbót við það sem við erum að reyna að losa okkur við, er bara einhvern veginn svona mikil hugmyndafræðileg skekkja bara á þessari öld,“ segir Einar. Ekki bara slæm áhrif á umhverfið Hann bendir á að rafretturnar hafa ekki einungis hafa áhrif á umhverfið. „Ég held að þetta sé verst fyrir krakka, börn sem vita ekki hvað þetta er. Fara að fikta í þessu, ég held að það sé lang mesta hættan í þessu. Þó að umhverfisáhrifin séu alls ekki góð,“ segir Einar. Fengi hann að ráða yrði allt einnota bannað. „Mín skoðun er bara sú að allt sem heitir plast og byrjar á einnota, á ekki rétt á sér á 21. öldinni.“ Sama hvort það sé veip, drykkjarmál eða hvað sem er? „Já, það hljóta að vera til betri leiðir til þess að njóta veipsins heldur en í einnota formi,“ segir Einar. Þetta eru samt ákveðin þægindi að geta gripið nýtt og sleppt því að fylla á? „Já, en óþægindi fyrir aðra,“ segir Einar. Rafrettur Heilsa Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Rafrettur eru þannig séð ekki nýjar af nálinni hér á landi. Einnota rafrettur eru það hins vegar. Hægt var að fylla á rafrettuvökvann í þeim græjum sem komu fyrst á sjónarsviðið. Nú er hins vegar mun vinsælla að kaupa einnota græjur. Ekki þarf að fylla á vökvann í þeim heldur bara kaupa nýja. Greint var frá því í mars að notkun einnota rafretta hafi tvöfaldast á þremur árum. Innihalda ýmisleg efni Í breskri rannsókn sem gerð var á einnota rafrettum kom í ljós að þær innihéldu meðal annars blý, nikkel og króm. Í frétt Vísis um rannsóknina var rætt við lækni og lýðheilsusérfræðing sem sagði notkun rafrettanna vera stórhættulega þar sem blýið geti safnast saman í líkama fólks. Hún segir að blýeitrun gæti valdið greindarskerðingu. Rafretturnar hafa þó ekki einungis áhrif á fólkið sem notar þær heldur einnig umhverfið. Einar Bárðarson er mikill umhverfissinni og plokkari. Hann segir að allt sem heiti einnota megi hverfa hans vegna. „Allt eitthvað einnota í viðbót við það sem við erum að reyna að losa okkur við, er bara einhvern veginn svona mikil hugmyndafræðileg skekkja bara á þessari öld,“ segir Einar. Ekki bara slæm áhrif á umhverfið Hann bendir á að rafretturnar hafa ekki einungis hafa áhrif á umhverfið. „Ég held að þetta sé verst fyrir krakka, börn sem vita ekki hvað þetta er. Fara að fikta í þessu, ég held að það sé lang mesta hættan í þessu. Þó að umhverfisáhrifin séu alls ekki góð,“ segir Einar. Fengi hann að ráða yrði allt einnota bannað. „Mín skoðun er bara sú að allt sem heitir plast og byrjar á einnota, á ekki rétt á sér á 21. öldinni.“ Sama hvort það sé veip, drykkjarmál eða hvað sem er? „Já, það hljóta að vera til betri leiðir til þess að njóta veipsins heldur en í einnota formi,“ segir Einar. Þetta eru samt ákveðin þægindi að geta gripið nýtt og sleppt því að fylla á? „Já, en óþægindi fyrir aðra,“ segir Einar.
Rafrettur Heilsa Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira