Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur 3-1 KA | Víkingar eru Mjólkurbikarmeistarar 2023 Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2023 18:15 Víkingar eru Mjólkurbikarmeistarar 2023. Vísir/Hulda Margrét Víkingar eru Mjólkurbikarmeistarar karla í knattspyrnu árið 2023. Liðið er tvöfaldur bikarmeistari þar sem kvennalið félagsins varð einnig Mjólkurbikarmeistari í sumar. Þá er þetta fjórði bikarmeistaratitill karlaliðs Víkings í röð. Víkingar settu tóninn strax á fyrstu fimmtán mínútunum með því að beita mikilli hörku. Leikmenn KA létu tæklingarnar ekki slá sig út af laginu og voru tilbúnir í slaginn. Þrátt fyrir að færin hafi verið af skornum skammti þá máttu Akureyringarnir vera sáttir með hvernig leikurinn fór af stað. Það var hart barist í leiknumVísir/Hulda Margrét Það færðist meira líf í leikinn þar sem bæði lið fóru að skapa sér færi. Hornspyrna Birnis var nálægt því að leka inn þegar fyrirgjöf hans fór í gegnum þvöguna og á milli fóta Rodrigo Mateo en rétt framhjá. Matthías Vilhjálmsson braut ísinn á 39. mínútu. Víkingur fékk hornspyrnu þar sem Birnir Snær átti fyrirgjöf á nærstöng á Matthías sem gerði frábærlega í að flikka boltanum á markið og kom Víkingi yfir. Matthías Vilhjálmsson kom Víkingi yfir Vísir/Hulda Margrét Víkingar fagna fyrsta markinuVísir/Hulda Margrét Staðan í hálfleik var 1-0. Seinni hálfleikur fór rólega af stað líkt og sá fyrri. Víkingar ógnuðu þó meira og Birnir Snær fékk dauðafæri þar sem hann slapp einn í gegn en missti boltann of langt frá sér og færið rann í sandinn. Víkingar fjölmenntu á völlinnVísir/Hulda Margrét Þremur mínútum síðar fékk Nikolaj Hansen sambærilegt færi og náði skoti hægra megin í teignum en Dusan gerði vel í að fara fyrir skotið. Víkingar héldu áfram að ógna marki KA og það var í raun ótrúlegt að Víkingar hafi aðeins verið einu marki yfir eftir 70 mínútna leik. Aron Elís skoraði annað mark Víkings á 72. mínútu. Danijel Dejan Djuric tók aukaspyrnu hægra megin við vítateigslínu. Danijel vippaði boltanum beint á Aron Elís sem átti skot í fyrsta sem endaði í markinu. Markið átti hins vegar aldrei að standa þar sem Rodri tæklaði boltann og braut ekki af sér. Það voru nokkur umdeild atvik í dagVísir/Hulda Margrét Adam var ekki lengi í paradís því Ari Sigurpálsson skoraði þriðja mark Víkings eftir skyndisókn. Erlingur Agnarsson lagði boltann á Ara á miðjunni sem komst einn í gegn og kom boltanum framhjá Kristijan Jajalo í marki KA. Ari hafði verið inn á í tæplega mínútu áður en hann skoraði. Fleiri urðu mörkin ekki og Víkingur lyfti bikarmeistaratitlinum. Aron Elís Þrándarson með bikarinn Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Víkingur sýndi mikla hörku og leysti erfiðar veðuraðstæður vel. Víkingur nýtti föstu leikatriðin vel þar sem fyrstu tvö mörk Víkinga komu upp úr hornspyrnu og aukaspyrnu. Það er kominn mikil sigurhefð í Víking sem var að vinna fjórða bikarmeistaratitilinn í röð og þann fimmta í sögu félagsins. Hverjir stóðu upp úr? Það voru margir leikmenn Víkings sem stóðu upp úr. Birnir Snær Ingason var öflugur og lagði upp fyrsta markið. Aron Elís Þrándarson var góður á miðsvæðinu. Aron skoraði síðan annað mark Víkings og kom sínu liði í þægilega stöðu. Hvað gekk illa KA-menn voru klaufar í að verjast föstum leikatriðum sem endaði með tveimur mörkum. Það var klaufalegt hvernig KA nýtti ekki meðbyrinn betur þegar liðið minnkaði muninn heldur fengu á sig mark tæplega tveimur mínútum síðar. Hvað gerist næst? KA fær Keflavík í heimsókn næsta miðvikudag klukkan 16:15. Víkingur mætir KR á miðvikudaginn klukkan 19:15. KA Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Fótbolti Íslenski boltinn
Víkingar eru Mjólkurbikarmeistarar karla í knattspyrnu árið 2023. Liðið er tvöfaldur bikarmeistari þar sem kvennalið félagsins varð einnig Mjólkurbikarmeistari í sumar. Þá er þetta fjórði bikarmeistaratitill karlaliðs Víkings í röð. Víkingar settu tóninn strax á fyrstu fimmtán mínútunum með því að beita mikilli hörku. Leikmenn KA létu tæklingarnar ekki slá sig út af laginu og voru tilbúnir í slaginn. Þrátt fyrir að færin hafi verið af skornum skammti þá máttu Akureyringarnir vera sáttir með hvernig leikurinn fór af stað. Það var hart barist í leiknumVísir/Hulda Margrét Það færðist meira líf í leikinn þar sem bæði lið fóru að skapa sér færi. Hornspyrna Birnis var nálægt því að leka inn þegar fyrirgjöf hans fór í gegnum þvöguna og á milli fóta Rodrigo Mateo en rétt framhjá. Matthías Vilhjálmsson braut ísinn á 39. mínútu. Víkingur fékk hornspyrnu þar sem Birnir Snær átti fyrirgjöf á nærstöng á Matthías sem gerði frábærlega í að flikka boltanum á markið og kom Víkingi yfir. Matthías Vilhjálmsson kom Víkingi yfir Vísir/Hulda Margrét Víkingar fagna fyrsta markinuVísir/Hulda Margrét Staðan í hálfleik var 1-0. Seinni hálfleikur fór rólega af stað líkt og sá fyrri. Víkingar ógnuðu þó meira og Birnir Snær fékk dauðafæri þar sem hann slapp einn í gegn en missti boltann of langt frá sér og færið rann í sandinn. Víkingar fjölmenntu á völlinnVísir/Hulda Margrét Þremur mínútum síðar fékk Nikolaj Hansen sambærilegt færi og náði skoti hægra megin í teignum en Dusan gerði vel í að fara fyrir skotið. Víkingar héldu áfram að ógna marki KA og það var í raun ótrúlegt að Víkingar hafi aðeins verið einu marki yfir eftir 70 mínútna leik. Aron Elís skoraði annað mark Víkings á 72. mínútu. Danijel Dejan Djuric tók aukaspyrnu hægra megin við vítateigslínu. Danijel vippaði boltanum beint á Aron Elís sem átti skot í fyrsta sem endaði í markinu. Markið átti hins vegar aldrei að standa þar sem Rodri tæklaði boltann og braut ekki af sér. Það voru nokkur umdeild atvik í dagVísir/Hulda Margrét Adam var ekki lengi í paradís því Ari Sigurpálsson skoraði þriðja mark Víkings eftir skyndisókn. Erlingur Agnarsson lagði boltann á Ara á miðjunni sem komst einn í gegn og kom boltanum framhjá Kristijan Jajalo í marki KA. Ari hafði verið inn á í tæplega mínútu áður en hann skoraði. Fleiri urðu mörkin ekki og Víkingur lyfti bikarmeistaratitlinum. Aron Elís Þrándarson með bikarinn Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Víkingur sýndi mikla hörku og leysti erfiðar veðuraðstæður vel. Víkingur nýtti föstu leikatriðin vel þar sem fyrstu tvö mörk Víkinga komu upp úr hornspyrnu og aukaspyrnu. Það er kominn mikil sigurhefð í Víking sem var að vinna fjórða bikarmeistaratitilinn í röð og þann fimmta í sögu félagsins. Hverjir stóðu upp úr? Það voru margir leikmenn Víkings sem stóðu upp úr. Birnir Snær Ingason var öflugur og lagði upp fyrsta markið. Aron Elís Þrándarson var góður á miðsvæðinu. Aron skoraði síðan annað mark Víkings og kom sínu liði í þægilega stöðu. Hvað gekk illa KA-menn voru klaufar í að verjast föstum leikatriðum sem endaði með tveimur mörkum. Það var klaufalegt hvernig KA nýtti ekki meðbyrinn betur þegar liðið minnkaði muninn heldur fengu á sig mark tæplega tveimur mínútum síðar. Hvað gerist næst? KA fær Keflavík í heimsókn næsta miðvikudag klukkan 16:15. Víkingur mætir KR á miðvikudaginn klukkan 19:15.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti