Að upphefja raddir sjúklinga Málfríður Þórðardóttir, Ásta Kristín Andrésdóttir og Gyða Ölvisdóttir skrifa 17. september 2023 07:02 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gerði 17. september að alþjóðadegi sjúklingaöryggis. Í ár hefur dagurinn verið tileinkaður því hvernig auka megi þátttöku sjúklinga í því að efla öryggismenningu í heilbrigðiskerfinu. Á undanförnum árum hefur umfjöllun og umræða um sjúklingaöryggi aukist mikið þar sem ýmis mál í samfélaginu hafa ratað í fjölmiðla þar sem öryggi sjúklinga hefur verið ábótavant með þeim afleiðingum að skaði eða dauði hefur hlotist af. Nú er það svo að ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks er mikil þegar kemur að umönnun veikra enda hafa allir heilbrigðisstarfsmenn svarið eið um að sinna sínum störfum af fagmennsku og heilindum. Aukin hraði og mikil fjölgun flókinna verkefna hafa samt sem áður þær neikvæðu afleiðingar að mistök og rangar ákvarðanir eru líklegri til að eiga sér stað þegar álag og alls konar áreiti eykst á heilbrigðisstarfsfólk. Ýmsir verkferlar hafa verið settir til að reyna að sporna við atvikum og mistökum í heilbrigðiskerfinu, þannig að læra megi af atvikum og koma í veg fyrir að þau eigi sér stað. Gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu eru hugtök sem allir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að hafa í huga hvern dag í sínu starfi. Enda er fyrsti læknaeiðurinn svo hljóðandi „do no harm“ eða á íslensku „völdum ekki skaða“. Að standa vörð um gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu er verkefni sem verður alltaf að vera í fullum gangi m.a. vegna þess að þróun í heilbrigðismálum er mjög hröð og allar rannsóknir benda til þess að álag eigi aðeins eftir að aukast þar sem þjóðin vex hratt og eldist um leið. Vannýtt afl innan heilbrigðiskerfisins Eins og áður segir er 17. september alþjóðadagur sjúklingaöryggis. Í ár er markmiðið að vekja athygli á hlutverki sjúklinga, aðstandenda og fjölskyldna í því að auka öryggi sjúklinga. Í því felst að sjúklingar taki völdin að sumu leyti í eigin hendur. Það geta þeir gert með því að vera duglegir að spyrja spurninga, ganga úr skugga um að þeir fái t.d. rétt lyf, óska eftir rökstuðningi eða áliti annars heilbrigðisstarfsmanns. Í því gæti einnig falist að sjúklingur fari aldrei einn á fund læknis eða heilbrigðisstarfsmanns til að hreinlega missa ekki af mikilvægum upplýsingum eða gleyma að spyrja mikilvægra spurninga. Hlutverk ættingja ætti einnig að vera að spyrja og fullvissa sig um að réttri meðferð sé beitt og réttar upplýsingar veittar. Að hafa ættingja með sér til læknis ætti að teljast sjálfsagður hlutur, þar sem heilsa okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Til að auka sjúklingaöryggi á alltaf að vera í gangi sívirk þjónustukönnun, þar sem hægt er að koma strax á framfæri athugasemdum. Þetta er mjög mikilvægt til að byggja upp sterkara og réttlátara heilbrigðiskerfi. Hér á Íslandi hefur þessi innleiðing verið mjög þung í framkvæmd í heilbrigðiskerfinu, meðan sjálfsagt þykir í almennum fyrirtækjum að leita umsagna viðskiptavina. Innleiðing hefur þó verið þróuð af einstaklingi og innleidd í öll geðheilbrigðisteymi á Reykjavíkursvæðinu rafrænt frá árinu 2021. Opinber stjórnsýsla hefur sett áætlun um þjónustukönnun sem tilraunaverkefni og sett tímaramma til ársins 2030. Skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins ætti einnig að bjóðast að taka þátt í því að byggja upp og betrumbæta heilbrigðiskerfið. Þeir þurfa að fá tækifæri til að taka þátt í því að semja lög og reglugerðir því sjúklingar eru venjulegt fólk sem veikist en hefur oft mikla og mikilvæga reynslu sem hægt er að nýta á mjög uppbyggilegan hátt til framfara. Öruggt heilbrigðiskerfi fyrir alla, neytendur og veitendur Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér sjúklingaöryggi hafa flestir áttað sig á því að öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna fer saman. Til að öryggi aukist fyrir alla aðila þarf samvinnu. Ekki bara samvinnu heilbrigðisstarfsfólks sín á milli heldur samvinnu fyrst og fremst við sjúklinga, sjúklingafélög, aðstandendafélög, við ráðuneyti og stjórnvöld. Alls staðar þar sem málefni sjúklinga eru til umfjöllunar ættu fulltrúar sjúklinga að taka þátt. Það er ekki bara eðlileg krafa heldur nauðsynleg. Til að aukin þátttaka sjúklinga geti orðið að veruleika þarf hugarfarsbreytingu. Það þarf hugarfarsbreytingu meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir að það er ekki nóg að skrifa fallega orðaðar skýrslur, sem eru svo ekki efndar. Þeir dagar eru liðnir að sjúklingar láti heilbrigðisstarfsmenn mata sig af einhverjum upplýsingum. Nútíma sjúklingurinn „googlar“ upplýsingar og vill samtal og fá að taka þátt í sinni eigin heilbrigðisþjónustu. Ekkert um okkur án okkar. Höfundar eru í stjórn Heilsuhags - hagsmunasamtaka í heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gerði 17. september að alþjóðadegi sjúklingaöryggis. Í ár hefur dagurinn verið tileinkaður því hvernig auka megi þátttöku sjúklinga í því að efla öryggismenningu í heilbrigðiskerfinu. Á undanförnum árum hefur umfjöllun og umræða um sjúklingaöryggi aukist mikið þar sem ýmis mál í samfélaginu hafa ratað í fjölmiðla þar sem öryggi sjúklinga hefur verið ábótavant með þeim afleiðingum að skaði eða dauði hefur hlotist af. Nú er það svo að ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks er mikil þegar kemur að umönnun veikra enda hafa allir heilbrigðisstarfsmenn svarið eið um að sinna sínum störfum af fagmennsku og heilindum. Aukin hraði og mikil fjölgun flókinna verkefna hafa samt sem áður þær neikvæðu afleiðingar að mistök og rangar ákvarðanir eru líklegri til að eiga sér stað þegar álag og alls konar áreiti eykst á heilbrigðisstarfsfólk. Ýmsir verkferlar hafa verið settir til að reyna að sporna við atvikum og mistökum í heilbrigðiskerfinu, þannig að læra megi af atvikum og koma í veg fyrir að þau eigi sér stað. Gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu eru hugtök sem allir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að hafa í huga hvern dag í sínu starfi. Enda er fyrsti læknaeiðurinn svo hljóðandi „do no harm“ eða á íslensku „völdum ekki skaða“. Að standa vörð um gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu er verkefni sem verður alltaf að vera í fullum gangi m.a. vegna þess að þróun í heilbrigðismálum er mjög hröð og allar rannsóknir benda til þess að álag eigi aðeins eftir að aukast þar sem þjóðin vex hratt og eldist um leið. Vannýtt afl innan heilbrigðiskerfisins Eins og áður segir er 17. september alþjóðadagur sjúklingaöryggis. Í ár er markmiðið að vekja athygli á hlutverki sjúklinga, aðstandenda og fjölskyldna í því að auka öryggi sjúklinga. Í því felst að sjúklingar taki völdin að sumu leyti í eigin hendur. Það geta þeir gert með því að vera duglegir að spyrja spurninga, ganga úr skugga um að þeir fái t.d. rétt lyf, óska eftir rökstuðningi eða áliti annars heilbrigðisstarfsmanns. Í því gæti einnig falist að sjúklingur fari aldrei einn á fund læknis eða heilbrigðisstarfsmanns til að hreinlega missa ekki af mikilvægum upplýsingum eða gleyma að spyrja mikilvægra spurninga. Hlutverk ættingja ætti einnig að vera að spyrja og fullvissa sig um að réttri meðferð sé beitt og réttar upplýsingar veittar. Að hafa ættingja með sér til læknis ætti að teljast sjálfsagður hlutur, þar sem heilsa okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Til að auka sjúklingaöryggi á alltaf að vera í gangi sívirk þjónustukönnun, þar sem hægt er að koma strax á framfæri athugasemdum. Þetta er mjög mikilvægt til að byggja upp sterkara og réttlátara heilbrigðiskerfi. Hér á Íslandi hefur þessi innleiðing verið mjög þung í framkvæmd í heilbrigðiskerfinu, meðan sjálfsagt þykir í almennum fyrirtækjum að leita umsagna viðskiptavina. Innleiðing hefur þó verið þróuð af einstaklingi og innleidd í öll geðheilbrigðisteymi á Reykjavíkursvæðinu rafrænt frá árinu 2021. Opinber stjórnsýsla hefur sett áætlun um þjónustukönnun sem tilraunaverkefni og sett tímaramma til ársins 2030. Skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins ætti einnig að bjóðast að taka þátt í því að byggja upp og betrumbæta heilbrigðiskerfið. Þeir þurfa að fá tækifæri til að taka þátt í því að semja lög og reglugerðir því sjúklingar eru venjulegt fólk sem veikist en hefur oft mikla og mikilvæga reynslu sem hægt er að nýta á mjög uppbyggilegan hátt til framfara. Öruggt heilbrigðiskerfi fyrir alla, neytendur og veitendur Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér sjúklingaöryggi hafa flestir áttað sig á því að öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna fer saman. Til að öryggi aukist fyrir alla aðila þarf samvinnu. Ekki bara samvinnu heilbrigðisstarfsfólks sín á milli heldur samvinnu fyrst og fremst við sjúklinga, sjúklingafélög, aðstandendafélög, við ráðuneyti og stjórnvöld. Alls staðar þar sem málefni sjúklinga eru til umfjöllunar ættu fulltrúar sjúklinga að taka þátt. Það er ekki bara eðlileg krafa heldur nauðsynleg. Til að aukin þátttaka sjúklinga geti orðið að veruleika þarf hugarfarsbreytingu. Það þarf hugarfarsbreytingu meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir að það er ekki nóg að skrifa fallega orðaðar skýrslur, sem eru svo ekki efndar. Þeir dagar eru liðnir að sjúklingar láti heilbrigðisstarfsmenn mata sig af einhverjum upplýsingum. Nútíma sjúklingurinn „googlar“ upplýsingar og vill samtal og fá að taka þátt í sinni eigin heilbrigðisþjónustu. Ekkert um okkur án okkar. Höfundar eru í stjórn Heilsuhags - hagsmunasamtaka í heilbrigðisþjónustu.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun