Erum við virkilega svona fátæk? Guðrún Sævarsdóttir skrifar 17. september 2023 14:01 Menntaskólinn á Akureyri hefur mjög gott orðspor. Sem prófessor í verkfræði veit ég til dæmis að hann er einn af þeim framhaldsskólum sem best undirbýr nemendur fyrir háskólanám í verkfræði. MA á sér um hundrað ára sögu sem menntaskóli, og er mikilvægur burðastólpi mennta og menningar utan höfuðborgarsvæðisins. Akureyri er sá byggðakjarni sem helst myndar mótvægi við hið altumlykjandi aðdráttarafl Reykjavíkur. Sveitafélagið er nægjanlega burðugt til að hafa bæði háskóla, sögulegan menntaskóla, öflugan verkmenntaskóla, leikfélag og ótal margt annað sem hefur aðdráttarafl. Akureyri hefur því burði til að vaxa sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið, og styðja við alla byggð á norðan og austanverðu landinu. Það er ekki sjálfgefið, í okkar strjálbýla landi, að hafa þetta mótvægi. MA og öll þau verðmæti sem skólinn færir svæðinu og landinu í heild varð ekki til sem hluti af byggðastefnu, heldur er hann afrakstur heillar aldar sögu og þróunar. Það þarf bara eitt pennastrik í ráðuneyti í Reykjavík til að þurrka þau verðmæti út. Það kemur á óvart að Framsóknarflokkurinn vilji veikja Akureyri með þessum hætti. Ég tala oft fyrir mikilvægi verkmenntunar, en það hentar ekki öllum framhaldsskólanemum að fara í fjölbrautakerfi. Það að bæta við nokkrum námskeiðum svo hægt sé að segja að hinn nýji VMA bjóði sömu námsbrautir, er bara svo langt frá því að koma í staðinn. Verði sameining MA og VMA keyrð í gegn veikjum við Norðurland sem búsetukost, við fækkum valmöguleikum á landsbyggðinni og Ísland verður fábreyttara, flatara, leiðinlegra. Erum við virkilega svo fátæk að við þurfum að gera þetta? Höfundur er verkfræðingur og prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Menntaskólinn á Akureyri hefur mjög gott orðspor. Sem prófessor í verkfræði veit ég til dæmis að hann er einn af þeim framhaldsskólum sem best undirbýr nemendur fyrir háskólanám í verkfræði. MA á sér um hundrað ára sögu sem menntaskóli, og er mikilvægur burðastólpi mennta og menningar utan höfuðborgarsvæðisins. Akureyri er sá byggðakjarni sem helst myndar mótvægi við hið altumlykjandi aðdráttarafl Reykjavíkur. Sveitafélagið er nægjanlega burðugt til að hafa bæði háskóla, sögulegan menntaskóla, öflugan verkmenntaskóla, leikfélag og ótal margt annað sem hefur aðdráttarafl. Akureyri hefur því burði til að vaxa sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið, og styðja við alla byggð á norðan og austanverðu landinu. Það er ekki sjálfgefið, í okkar strjálbýla landi, að hafa þetta mótvægi. MA og öll þau verðmæti sem skólinn færir svæðinu og landinu í heild varð ekki til sem hluti af byggðastefnu, heldur er hann afrakstur heillar aldar sögu og þróunar. Það þarf bara eitt pennastrik í ráðuneyti í Reykjavík til að þurrka þau verðmæti út. Það kemur á óvart að Framsóknarflokkurinn vilji veikja Akureyri með þessum hætti. Ég tala oft fyrir mikilvægi verkmenntunar, en það hentar ekki öllum framhaldsskólanemum að fara í fjölbrautakerfi. Það að bæta við nokkrum námskeiðum svo hægt sé að segja að hinn nýji VMA bjóði sömu námsbrautir, er bara svo langt frá því að koma í staðinn. Verði sameining MA og VMA keyrð í gegn veikjum við Norðurland sem búsetukost, við fækkum valmöguleikum á landsbyggðinni og Ísland verður fábreyttara, flatara, leiðinlegra. Erum við virkilega svo fátæk að við þurfum að gera þetta? Höfundur er verkfræðingur og prófessor.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun