„Heyrnarskerðing ekki nógu merkileg fötlun“ Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 17. september 2023 17:00 …stóð í fyrirsögn fjölmiðils nokkurs fyrir skemmstu. Merkilegt að sjá svona sagt um fötlun manns. Hugsanir fara á flug, ef þetta er fullyrðing, hverjar eru þá forsendurnar að baki hennar. Hver ákvað að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun? Það er í reynd mjög merkilegt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu, jafnvel líka þó maður sé með kuðungsígræðslu. Daglegt líf okkar væri margfalt merkilegra ef við fengum skilning á þörfum okkar. Það er ekki svo einfalt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, jafnvel með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu eða með kuðungsígræðslu. Við erum sífellt á hverjum degi að klifa, bjagast, burðast, asnast og gvuð má vita hvað yfir hindranir á hverjum degi, jafnvel yfir hindranir sem eru búnar til af fólki sem hélt það væri að gera eitthvað rétt fyrir okkur og er svo ekki. Það er stundum bara reynt “að laga” okkur. Við viljum að okkur sé tekið eins og við erum. Líf okkar væri þá miklu auðveldara, segi það satt. Heyrnarskerðing í hvaða mynd sem er, er stundum sögð falin fötlun. Fötlunin heyrnarskerðing sést ekki utan á okkur dagsdaglega, allavega ekki fyrr en á reynir þegar kemur að samskiptum eða þá það sé eitthvað sem við þurfum að vita og er sagt í heyrandi hljóði einu. Það fer alveg framhjá okkur. Ég ætla ekki að afsaka það neitt, er orðin þreytt á að gera það og hef stundum spurt hvort það sé ég sem er fötluð eða þá þeir sem ekki taka mér eins og ég og allir hinir sem eru með heyrnarskerðingu í hvaða mæli sem er. Það sem við þurfum til að geta verið lifað daglegu lífi okkar hindrunarlaust er: texti á allt innlent talað sjónvarpsefni, auglýsingar, hlaðvörp, leikið efni sem ætlað er til vitundarvakningar. táknmálstúlkun og raddtúlkun textun skilaboða í almannarýmum og t.d. strætisvögnum og umferðamiðstöðvum textun á fjöldafundum og öðrum umræðuvettvangi s.s ráðstefnum táknmálskennslu og fræðslu um menningarheim táknmálsins og textans fyrir þá sem eru í okkar nánasta samskiptahring hjálpartæki til að gefa okkur aðgengi að hljóðinu sem kemur til dæmis frá dyrabjöllu, reykskynjara, barni að gráta og hurð að opnast. heyrnartæki Við viljum ekki vera endalaust upp á aðra komin, við viljum fá að vera við sjálf og við viljum fá aðgengi að hljóðinu á okkar forsendum sem eru í formi ljóss og titrings. Við viljum að þessar forsendur séu viðurkenndar og við viljum líka að samskiptaleið okkar hvort sem er í gegnum táknmál eða texta sé fullkomnlega viðurkennd og að borin sé virðing fyrir þessum þörfum okkar, bara þá væri lífið okkar mjög merkilegt og líka jafn merkilegt fyrir þá sem okkur standa næst. Það yrði minna rætt um “heyrn” okkar og minni tími færi í það “vesen”, okkur finnst við samt ekki vera “vesen” en það verður “vesen” þegar öðrum finnst það, þess vegna var þessi setning sögð um að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun. Til stjórnvalda, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga vil ég segja: hafið okkur alltaf með í öllu ráðabruggi ykkar varðandi fötlun okkar heyrnarskerðingu. Látið aldrei neinn með fulla heyrn sem ekki þekkir til segja ykkur hvað sé “best” fyrir okkur. Við viljum bara vera við sjálf og lifa okkar lífi hindrunarlaust á hverjum degi án þess að vera minnt á það að við heyrum ekki nóg. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
…stóð í fyrirsögn fjölmiðils nokkurs fyrir skemmstu. Merkilegt að sjá svona sagt um fötlun manns. Hugsanir fara á flug, ef þetta er fullyrðing, hverjar eru þá forsendurnar að baki hennar. Hver ákvað að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun? Það er í reynd mjög merkilegt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu, jafnvel líka þó maður sé með kuðungsígræðslu. Daglegt líf okkar væri margfalt merkilegra ef við fengum skilning á þörfum okkar. Það er ekki svo einfalt að vera heyrnarlaus, heyrnarskertur, jafnvel með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu eða með kuðungsígræðslu. Við erum sífellt á hverjum degi að klifa, bjagast, burðast, asnast og gvuð má vita hvað yfir hindranir á hverjum degi, jafnvel yfir hindranir sem eru búnar til af fólki sem hélt það væri að gera eitthvað rétt fyrir okkur og er svo ekki. Það er stundum bara reynt “að laga” okkur. Við viljum að okkur sé tekið eins og við erum. Líf okkar væri þá miklu auðveldara, segi það satt. Heyrnarskerðing í hvaða mynd sem er, er stundum sögð falin fötlun. Fötlunin heyrnarskerðing sést ekki utan á okkur dagsdaglega, allavega ekki fyrr en á reynir þegar kemur að samskiptum eða þá það sé eitthvað sem við þurfum að vita og er sagt í heyrandi hljóði einu. Það fer alveg framhjá okkur. Ég ætla ekki að afsaka það neitt, er orðin þreytt á að gera það og hef stundum spurt hvort það sé ég sem er fötluð eða þá þeir sem ekki taka mér eins og ég og allir hinir sem eru með heyrnarskerðingu í hvaða mæli sem er. Það sem við þurfum til að geta verið lifað daglegu lífi okkar hindrunarlaust er: texti á allt innlent talað sjónvarpsefni, auglýsingar, hlaðvörp, leikið efni sem ætlað er til vitundarvakningar. táknmálstúlkun og raddtúlkun textun skilaboða í almannarýmum og t.d. strætisvögnum og umferðamiðstöðvum textun á fjöldafundum og öðrum umræðuvettvangi s.s ráðstefnum táknmálskennslu og fræðslu um menningarheim táknmálsins og textans fyrir þá sem eru í okkar nánasta samskiptahring hjálpartæki til að gefa okkur aðgengi að hljóðinu sem kemur til dæmis frá dyrabjöllu, reykskynjara, barni að gráta og hurð að opnast. heyrnartæki Við viljum ekki vera endalaust upp á aðra komin, við viljum fá að vera við sjálf og við viljum fá aðgengi að hljóðinu á okkar forsendum sem eru í formi ljóss og titrings. Við viljum að þessar forsendur séu viðurkenndar og við viljum líka að samskiptaleið okkar hvort sem er í gegnum táknmál eða texta sé fullkomnlega viðurkennd og að borin sé virðing fyrir þessum þörfum okkar, bara þá væri lífið okkar mjög merkilegt og líka jafn merkilegt fyrir þá sem okkur standa næst. Það yrði minna rætt um “heyrn” okkar og minni tími færi í það “vesen”, okkur finnst við samt ekki vera “vesen” en það verður “vesen” þegar öðrum finnst það, þess vegna var þessi setning sögð um að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun. Til stjórnvalda, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga vil ég segja: hafið okkur alltaf með í öllu ráðabruggi ykkar varðandi fötlun okkar heyrnarskerðingu. Látið aldrei neinn með fulla heyrn sem ekki þekkir til segja ykkur hvað sé “best” fyrir okkur. Við viljum bara vera við sjálf og lifa okkar lífi hindrunarlaust á hverjum degi án þess að vera minnt á það að við heyrum ekki nóg. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun