Þögn þingmanna er ærandi Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 18. september 2023 06:00 Þá er að gerast það sem við höfum óttast lengi. Að eldislax streymi upp í laxveiðiárnar með tilheyrandi tjóni fyrir lífríkið og þá atvinnustarfsemi sem stunduð er á árbökkunum. Tilvist villtra laxa er ógnað. Veiðifélag Norðurár er elsta veiðifélag landsins. Í hartnær 100 ár hafa bændur og landeigendur unnið saman að því að nýta þá auðlind sem áin er. Hér hefur verið hlúð að ánni í áranna rás, rannsóknir á lífríki hennar stundaðar, veiðihús byggð og þjónusta í kringum veiðimennskuna bætt frá ári til árs. Allt til þess að þessi fallega og gjöfula á fengi að blómstra. Og hingað sækja veiðimenn ár eftir ár til að veiða – glíma við Norðurárlaxinn, komast á uppáhalds veiðistaðina sína en líka til að njóta friðsældar og fallegs umhverfis. Kollsteypa tilverunnar Í einni svipan er þessari fallegu mynd kollsteypt og margra áratuga uppbyggingarstarfi stefnt í hættu. Ef einhver heldur að það sé eftirsóknarvert að telja sig vera að veiða heilbrigðan og sprækan lax en draga síðan útlitsljótan eldislax að landi þá er það ekki þannig. Upplifun veiðimanna af slíku er mjög neikvæð og líklegt að þeir hugsi sig vel um áður en þeir fjárfesta aftur í veiðileyfi þar sem líkur eru á að veiða slíkan fisk. Ítrekaðar viðvaranir hunsaðar Og nú er þetta allt að gerast – alveg fyrir framan nefið á okkur og án þess að nokkur sé viðbúinn að takast á við vandamálið. Og það þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir bænda, landeigenda og veiðimanna sem vilja verja villta laxinn. Hvernig eigum við að fara að því að verja árnar okkar fyrir eldislöxum sem nú hópast í árnar til að hrygna?Ég er varla ein um það að finnast leitin að eldislöxum vera eins og að leita að nál í heystakki. Af hverju? Hvað veldur því að ráðamönnum þjóðarinnar er bara skítsama um villta laxinn? Það verður að segjast að þögn þingmanna er ærandi. Af hverju skortir bæði kjark og þor þegar kemur að því að verja villta laxinn? Af hverju er látið eins og atvinnugreinin laxveiði skipti bara engu máli? Skiptir það bara engu máli að stangveiðin skapi 1200 störf, velti tugum milljarða og að 2250 lögbýli hafi af henni beinar tekjur? Af hverju þarf að fórna þessari atvinnugrein til þess að byggja upp aðra annars staðar? Hvernig er hægt að segjast vera að taka ægilega mikið á í umhverfismálum og láta svo bara engu skipta að erfðablöndun eldislaxa við villta laxinn kemur líklega til með að valda þeim síðarnefnda mikilli hnignun ef ekki útdauða? Hvenær ætla stjórnvöld að grípa í taumana? Hvað þurfum við að gera til þess að hlustað verði á okkar málstað? Höfundur er bóndi á Glitstöðum og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þá er að gerast það sem við höfum óttast lengi. Að eldislax streymi upp í laxveiðiárnar með tilheyrandi tjóni fyrir lífríkið og þá atvinnustarfsemi sem stunduð er á árbökkunum. Tilvist villtra laxa er ógnað. Veiðifélag Norðurár er elsta veiðifélag landsins. Í hartnær 100 ár hafa bændur og landeigendur unnið saman að því að nýta þá auðlind sem áin er. Hér hefur verið hlúð að ánni í áranna rás, rannsóknir á lífríki hennar stundaðar, veiðihús byggð og þjónusta í kringum veiðimennskuna bætt frá ári til árs. Allt til þess að þessi fallega og gjöfula á fengi að blómstra. Og hingað sækja veiðimenn ár eftir ár til að veiða – glíma við Norðurárlaxinn, komast á uppáhalds veiðistaðina sína en líka til að njóta friðsældar og fallegs umhverfis. Kollsteypa tilverunnar Í einni svipan er þessari fallegu mynd kollsteypt og margra áratuga uppbyggingarstarfi stefnt í hættu. Ef einhver heldur að það sé eftirsóknarvert að telja sig vera að veiða heilbrigðan og sprækan lax en draga síðan útlitsljótan eldislax að landi þá er það ekki þannig. Upplifun veiðimanna af slíku er mjög neikvæð og líklegt að þeir hugsi sig vel um áður en þeir fjárfesta aftur í veiðileyfi þar sem líkur eru á að veiða slíkan fisk. Ítrekaðar viðvaranir hunsaðar Og nú er þetta allt að gerast – alveg fyrir framan nefið á okkur og án þess að nokkur sé viðbúinn að takast á við vandamálið. Og það þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir bænda, landeigenda og veiðimanna sem vilja verja villta laxinn. Hvernig eigum við að fara að því að verja árnar okkar fyrir eldislöxum sem nú hópast í árnar til að hrygna?Ég er varla ein um það að finnast leitin að eldislöxum vera eins og að leita að nál í heystakki. Af hverju? Hvað veldur því að ráðamönnum þjóðarinnar er bara skítsama um villta laxinn? Það verður að segjast að þögn þingmanna er ærandi. Af hverju skortir bæði kjark og þor þegar kemur að því að verja villta laxinn? Af hverju er látið eins og atvinnugreinin laxveiði skipti bara engu máli? Skiptir það bara engu máli að stangveiðin skapi 1200 störf, velti tugum milljarða og að 2250 lögbýli hafi af henni beinar tekjur? Af hverju þarf að fórna þessari atvinnugrein til þess að byggja upp aðra annars staðar? Hvernig er hægt að segjast vera að taka ægilega mikið á í umhverfismálum og láta svo bara engu skipta að erfðablöndun eldislaxa við villta laxinn kemur líklega til með að valda þeim síðarnefnda mikilli hnignun ef ekki útdauða? Hvenær ætla stjórnvöld að grípa í taumana? Hvað þurfum við að gera til þess að hlustað verði á okkar málstað? Höfundur er bóndi á Glitstöðum og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun