„Það er ómannlegt að hlaupa svona langt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 08:00 Maðurinn á bakvið tjöldin, Garpur Elísabetarson. Stöð 2 „Næstum því óboðlegar aðstæður. Eins vont og veðrið var á laugardaginn var það fallegt á sunnudaginn og bætti þetta næstum því upp,“ sagði Garpur Elísabetarson um Bakgarðs Náttúruhlaupið sem fram fór um helgina. Hann minnti á að hlaupið er fyrir alla en alls tóku 250 manns þátt að þessu sinni. Líkt og var Garpur allt í öllu þegar kom að því að miðla því sem fram fór í Heiðmörk á laugardaginn var. Þetta var í annað sinn sem mótið fór fram í Heiðmörk en þar áður hafði það tvívegis farið fram í Öskjuhlíðinni. „Veðrið var rosalega harkalegt á laugardaginn en það er líka hluti af þessu að vera hlaupa á Íslandi og gerir þetta að mörgu leyti mjög skemmtilegt,“ bætti Garpur við en hann fór yfir mótið á mánudag eftir að hafa fengið að hvíla sig en mótið stóð yfir í 38 klukkustundir. „Það sem gerir þetta hlaup svo magnað er að þetta er hlaup fyrir alla og ósjálfrátt sogast maður að því sem kalla má elítuhópinn, þeim sem enda í þessum fáránlegu vegalengdum. En maður gleymir oft að tala um þá sem eru að hlaupa lengstu hlaupin sín, sem geta verið 20, 30 eða 40 kílómetrar en skalinn er svo skakkur að manni finnst bara eðlilegt að hlaupa 100 kílómetra.“ „Þegar byrjar að síga á seinni hlutann verður maður spenntari, gleymir hvað maður er þreyttur og hverjar 40 mínútur byrja að líða ofboðslega hratt. Mér fannst óvenju margir komnir langt í lokin, voru sex og maður hugsaði hvar í ósköpunum endar þetta.“ „Þegar maður horfði á Marlenu koma í mark þá leið manni eins og hún gæti haldið áfram í 10 hringi í viðbót,“ sagði Garpur um sigurvegarann Marlenu Radziszewska sem hljóp rúma 250 kílómetra í hlaupinu. Klippa: Garpur: Skalinn er svo skakkur að manni finnst bara eðlilegt að hlaupa hundrað kílómetra Bakgarðshlaup hafa fjórum sinnum verið haldin hér á landi. Hefur Garpur tekið eftir þróun milli ára? „Þorleifur vinnur mótið 2020 á 25 hringum finnst mér segja rosa margt. Núna erum við að vinna þetta á 38 hringjum og ég veit ekki hversu margir fóru 25 hringi núna. Orðið eiginlega galið hvað margir eru að hlaupa langt.“ „Skemmtilegt að fylgjast með því. Þetta hefur þróast ofboðslega hratt og við erum komin með mikið af sterkum hlaupurum. Mikið af hlaupurum sem geta ofboðslega margt og geta hlaupið langt. Það er ótrúlega magnað.“ Hvað trekkir svona að? „Það er svo margt í þessu, það er þetta mannlega. Í venjulegum hlaupum ertu að hlaupa frá A til B. Færð ekki svona mikla innsýn inn í hlaupið. Hér færðu að fylgjast með á hverjum klukkutíma, færð svo mikið aðgengi að hlauparanum.“ „Svo er að sjálfsögðu verið að hlaupa svo langt. Það er ómannlegt að hlaupa svona langt, fáir í heiminum sem geta hlaupið svona langt. Aðgengi að hlauparanum er svo mikið, held að það sé aðdráttaraflið að þessu hlaupi.“ „Mér finnst mjög skemmtilegt að á hverjum klukkutíma færðu að vita hvað er að gerast og held að það verði bara meira og meira þegar við sjáum fleiri fara í hlaupið og fleiri hlaupa svona langt. Held það sé helst það, að fylgjast með þessari bugun,“ sagði Garpur að lokum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“ Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann. 15. september 2023 19:01 Mari íhugar að hætta hlaupi og eignast börn Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, lauk keppni í morgun í bakgarðshlaupi í Heiðmörk eftir 25 hringi. Hún segist nú íhuga að taka sér frí frá hlaupi og huga að barneignum. 17. september 2023 11:10 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Sjá meira
Líkt og var Garpur allt í öllu þegar kom að því að miðla því sem fram fór í Heiðmörk á laugardaginn var. Þetta var í annað sinn sem mótið fór fram í Heiðmörk en þar áður hafði það tvívegis farið fram í Öskjuhlíðinni. „Veðrið var rosalega harkalegt á laugardaginn en það er líka hluti af þessu að vera hlaupa á Íslandi og gerir þetta að mörgu leyti mjög skemmtilegt,“ bætti Garpur við en hann fór yfir mótið á mánudag eftir að hafa fengið að hvíla sig en mótið stóð yfir í 38 klukkustundir. „Það sem gerir þetta hlaup svo magnað er að þetta er hlaup fyrir alla og ósjálfrátt sogast maður að því sem kalla má elítuhópinn, þeim sem enda í þessum fáránlegu vegalengdum. En maður gleymir oft að tala um þá sem eru að hlaupa lengstu hlaupin sín, sem geta verið 20, 30 eða 40 kílómetrar en skalinn er svo skakkur að manni finnst bara eðlilegt að hlaupa 100 kílómetra.“ „Þegar byrjar að síga á seinni hlutann verður maður spenntari, gleymir hvað maður er þreyttur og hverjar 40 mínútur byrja að líða ofboðslega hratt. Mér fannst óvenju margir komnir langt í lokin, voru sex og maður hugsaði hvar í ósköpunum endar þetta.“ „Þegar maður horfði á Marlenu koma í mark þá leið manni eins og hún gæti haldið áfram í 10 hringi í viðbót,“ sagði Garpur um sigurvegarann Marlenu Radziszewska sem hljóp rúma 250 kílómetra í hlaupinu. Klippa: Garpur: Skalinn er svo skakkur að manni finnst bara eðlilegt að hlaupa hundrað kílómetra Bakgarðshlaup hafa fjórum sinnum verið haldin hér á landi. Hefur Garpur tekið eftir þróun milli ára? „Þorleifur vinnur mótið 2020 á 25 hringum finnst mér segja rosa margt. Núna erum við að vinna þetta á 38 hringjum og ég veit ekki hversu margir fóru 25 hringi núna. Orðið eiginlega galið hvað margir eru að hlaupa langt.“ „Skemmtilegt að fylgjast með því. Þetta hefur þróast ofboðslega hratt og við erum komin með mikið af sterkum hlaupurum. Mikið af hlaupurum sem geta ofboðslega margt og geta hlaupið langt. Það er ótrúlega magnað.“ Hvað trekkir svona að? „Það er svo margt í þessu, það er þetta mannlega. Í venjulegum hlaupum ertu að hlaupa frá A til B. Færð ekki svona mikla innsýn inn í hlaupið. Hér færðu að fylgjast með á hverjum klukkutíma, færð svo mikið aðgengi að hlauparanum.“ „Svo er að sjálfsögðu verið að hlaupa svo langt. Það er ómannlegt að hlaupa svona langt, fáir í heiminum sem geta hlaupið svona langt. Aðgengi að hlauparanum er svo mikið, held að það sé aðdráttaraflið að þessu hlaupi.“ „Mér finnst mjög skemmtilegt að á hverjum klukkutíma færðu að vita hvað er að gerast og held að það verði bara meira og meira þegar við sjáum fleiri fara í hlaupið og fleiri hlaupa svona langt. Held það sé helst það, að fylgjast með þessari bugun,“ sagði Garpur að lokum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“ Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann. 15. september 2023 19:01 Mari íhugar að hætta hlaupi og eignast börn Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, lauk keppni í morgun í bakgarðshlaupi í Heiðmörk eftir 25 hringi. Hún segist nú íhuga að taka sér frí frá hlaupi og huga að barneignum. 17. september 2023 11:10 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Sjá meira
„Þetta er náttúrulega aldrei heilsusamlegt“ Bakgarðshlaupið í Heiðmörk fer af stað klukkan níu í fyrramálið. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks fari meira en 100 kílómetra og hlaupi án svefns langt fram á sunnudag. Það er því ef til vill vert að spyrja hvaða áhrif slíkt hefur á líkamann. 15. september 2023 19:01
Mari íhugar að hætta hlaupi og eignast börn Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, lauk keppni í morgun í bakgarðshlaupi í Heiðmörk eftir 25 hringi. Hún segist nú íhuga að taka sér frí frá hlaupi og huga að barneignum. 17. september 2023 11:10
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum