Gestirnir frá Úsbekistan tóku óvænt forystuna í leiknum. Þó það hafi vantað nöfn á borð við Bono, Kalidou Koulibaly og Sergej Milinkovic-Savic í lið Al Hilal þá voru ásamt Neymar þeir Rúben Neves, Aleksandar Mitrovic og hinir brasilísku Malcom og Michael í byrjunarliðinu.
Þrátt fyrir að vera með mun sterkara lið á pappír virtist sem gestirnir myndu taka stigin þrjú. Það er þangað til komið var tíu mínútum fram yfir venjulegan leiktíma en þá loks jafnaði Al Hilal, lokatölur 1-1.
Það var hins vegar atvik um miðbik síðari hálfleiks sem vakti hvað mesta athygli. Neymar missti þá stjórn á skapi sínu þegar hann ætlaði að taka aukaspyrnu snögglega en leikmaður gestanna stóð í vegi fyrir honum.
Neymar a vécu une première titularisation CATASTROPHIQUE avec Al-Hilal hier soir (1-1).
— BeFootball (@_BeFootball) September 19, 2023
Le Brésilien a perdu 32 ballons face au club ouzbek de Navbahor Namangan.
Il a également bousculé un joueur avant de lui tirer dessus avec le ballon. pic.twitter.com/NnBNO9Z5cx
Neymar brást hinn versti við og ýtti leikmanni Navbahor Namangan frá með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar. Í kjölfarið sparkaði Neymar boltanum svo í hann og fékk verðskuldað gult spjald að launum.
Hér að neðan má sjá mörkin og öll helstu færi leiksins.