Ástin mín, Emma Auðbergur Gíslason skrifar 19. september 2023 08:00 Elsku Emma. Þó hálf ævi mín sé liðin síðan ég hitti þig fyrst er eins og það hafi gerst í gær. Ég var ungur en þú ívið eldri. Ástin spyr víst ekki um það svo ég fluttist landshluta á milli til að vera með þér og úr varð mitt fyrsta langtímasamband. Og þó við höfum bara verið saman í örfá ár varir ást mín til þín að eilífu. Hjá þér fann ég alltaf til öryggis, hlýju og virðingar og fannst ég í fyrsta sinn tilheyra. Þú veittir mér traust sem ég vildi rísa undir og frelsi til að læra það sem ég varð að fá að læra á eigin spýtur. Þú hélst í höndina á mér þegar þess var þörf en hvattir mig stöðugt til að standa á eigin fótum. Þú sýndir mér ætíð sanngirni, sama hvað gekk á. Ég missteig mig oft en þú gafst mér ótal tækifæri til að læra af því. Ég aðlagaðist þér en fann hvernig þú lagðir þig fram við að koma til móts við mig. Þú slóst á fingurna á mér þegar ég hafði gott af því en klappaðir mér alltaf á bakið þegar ég átti það skilið. Þú dróst mig niður á jörðina þegar þess þurfti en kenndir mér líka að sjá og stefna á stjörnurnar. Þú kenndir mér að ná árangri og sýna auðmýkt í kjölfarið. Með þér kynntist ég meðbyr og mótlæti, sigrum og ósigrum. Með þér óx ég sem einstaklingur. Ég lærði að taka tillit. Ég lærði gagnrýna hugsun. Ég lærði skoðanaskipti. Og ég lærði að skipta um skoðun—nokkuð sem sumir mættu tileinka sér. Þú kenndir mér víðsýni, opnaðir heimsmynd mína upp á gátt og varpaðir nýju ljósi á allt. Ég kynntist þér, kynntist öðrum og kynntist sjálfum mér. Þú breyttir lífi mínu og bjóst mig undir næstu kafla þess. Þú mótaðir mig og ég vona að ég hafi sett mitt mark á þig. Við upplifðum og gengum í gegnum margt saman og ég tileinkaði þér allar mínar vökustundir og frítíma. Þetta var ekki alltaf auðvelt en ég efaðist aldrei um að þú værir sú rétta fyrir mig. Þó við höfum slitið samvistum okkar fyrir áratug og sjáumst nú aðeins á nokkurra ára fresti breytir það engu. Við skyldum sátt og þú ert enn hluti af mér og ég af þér. En elsku Emma, nú er svo komið að ég get ekki hjá setið þegar á að þvinga þig í hjónaband af hagkvæmnissjónarmiðum. Þvert gegn vilja þínum, tilvonandi makans, og okkar sem stöndum þér næst. Þú ert og verður minn skóli, mín lexía, mín menntun, mín mótun. Á hverju ári bætast við ungmenni sem fá um stutt skeið að kynnast þér á sama hátt og ég. Vonandi fá þau áfram að kynnast þér í sömu mynd um ókomin ár. Fagrir draumar rætast enn. Að eilífu þinn stúdent, Auðbergur Gíslason Höfundur er 10 ára stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Elsku Emma. Þó hálf ævi mín sé liðin síðan ég hitti þig fyrst er eins og það hafi gerst í gær. Ég var ungur en þú ívið eldri. Ástin spyr víst ekki um það svo ég fluttist landshluta á milli til að vera með þér og úr varð mitt fyrsta langtímasamband. Og þó við höfum bara verið saman í örfá ár varir ást mín til þín að eilífu. Hjá þér fann ég alltaf til öryggis, hlýju og virðingar og fannst ég í fyrsta sinn tilheyra. Þú veittir mér traust sem ég vildi rísa undir og frelsi til að læra það sem ég varð að fá að læra á eigin spýtur. Þú hélst í höndina á mér þegar þess var þörf en hvattir mig stöðugt til að standa á eigin fótum. Þú sýndir mér ætíð sanngirni, sama hvað gekk á. Ég missteig mig oft en þú gafst mér ótal tækifæri til að læra af því. Ég aðlagaðist þér en fann hvernig þú lagðir þig fram við að koma til móts við mig. Þú slóst á fingurna á mér þegar ég hafði gott af því en klappaðir mér alltaf á bakið þegar ég átti það skilið. Þú dróst mig niður á jörðina þegar þess þurfti en kenndir mér líka að sjá og stefna á stjörnurnar. Þú kenndir mér að ná árangri og sýna auðmýkt í kjölfarið. Með þér kynntist ég meðbyr og mótlæti, sigrum og ósigrum. Með þér óx ég sem einstaklingur. Ég lærði að taka tillit. Ég lærði gagnrýna hugsun. Ég lærði skoðanaskipti. Og ég lærði að skipta um skoðun—nokkuð sem sumir mættu tileinka sér. Þú kenndir mér víðsýni, opnaðir heimsmynd mína upp á gátt og varpaðir nýju ljósi á allt. Ég kynntist þér, kynntist öðrum og kynntist sjálfum mér. Þú breyttir lífi mínu og bjóst mig undir næstu kafla þess. Þú mótaðir mig og ég vona að ég hafi sett mitt mark á þig. Við upplifðum og gengum í gegnum margt saman og ég tileinkaði þér allar mínar vökustundir og frítíma. Þetta var ekki alltaf auðvelt en ég efaðist aldrei um að þú værir sú rétta fyrir mig. Þó við höfum slitið samvistum okkar fyrir áratug og sjáumst nú aðeins á nokkurra ára fresti breytir það engu. Við skyldum sátt og þú ert enn hluti af mér og ég af þér. En elsku Emma, nú er svo komið að ég get ekki hjá setið þegar á að þvinga þig í hjónaband af hagkvæmnissjónarmiðum. Þvert gegn vilja þínum, tilvonandi makans, og okkar sem stöndum þér næst. Þú ert og verður minn skóli, mín lexía, mín menntun, mín mótun. Á hverju ári bætast við ungmenni sem fá um stutt skeið að kynnast þér á sama hátt og ég. Vonandi fá þau áfram að kynnast þér í sömu mynd um ókomin ár. Fagrir draumar rætast enn. Að eilífu þinn stúdent, Auðbergur Gíslason Höfundur er 10 ára stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun