„Mjög sætt að hafa endað á toppnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 11:31 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. Vísir/Hulda Margrét „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Lengjudeildarmeistara ÍA, en liðið tryggði sér um helgina sæti í Bestu deild karla sumarið 2024. ÍA kom, sá og sigraði Lengjudeild karla í knattspyrnu í sumar en það leit þó lengi vel ekki út fyrir það. Liðið byrjaði hægt á meðan Afturelding vann að því virtist alla sína leiki. Á endanum sneru Skagamenn við taflinu og tryggðu sér sæti í Bestu deildinni með 4-1 sigri á Gróttu um liðna helgi. „Hún er algjörlega frábær. Byrjuðum tímabilið mjög hægt en endum það gríðarlega sterkt. Held að sé einn tapleikur í síðustu 17 deildarleikjum. Þannig það er feykilega öflugur seinni hluti á mótinu hjá okkur og frábært að enda deildina á sigri.“ „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni. Bæði það að liðin styrktu sig gríðarlega mikið fyrir þetta tímabil, mörg lið sem ætluðu sér sæti í úrslitakeppninni.“ „Held það sé óhætt að segja að sennilega aldrei hafi verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild. Sjáum það líka á botnbaráttunni, held að Selfoss hafi þurft að bíta í það súra epli að falla niður í 2. deild með 23 stig. Það er ótrúlegt og þá var gríðarlega erfitt að mæta Ægi sem endar langneðst. Það er mjög sætt að hafa endað á toppnum.“ Það hlýtur að segja ansi mikið um leikmannahóp ÍA að hafa náð að snúa gengi liðsins við? „Heldur betur. Það er þannig að við féllum úr Bestu deildinni í fyrra. Það er oftast þannig að þegar lið falla um deild er ákveðin uppstokkun framundan, uppbygging á liði og annað.“ „Við erum feykilega ánægðir með hvernig það tókst til hjá okkur. Bæði inn á vellinum og utan hans líka, klefinn er geysilega sterkur hjá okkur og liðsheildin er virkilega sterk. Hún bara efldist og þéttist eftir því sem á mótið leið. Erum með öfluga karaktera og leiðtoga innan okkar raða og það var leynt og ljóst markmiðið að styrkja þá liðsheild. Byggja liðið þannig upp, erum með reynslubolta í bland við frábæra unga og efnilega leikmenn.“ „Held það sé óhætt að segja það að það hafi tekist mjög vel hjá okkur, sú uppbygging hjá liðinu.“ Hvað þarf ÍA að gera fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni? „Fyrst og fremst að byggja á þessum gildum. Snerist mikið um það fyrir ári síðan að byggja upp lið sem væri sterkara ÍA-lið. Sterkari liðsheild, meiri samheldni og svo framvegis. Fengum til liðs við okkar leiðtoga og karaktera sem studdu við það. Þurfum áfram að byggja á þeim gildum og erum með risastórt Skagahjarta í þessu liði. Erum með gríðarlega marga uppalda, eða leikmenn sem hafa spilað í yngri flokkum félagsins.“ „Þrátt fyrir að Gísli Laxdal sé að fara í Val núna, að Haukur Andri og Daníel Ingi hafi farið frá okkur á miðju sumri – ungir og efnilegir Skagamenn – þá erum við með fjöldann allan af ÍA-leikmönnum í hópnum og þurfum að halda áfram að byggja á þeim gildum.“ „En við þurfum að bæta í og styrkja dæmið, held það þekki allir Skagamenn söguna á þessari öld. Þurfum að gera betur í mörgum stórum atriðum og nú fer allur sá tími í það.“ Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jón Þór eftir að ÍA sigraði Lengjudeildina: Mjög sætt að hafa endað á toppnum Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
ÍA kom, sá og sigraði Lengjudeild karla í knattspyrnu í sumar en það leit þó lengi vel ekki út fyrir það. Liðið byrjaði hægt á meðan Afturelding vann að því virtist alla sína leiki. Á endanum sneru Skagamenn við taflinu og tryggðu sér sæti í Bestu deildinni með 4-1 sigri á Gróttu um liðna helgi. „Hún er algjörlega frábær. Byrjuðum tímabilið mjög hægt en endum það gríðarlega sterkt. Held að sé einn tapleikur í síðustu 17 deildarleikjum. Þannig það er feykilega öflugur seinni hluti á mótinu hjá okkur og frábært að enda deildina á sigri.“ „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni. Bæði það að liðin styrktu sig gríðarlega mikið fyrir þetta tímabil, mörg lið sem ætluðu sér sæti í úrslitakeppninni.“ „Held það sé óhætt að segja að sennilega aldrei hafi verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild. Sjáum það líka á botnbaráttunni, held að Selfoss hafi þurft að bíta í það súra epli að falla niður í 2. deild með 23 stig. Það er ótrúlegt og þá var gríðarlega erfitt að mæta Ægi sem endar langneðst. Það er mjög sætt að hafa endað á toppnum.“ Það hlýtur að segja ansi mikið um leikmannahóp ÍA að hafa náð að snúa gengi liðsins við? „Heldur betur. Það er þannig að við féllum úr Bestu deildinni í fyrra. Það er oftast þannig að þegar lið falla um deild er ákveðin uppstokkun framundan, uppbygging á liði og annað.“ „Við erum feykilega ánægðir með hvernig það tókst til hjá okkur. Bæði inn á vellinum og utan hans líka, klefinn er geysilega sterkur hjá okkur og liðsheildin er virkilega sterk. Hún bara efldist og þéttist eftir því sem á mótið leið. Erum með öfluga karaktera og leiðtoga innan okkar raða og það var leynt og ljóst markmiðið að styrkja þá liðsheild. Byggja liðið þannig upp, erum með reynslubolta í bland við frábæra unga og efnilega leikmenn.“ „Held það sé óhætt að segja það að það hafi tekist mjög vel hjá okkur, sú uppbygging hjá liðinu.“ Hvað þarf ÍA að gera fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni? „Fyrst og fremst að byggja á þessum gildum. Snerist mikið um það fyrir ári síðan að byggja upp lið sem væri sterkara ÍA-lið. Sterkari liðsheild, meiri samheldni og svo framvegis. Fengum til liðs við okkar leiðtoga og karaktera sem studdu við það. Þurfum áfram að byggja á þeim gildum og erum með risastórt Skagahjarta í þessu liði. Erum með gríðarlega marga uppalda, eða leikmenn sem hafa spilað í yngri flokkum félagsins.“ „Þrátt fyrir að Gísli Laxdal sé að fara í Val núna, að Haukur Andri og Daníel Ingi hafi farið frá okkur á miðju sumri – ungir og efnilegir Skagamenn – þá erum við með fjöldann allan af ÍA-leikmönnum í hópnum og þurfum að halda áfram að byggja á þeim gildum.“ „En við þurfum að bæta í og styrkja dæmið, held það þekki allir Skagamenn söguna á þessari öld. Þurfum að gera betur í mörgum stórum atriðum og nú fer allur sá tími í það.“ Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jón Þór eftir að ÍA sigraði Lengjudeildina: Mjög sætt að hafa endað á toppnum
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira