Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 10:22 Fólk skoðar hergögn sem her Aserbaídsjan tók af Armenum í átökunum árið 2020. EPA/MAXIM SHIPENKOV Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. Hernaðaraðgerðinni hefur verið lýst af yfirvöldum í Aserbaídsjan sem and-hryðjuverkaaðgerð en Aserar segja tilefnið vera að fjórir lögregluþjónar og tveir vegagerðarmenn hafi dáið í morgun eftir að þeir óku á jarðsprengju. Þá sprengju eiga armenskir öfgamenn að hafa lagt. Aserski herinn segir Armena einnig hafa gert stórskotaliðsárásir á her Aserbaídsjan. Azerbaijani forces are conducting strikes on Stepanakert/Khankendi. This strike is reported as one on an Armenian TOR air defense complex. pic.twitter.com/tY1TwEx6Ii— NOELREPORTS (@NOELreports) September 19, 2023 Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hermenn Aserbaídsjan hafa verið sakaðir um fjölmörg ódæði vegna átakanna 2020 en þeir birtu meðal annars myndbönd af sér taka armenska stríðsfanga af lífi. Sjá einnig: Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Aftur kom til átaka í fyrra en rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Aserar segjast hafa látið þá vita af hernaðaraðgerðinni og heita því að gera ekki árás á borgaraleg skotmörk. Aserar hafa haldið því fram að Armenar hafi verið að smygla vopnum inn í Nagorno-Karabakh og hafa setið um héraðið um nokkra vikna skeið. Fregnir hafa borist af miklum skorti á nauðsynjum eins og matvælum og lyfjum frá héraðinu. Video purportedly from Stepanakert in Karabakh - sounds of fighting and loitering munitions above #Azerbaijan, #Armenia (via @marutvanian) pic.twitter.com/Kwcxrsd2ww— Michael A. Horowitz (@michaelh992) September 19, 2023 Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Hernaður Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Hernaðaraðgerðinni hefur verið lýst af yfirvöldum í Aserbaídsjan sem and-hryðjuverkaaðgerð en Aserar segja tilefnið vera að fjórir lögregluþjónar og tveir vegagerðarmenn hafi dáið í morgun eftir að þeir óku á jarðsprengju. Þá sprengju eiga armenskir öfgamenn að hafa lagt. Aserski herinn segir Armena einnig hafa gert stórskotaliðsárásir á her Aserbaídsjan. Azerbaijani forces are conducting strikes on Stepanakert/Khankendi. This strike is reported as one on an Armenian TOR air defense complex. pic.twitter.com/tY1TwEx6Ii— NOELREPORTS (@NOELreports) September 19, 2023 Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hermenn Aserbaídsjan hafa verið sakaðir um fjölmörg ódæði vegna átakanna 2020 en þeir birtu meðal annars myndbönd af sér taka armenska stríðsfanga af lífi. Sjá einnig: Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Aftur kom til átaka í fyrra en rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Aserar segjast hafa látið þá vita af hernaðaraðgerðinni og heita því að gera ekki árás á borgaraleg skotmörk. Aserar hafa haldið því fram að Armenar hafi verið að smygla vopnum inn í Nagorno-Karabakh og hafa setið um héraðið um nokkra vikna skeið. Fregnir hafa borist af miklum skorti á nauðsynjum eins og matvælum og lyfjum frá héraðinu. Video purportedly from Stepanakert in Karabakh - sounds of fighting and loitering munitions above #Azerbaijan, #Armenia (via @marutvanian) pic.twitter.com/Kwcxrsd2ww— Michael A. Horowitz (@michaelh992) September 19, 2023
Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Hernaður Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira