Sveindís og Wolfsburg ætla að vinna Meistaradeildina að þessu sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2023 10:00 Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni í leik Wolfsburg og Bayer Leverkusen um helgina. Liðið frá bílaborginni vann 3-0 sigur. getty/Selim Sudheimer Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, segir að Wolfsburg setji stefnuna á að vinna alla þá titla sem í boði eru á tímabilinu. Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hófst um helgina. Wolfsburg vann þá 3-0 sigur á Bayer Leverkusen og skoraði Sveindís eitt marka liðsins. Wolfsburg þurfti að sjá á eftir þýska meistaratitlinum í hendur Bayern München á síðasta tímabili en ætlar að endurheimta hann í vetur. Og gott betur. „Auðvitað ætlum við að vinna,“ sagði Sveindís, aðspurð um markmið Wolfsburg í vetur. „Við ætlum að taka deildina. Við erum með geggjað lið og eigum möguleika á að vinna allar keppnir sem við tókum þátt í. Við gerum allt sem við getum til að ná eins langt og við getum og gera betur en í fyrra,“ sagði Sveindís. Wolfsburg komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili en tapaði fyrir Barcelona, 3-2, eftir að hafa komist 0-2 yfir. Markmiðið er að taka lokaskrefið í vetur og vinna Meistaradeildina. „Við komumst í úrslit í fyrra og ætlum að gera það aftur núna og vinna þá,“ sagði Sveindís. Hún gerir ráð fyrir að vera í jafn stóru hlutverki hjá Wolfsburg og á síðasta tímabili. Sveindís lék þá 34 leiki, skoraði níu mörk og lagði upp sjö. „Ég held það allavega. Auðvitað vil ég byrja inn á í öllum leikjum en það er erfitt. Við erum með fullt af heimsklassa leikmönnum þannig ég geri mitt besta til að vera sem oftast í byrjunarliðinu,“ sagði Sveindís að endingu. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hófst um helgina. Wolfsburg vann þá 3-0 sigur á Bayer Leverkusen og skoraði Sveindís eitt marka liðsins. Wolfsburg þurfti að sjá á eftir þýska meistaratitlinum í hendur Bayern München á síðasta tímabili en ætlar að endurheimta hann í vetur. Og gott betur. „Auðvitað ætlum við að vinna,“ sagði Sveindís, aðspurð um markmið Wolfsburg í vetur. „Við ætlum að taka deildina. Við erum með geggjað lið og eigum möguleika á að vinna allar keppnir sem við tókum þátt í. Við gerum allt sem við getum til að ná eins langt og við getum og gera betur en í fyrra,“ sagði Sveindís. Wolfsburg komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili en tapaði fyrir Barcelona, 3-2, eftir að hafa komist 0-2 yfir. Markmiðið er að taka lokaskrefið í vetur og vinna Meistaradeildina. „Við komumst í úrslit í fyrra og ætlum að gera það aftur núna og vinna þá,“ sagði Sveindís. Hún gerir ráð fyrir að vera í jafn stóru hlutverki hjá Wolfsburg og á síðasta tímabili. Sveindís lék þá 34 leiki, skoraði níu mörk og lagði upp sjö. „Ég held það allavega. Auðvitað vil ég byrja inn á í öllum leikjum en það er erfitt. Við erum með fullt af heimsklassa leikmönnum þannig ég geri mitt besta til að vera sem oftast í byrjunarliðinu,“ sagði Sveindís að endingu.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira