„Þau skilja ekki upp eða niður í þessu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2023 21:25 Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. ber Matvælastofnun þungum sökum og vill meina að stofnunin skilji hvorki upp né niður í málinu sem varð til þess að veiðar í Hvali 8 voru stöðvaðar. Vísir/Egill Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. vill meina að engin innan Matvælastofnunar viti neitt um sjósókn. Hann segir ákvörðun stofnunarinnar um að stöðva veiðar í Hval 8 byggja á villandi myndbandi. Þetta kom fram í viðtali við Kristján í Kastljósi í kvöld. Þar útskýrði hann að atvikið sem olli stöðvuninni hefði byggt á óhappi. Hann segir að um hafi verið að ræða algjörlega ómögulegar aðstæður þar sem ekki hafi verið hægt að gera betur. Síðan hafi framhaldið verið tekið á myndband, en þar sást þegar hvalur var veiddur. „Þarna er eftirlitsmaður hjá Fiskistofu, sem er að vinna fyrir MAST, og er að mynda þetta á síma. Hann er að zooma inn og zooma út og zooma inn,“ segir Kristján. Hann segir mat Matvælastofnunar byggja á umræddu myndbandi, en að það sé villandi vegna „zoomsins“. Hann tekur fram að hvalurinn hafi verið utan skotfæris. Svo virðist ekki vera þegar myndbandið hafi verið „zoomað“ inn, en sjáist þegar ekkert er „zoomað“. „Þeir byggja sitt mat á þessu zoomi. Þar er allt nálægt skipinu, sem er algjörlega út í hött. Og á þeim grundvelli ákveða þeir að stoppa okkur,“ bætir Kristján. „Þau skilja ekki upp eða niður í þessu. MAST er þannig stofnun að það er enginn þar innandyra, að mér vitandi, sem hefur neitt vit á sjósókn,“ segir Kristján sem telur að á meðal starfsfólk stofnunarinnar sé almennt skrifstofufólk og dýralæknar. Síðarnefnda hópinn telur hann vera um það bil sjötíu prósent starfsfólks. Jafnframt heldur Kristján því fram að MAST hafi átt að hafa samráð við Fiskistofu um ákvörðunina, en ekki gert það og þar með brotið eigin reglugerð. Spurður um hvort hann telji líklegt að banninu verði aflétt, nú þegar einungis tíu dagar séu eftir af veiðitímabilinu, svaraði Kristján: „Ég þori ekki að lesa í heilabúið á þessu fólki. Ég gef mig ekki í það einu sinni.“ Kristján segist ætla að sækja um frekara leyfi til hvalveiða um áramót þegar núverandi leyfi rennur út. Hann segist heldur ekki geta spáð fyrir um hvort nýtt leyfi verði gefið út. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Kristján í Kastljósi í kvöld. Þar útskýrði hann að atvikið sem olli stöðvuninni hefði byggt á óhappi. Hann segir að um hafi verið að ræða algjörlega ómögulegar aðstæður þar sem ekki hafi verið hægt að gera betur. Síðan hafi framhaldið verið tekið á myndband, en þar sást þegar hvalur var veiddur. „Þarna er eftirlitsmaður hjá Fiskistofu, sem er að vinna fyrir MAST, og er að mynda þetta á síma. Hann er að zooma inn og zooma út og zooma inn,“ segir Kristján. Hann segir mat Matvælastofnunar byggja á umræddu myndbandi, en að það sé villandi vegna „zoomsins“. Hann tekur fram að hvalurinn hafi verið utan skotfæris. Svo virðist ekki vera þegar myndbandið hafi verið „zoomað“ inn, en sjáist þegar ekkert er „zoomað“. „Þeir byggja sitt mat á þessu zoomi. Þar er allt nálægt skipinu, sem er algjörlega út í hött. Og á þeim grundvelli ákveða þeir að stoppa okkur,“ bætir Kristján. „Þau skilja ekki upp eða niður í þessu. MAST er þannig stofnun að það er enginn þar innandyra, að mér vitandi, sem hefur neitt vit á sjósókn,“ segir Kristján sem telur að á meðal starfsfólk stofnunarinnar sé almennt skrifstofufólk og dýralæknar. Síðarnefnda hópinn telur hann vera um það bil sjötíu prósent starfsfólks. Jafnframt heldur Kristján því fram að MAST hafi átt að hafa samráð við Fiskistofu um ákvörðunina, en ekki gert það og þar með brotið eigin reglugerð. Spurður um hvort hann telji líklegt að banninu verði aflétt, nú þegar einungis tíu dagar séu eftir af veiðitímabilinu, svaraði Kristján: „Ég þori ekki að lesa í heilabúið á þessu fólki. Ég gef mig ekki í það einu sinni.“ Kristján segist ætla að sækja um frekara leyfi til hvalveiða um áramót þegar núverandi leyfi rennur út. Hann segist heldur ekki geta spáð fyrir um hvort nýtt leyfi verði gefið út.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira