Hafa tröllatrú á fjórðungnum og opna heilsárshótel í Sælingsdal Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2023 21:51 Hjónin Halldóra Árnadóttir og Karl B. Örvarsson reka Dalahótel að Laugum í Sælingsdal. Egill Aðalsteinsson Eftir meira en tveggja áratuga óvissu um framtíð skólabygginganna að Laugum í Sælingsdal er búið að opna þar heilsárshótel. Hótelhaldarar segjast hafa tröllatrú á ferðaþjónustu á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Í fréttum Stöðvar 2 var Dalabyggð heimsótt en skólahaldi lauk í Sælingsdal um síðustu aldamót. Síðan hafa hinar veglegu byggingar að Laugum fyrst og fremst nýst sem sumarhótel. Núna er orðin breyting á. „Hér undanfarin ár hefur bara verið opið þrjá mánuði á ári. En við viljum taka á móti ferðamönnum, gestum og gangandi, innlendum og erlendum, allan ársins hring,“ segir Halldóra Árnadóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Karli B. Örvarssyni, rekur núna Dalahótel að Laugum í samstarfi við Þorvald, bróður Halldóru, og eiginkonu hans, Kamillu Reynisdóttur. Frá Laugum í Sælingsdal. Þar lauk skólahaldi um síðustu aldamót.Egill Aðalsteinsson Þau tóku staðinn á kaupleigu frá Dalabyggð í fyrrahaust, byrjuðu á tiltekt og endurbótum en prófuðu samt að hafa hótelið opið inn í veturinn. „Við sáum það fljótt, og sjáum það bara í dag, að það er algjörlega grundvöllur fyrir því, bara eins og bókanir eru núna fram í desember,“ segir Karl. Þau ætla þó að hafa lokað í janúar og febrúar í vetur og nota tímann til innanhússframkvæmda. Setustofan á hótelinu í SælingsdalEgill Aðalsteinsson „Ástæðan fyrir því að við komum hingað er sú að við höfum tröllatrú á Vesturlandinu og Vestfjörðunum. Þeir eiga svo mikið inni,“ segir Karl. Boðið er upp á 22 herbergi með sérbaði en einnig 24 herbergi með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. En hverjir gista að Laugum að vetri? „Mest Íslendingar. Þetta er mikið hópar,“ svarar Karl. Sögusvið Dalanna segja þau trekkja að. „Hérna er náttúrlega Sturlunga, Laxdæla, Auður djúpúðga. Og svo höfum við bara út um gluggann dómkirkju álfanna, Tungustapa. Þannig að það er í rauninni saga við hvert fótmál,“ segir Halldóra. Tjaldsvæði er rekið samhliða hótelinu.Egill Aðalsteinsson Það eru þó einkum útlendingarnir sem sækja í Guðrúnarlaug, sem opin er alla daga. Íslendingar kjósa fremur sundlaugina, en að vetri segjast þau hafa hana opna þrjá daga í viku og eru sveigjanleg þegar gesti ber að garði. „Svo eru náttúrlega líka gönguhópar og hjólreiðahópar. Þessir útivistarhópar koma líka til okkar og dvelja jafnvel í nokkra daga,“ segir Halldóra. Þau eru með 12 starfsmenn í vetur en þeir voru 24 mest í sumar og margir koma úr sveitinni. Þau segja Dalamenn gleðjast að sjá líf færast í byggingarnar að vetri. „Heldur betur. Það er ekki annað hægt að segja en að við höfum fengið mjög hlýjar og góðar móttökur hérna. Og það eru miklar væntingar til staðarins og fólk fagnar því að hér skuli vera heilsársstarf,“ segir Halldóra. „Já, Dalamenn hafa tekið vel á móti okkur,“ segir Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2017 lýsti Svavar Gestsson hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn til að treysta byggð í Dalasýslu. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Dalabyggð Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Dalabyggð heimsótt en skólahaldi lauk í Sælingsdal um síðustu aldamót. Síðan hafa hinar veglegu byggingar að Laugum fyrst og fremst nýst sem sumarhótel. Núna er orðin breyting á. „Hér undanfarin ár hefur bara verið opið þrjá mánuði á ári. En við viljum taka á móti ferðamönnum, gestum og gangandi, innlendum og erlendum, allan ársins hring,“ segir Halldóra Árnadóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Karli B. Örvarssyni, rekur núna Dalahótel að Laugum í samstarfi við Þorvald, bróður Halldóru, og eiginkonu hans, Kamillu Reynisdóttur. Frá Laugum í Sælingsdal. Þar lauk skólahaldi um síðustu aldamót.Egill Aðalsteinsson Þau tóku staðinn á kaupleigu frá Dalabyggð í fyrrahaust, byrjuðu á tiltekt og endurbótum en prófuðu samt að hafa hótelið opið inn í veturinn. „Við sáum það fljótt, og sjáum það bara í dag, að það er algjörlega grundvöllur fyrir því, bara eins og bókanir eru núna fram í desember,“ segir Karl. Þau ætla þó að hafa lokað í janúar og febrúar í vetur og nota tímann til innanhússframkvæmda. Setustofan á hótelinu í SælingsdalEgill Aðalsteinsson „Ástæðan fyrir því að við komum hingað er sú að við höfum tröllatrú á Vesturlandinu og Vestfjörðunum. Þeir eiga svo mikið inni,“ segir Karl. Boðið er upp á 22 herbergi með sérbaði en einnig 24 herbergi með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. En hverjir gista að Laugum að vetri? „Mest Íslendingar. Þetta er mikið hópar,“ svarar Karl. Sögusvið Dalanna segja þau trekkja að. „Hérna er náttúrlega Sturlunga, Laxdæla, Auður djúpúðga. Og svo höfum við bara út um gluggann dómkirkju álfanna, Tungustapa. Þannig að það er í rauninni saga við hvert fótmál,“ segir Halldóra. Tjaldsvæði er rekið samhliða hótelinu.Egill Aðalsteinsson Það eru þó einkum útlendingarnir sem sækja í Guðrúnarlaug, sem opin er alla daga. Íslendingar kjósa fremur sundlaugina, en að vetri segjast þau hafa hana opna þrjá daga í viku og eru sveigjanleg þegar gesti ber að garði. „Svo eru náttúrlega líka gönguhópar og hjólreiðahópar. Þessir útivistarhópar koma líka til okkar og dvelja jafnvel í nokkra daga,“ segir Halldóra. Þau eru með 12 starfsmenn í vetur en þeir voru 24 mest í sumar og margir koma úr sveitinni. Þau segja Dalamenn gleðjast að sjá líf færast í byggingarnar að vetri. „Heldur betur. Það er ekki annað hægt að segja en að við höfum fengið mjög hlýjar og góðar móttökur hérna. Og það eru miklar væntingar til staðarins og fólk fagnar því að hér skuli vera heilsársstarf,“ segir Halldóra. „Já, Dalamenn hafa tekið vel á móti okkur,“ segir Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2017 lýsti Svavar Gestsson hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn til að treysta byggð í Dalasýslu. Hér má sjá þáttinn í heild sinni:
Dalabyggð Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10
Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54