Hafa tröllatrú á fjórðungnum og opna heilsárshótel í Sælingsdal Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2023 21:51 Hjónin Halldóra Árnadóttir og Karl B. Örvarsson reka Dalahótel að Laugum í Sælingsdal. Egill Aðalsteinsson Eftir meira en tveggja áratuga óvissu um framtíð skólabygginganna að Laugum í Sælingsdal er búið að opna þar heilsárshótel. Hótelhaldarar segjast hafa tröllatrú á ferðaþjónustu á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Í fréttum Stöðvar 2 var Dalabyggð heimsótt en skólahaldi lauk í Sælingsdal um síðustu aldamót. Síðan hafa hinar veglegu byggingar að Laugum fyrst og fremst nýst sem sumarhótel. Núna er orðin breyting á. „Hér undanfarin ár hefur bara verið opið þrjá mánuði á ári. En við viljum taka á móti ferðamönnum, gestum og gangandi, innlendum og erlendum, allan ársins hring,“ segir Halldóra Árnadóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Karli B. Örvarssyni, rekur núna Dalahótel að Laugum í samstarfi við Þorvald, bróður Halldóru, og eiginkonu hans, Kamillu Reynisdóttur. Frá Laugum í Sælingsdal. Þar lauk skólahaldi um síðustu aldamót.Egill Aðalsteinsson Þau tóku staðinn á kaupleigu frá Dalabyggð í fyrrahaust, byrjuðu á tiltekt og endurbótum en prófuðu samt að hafa hótelið opið inn í veturinn. „Við sáum það fljótt, og sjáum það bara í dag, að það er algjörlega grundvöllur fyrir því, bara eins og bókanir eru núna fram í desember,“ segir Karl. Þau ætla þó að hafa lokað í janúar og febrúar í vetur og nota tímann til innanhússframkvæmda. Setustofan á hótelinu í SælingsdalEgill Aðalsteinsson „Ástæðan fyrir því að við komum hingað er sú að við höfum tröllatrú á Vesturlandinu og Vestfjörðunum. Þeir eiga svo mikið inni,“ segir Karl. Boðið er upp á 22 herbergi með sérbaði en einnig 24 herbergi með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. En hverjir gista að Laugum að vetri? „Mest Íslendingar. Þetta er mikið hópar,“ svarar Karl. Sögusvið Dalanna segja þau trekkja að. „Hérna er náttúrlega Sturlunga, Laxdæla, Auður djúpúðga. Og svo höfum við bara út um gluggann dómkirkju álfanna, Tungustapa. Þannig að það er í rauninni saga við hvert fótmál,“ segir Halldóra. Tjaldsvæði er rekið samhliða hótelinu.Egill Aðalsteinsson Það eru þó einkum útlendingarnir sem sækja í Guðrúnarlaug, sem opin er alla daga. Íslendingar kjósa fremur sundlaugina, en að vetri segjast þau hafa hana opna þrjá daga í viku og eru sveigjanleg þegar gesti ber að garði. „Svo eru náttúrlega líka gönguhópar og hjólreiðahópar. Þessir útivistarhópar koma líka til okkar og dvelja jafnvel í nokkra daga,“ segir Halldóra. Þau eru með 12 starfsmenn í vetur en þeir voru 24 mest í sumar og margir koma úr sveitinni. Þau segja Dalamenn gleðjast að sjá líf færast í byggingarnar að vetri. „Heldur betur. Það er ekki annað hægt að segja en að við höfum fengið mjög hlýjar og góðar móttökur hérna. Og það eru miklar væntingar til staðarins og fólk fagnar því að hér skuli vera heilsársstarf,“ segir Halldóra. „Já, Dalamenn hafa tekið vel á móti okkur,“ segir Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2017 lýsti Svavar Gestsson hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn til að treysta byggð í Dalasýslu. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Dalabyggð Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Dalabyggð heimsótt en skólahaldi lauk í Sælingsdal um síðustu aldamót. Síðan hafa hinar veglegu byggingar að Laugum fyrst og fremst nýst sem sumarhótel. Núna er orðin breyting á. „Hér undanfarin ár hefur bara verið opið þrjá mánuði á ári. En við viljum taka á móti ferðamönnum, gestum og gangandi, innlendum og erlendum, allan ársins hring,“ segir Halldóra Árnadóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Karli B. Örvarssyni, rekur núna Dalahótel að Laugum í samstarfi við Þorvald, bróður Halldóru, og eiginkonu hans, Kamillu Reynisdóttur. Frá Laugum í Sælingsdal. Þar lauk skólahaldi um síðustu aldamót.Egill Aðalsteinsson Þau tóku staðinn á kaupleigu frá Dalabyggð í fyrrahaust, byrjuðu á tiltekt og endurbótum en prófuðu samt að hafa hótelið opið inn í veturinn. „Við sáum það fljótt, og sjáum það bara í dag, að það er algjörlega grundvöllur fyrir því, bara eins og bókanir eru núna fram í desember,“ segir Karl. Þau ætla þó að hafa lokað í janúar og febrúar í vetur og nota tímann til innanhússframkvæmda. Setustofan á hótelinu í SælingsdalEgill Aðalsteinsson „Ástæðan fyrir því að við komum hingað er sú að við höfum tröllatrú á Vesturlandinu og Vestfjörðunum. Þeir eiga svo mikið inni,“ segir Karl. Boðið er upp á 22 herbergi með sérbaði en einnig 24 herbergi með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. En hverjir gista að Laugum að vetri? „Mest Íslendingar. Þetta er mikið hópar,“ svarar Karl. Sögusvið Dalanna segja þau trekkja að. „Hérna er náttúrlega Sturlunga, Laxdæla, Auður djúpúðga. Og svo höfum við bara út um gluggann dómkirkju álfanna, Tungustapa. Þannig að það er í rauninni saga við hvert fótmál,“ segir Halldóra. Tjaldsvæði er rekið samhliða hótelinu.Egill Aðalsteinsson Það eru þó einkum útlendingarnir sem sækja í Guðrúnarlaug, sem opin er alla daga. Íslendingar kjósa fremur sundlaugina, en að vetri segjast þau hafa hana opna þrjá daga í viku og eru sveigjanleg þegar gesti ber að garði. „Svo eru náttúrlega líka gönguhópar og hjólreiðahópar. Þessir útivistarhópar koma líka til okkar og dvelja jafnvel í nokkra daga,“ segir Halldóra. Þau eru með 12 starfsmenn í vetur en þeir voru 24 mest í sumar og margir koma úr sveitinni. Þau segja Dalamenn gleðjast að sjá líf færast í byggingarnar að vetri. „Heldur betur. Það er ekki annað hægt að segja en að við höfum fengið mjög hlýjar og góðar móttökur hérna. Og það eru miklar væntingar til staðarins og fólk fagnar því að hér skuli vera heilsársstarf,“ segir Halldóra. „Já, Dalamenn hafa tekið vel á móti okkur,“ segir Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2017 lýsti Svavar Gestsson hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn til að treysta byggð í Dalasýslu. Hér má sjá þáttinn í heild sinni:
Dalabyggð Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10
Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent