„Mbappé hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2023 14:01 Kylian Mbappé skoraði í 2-0 sigri Paris Saint-Germain á Borussia Dortmund í gær. getty/Johannes Simon Jóhannes Karl Guðjónsson og Aron Jóhannsson voru sammála um að Kylian Mbappé hefði grætt á því að fara í fýlu við Paris Saint-Germain. Eftir mikla störukeppni í sumar byrjaði Mbappé að spila aftur með PSG. Samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið og þá er búist við því að hann fari til Real Madrid. Mbappé kom PSG á bragðið með marki úr vítaspyrnu í 2-0 sigri á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. „Maður er orðinn frekar þreyttur á þessum völdum sem þessar stórstjörnur hafa umfram félögin. Það var alltaf þessi gamla, góða mýta að enginn væri stærri en félagið en þarna er greinilegt að Mbappé er mikið stærri en félagið,“ sagði Jóhannes Karl í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er ótrúlegt. Hvert einasta ár ætlar PSG að vinna Meistaradeildina og eru alltaf að fá nýja og nýja stjóra til að gera það. Allir vita að ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að vera með sterka liðsheild. Þú getur ekki leyft leikmanni eins og Mbappé stýra og stjórna öllu eins og þetta lítur út. Vonandi einbeitir hann sér meira á fótboltann og reyna að hætta að tala alltaf um að hann sé að fara eða ekki fara. Maður er orðinn frekar þreyttur á þessu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Mbappé PSG gerði miklar breytingar á liði sínu í sumar og fékk alls ellefu nýja leikmenn, þar á meðal besta vin Mbappés, Ousmane Dembélé. Lionel Messi og Neymar eru hins vegar horfnir á braut. „Núna eru þeir ekki þremur mönnum færri þegar þeir eru með boltann þótt Mbappé fái frjálsa rullu þarna. Hann fær að gera það sem hann vill. Ef við tölum aftur um að hann sé búinn að fá þessi völd; hann fékk í raun allt sem hann vildi. Hann fór í fýlu, Messi og Neymar fóru, hann fékk inn vini sína og einhverja PlayStation félaga sína, sem eru reyndar mjög góðir í fótbolta, en fékk allt sem hann vildi. Hann hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi,“ sagði Aron. Mbappé hefur verið frá PSG frá 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 220 mörk í 265 leikjum. Umræðuna um Mbappé úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira
Eftir mikla störukeppni í sumar byrjaði Mbappé að spila aftur með PSG. Samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið og þá er búist við því að hann fari til Real Madrid. Mbappé kom PSG á bragðið með marki úr vítaspyrnu í 2-0 sigri á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. „Maður er orðinn frekar þreyttur á þessum völdum sem þessar stórstjörnur hafa umfram félögin. Það var alltaf þessi gamla, góða mýta að enginn væri stærri en félagið en þarna er greinilegt að Mbappé er mikið stærri en félagið,“ sagði Jóhannes Karl í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er ótrúlegt. Hvert einasta ár ætlar PSG að vinna Meistaradeildina og eru alltaf að fá nýja og nýja stjóra til að gera það. Allir vita að ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að vera með sterka liðsheild. Þú getur ekki leyft leikmanni eins og Mbappé stýra og stjórna öllu eins og þetta lítur út. Vonandi einbeitir hann sér meira á fótboltann og reyna að hætta að tala alltaf um að hann sé að fara eða ekki fara. Maður er orðinn frekar þreyttur á þessu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Mbappé PSG gerði miklar breytingar á liði sínu í sumar og fékk alls ellefu nýja leikmenn, þar á meðal besta vin Mbappés, Ousmane Dembélé. Lionel Messi og Neymar eru hins vegar horfnir á braut. „Núna eru þeir ekki þremur mönnum færri þegar þeir eru með boltann þótt Mbappé fái frjálsa rullu þarna. Hann fær að gera það sem hann vill. Ef við tölum aftur um að hann sé búinn að fá þessi völd; hann fékk í raun allt sem hann vildi. Hann fór í fýlu, Messi og Neymar fóru, hann fékk inn vini sína og einhverja PlayStation félaga sína, sem eru reyndar mjög góðir í fótbolta, en fékk allt sem hann vildi. Hann hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi,“ sagði Aron. Mbappé hefur verið frá PSG frá 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 220 mörk í 265 leikjum. Umræðuna um Mbappé úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira