„Mbappé hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2023 14:01 Kylian Mbappé skoraði í 2-0 sigri Paris Saint-Germain á Borussia Dortmund í gær. getty/Johannes Simon Jóhannes Karl Guðjónsson og Aron Jóhannsson voru sammála um að Kylian Mbappé hefði grætt á því að fara í fýlu við Paris Saint-Germain. Eftir mikla störukeppni í sumar byrjaði Mbappé að spila aftur með PSG. Samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið og þá er búist við því að hann fari til Real Madrid. Mbappé kom PSG á bragðið með marki úr vítaspyrnu í 2-0 sigri á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. „Maður er orðinn frekar þreyttur á þessum völdum sem þessar stórstjörnur hafa umfram félögin. Það var alltaf þessi gamla, góða mýta að enginn væri stærri en félagið en þarna er greinilegt að Mbappé er mikið stærri en félagið,“ sagði Jóhannes Karl í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er ótrúlegt. Hvert einasta ár ætlar PSG að vinna Meistaradeildina og eru alltaf að fá nýja og nýja stjóra til að gera það. Allir vita að ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að vera með sterka liðsheild. Þú getur ekki leyft leikmanni eins og Mbappé stýra og stjórna öllu eins og þetta lítur út. Vonandi einbeitir hann sér meira á fótboltann og reyna að hætta að tala alltaf um að hann sé að fara eða ekki fara. Maður er orðinn frekar þreyttur á þessu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Mbappé PSG gerði miklar breytingar á liði sínu í sumar og fékk alls ellefu nýja leikmenn, þar á meðal besta vin Mbappés, Ousmane Dembélé. Lionel Messi og Neymar eru hins vegar horfnir á braut. „Núna eru þeir ekki þremur mönnum færri þegar þeir eru með boltann þótt Mbappé fái frjálsa rullu þarna. Hann fær að gera það sem hann vill. Ef við tölum aftur um að hann sé búinn að fá þessi völd; hann fékk í raun allt sem hann vildi. Hann fór í fýlu, Messi og Neymar fóru, hann fékk inn vini sína og einhverja PlayStation félaga sína, sem eru reyndar mjög góðir í fótbolta, en fékk allt sem hann vildi. Hann hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi,“ sagði Aron. Mbappé hefur verið frá PSG frá 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 220 mörk í 265 leikjum. Umræðuna um Mbappé úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Eftir mikla störukeppni í sumar byrjaði Mbappé að spila aftur með PSG. Samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið og þá er búist við því að hann fari til Real Madrid. Mbappé kom PSG á bragðið með marki úr vítaspyrnu í 2-0 sigri á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. „Maður er orðinn frekar þreyttur á þessum völdum sem þessar stórstjörnur hafa umfram félögin. Það var alltaf þessi gamla, góða mýta að enginn væri stærri en félagið en þarna er greinilegt að Mbappé er mikið stærri en félagið,“ sagði Jóhannes Karl í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er ótrúlegt. Hvert einasta ár ætlar PSG að vinna Meistaradeildina og eru alltaf að fá nýja og nýja stjóra til að gera það. Allir vita að ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að vera með sterka liðsheild. Þú getur ekki leyft leikmanni eins og Mbappé stýra og stjórna öllu eins og þetta lítur út. Vonandi einbeitir hann sér meira á fótboltann og reyna að hætta að tala alltaf um að hann sé að fara eða ekki fara. Maður er orðinn frekar þreyttur á þessu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Mbappé PSG gerði miklar breytingar á liði sínu í sumar og fékk alls ellefu nýja leikmenn, þar á meðal besta vin Mbappés, Ousmane Dembélé. Lionel Messi og Neymar eru hins vegar horfnir á braut. „Núna eru þeir ekki þremur mönnum færri þegar þeir eru með boltann þótt Mbappé fái frjálsa rullu þarna. Hann fær að gera það sem hann vill. Ef við tölum aftur um að hann sé búinn að fá þessi völd; hann fékk í raun allt sem hann vildi. Hann fór í fýlu, Messi og Neymar fóru, hann fékk inn vini sína og einhverja PlayStation félaga sína, sem eru reyndar mjög góðir í fótbolta, en fékk allt sem hann vildi. Hann hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi,“ sagði Aron. Mbappé hefur verið frá PSG frá 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 220 mörk í 265 leikjum. Umræðuna um Mbappé úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira