Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2023 10:38 Kristján Loftsson sagðist í viðtali við fréttastofu í gær ætla að sækja um áframhaldandi heimild til hvalveiða þegar núgildandi heimild rennur út um áramótin. Vísir/Vilhelm Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. Vika er liðin síðan Matvælastofnun setti annað af tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. í straff vegna þess að um hálftíma hafði tekið að aflífa fyrsta hval vertíðarinnar þann 7. september. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hefur sagt að óhapp hafi orðið til þess að ekki var unnt að skjóta hvalinn í annað skipti fyrr en að þeim tíma liðnum. Í tilkynningu frá Matvælastofnun síðdegis í gær kom fram að Hvalur 8 mætti halda aftur til veiða að uppfylltum tveimur skilyrðum. Annars vegar að skotæfing færi fram á sjó þar sem sýnt yrði fram á hæfni skyttu og hins vegar uppfærsla á verklagsreglum miðað við athugasemdir Fiskistofu og Matvælastofnunar. Kristján Loftsson sagði í stuttu samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að því að uppfylla þessar kröfur. Hann vonist til þess að það takist í dag. Hann segir veður ágætt til veiða og Hvalur 9 hafi lagt úr höfn seinni partinn í gær. Á tíunda tímanum í morgun var ekki búið að veiða langreyði. Hann segir veðrið líta ágætlega út fram að helgi en svo sé aftur bræla í kortunum. Kristján sagði í viðtali við fréttastofu í gær lítið eftir af vertíðinni. Aðeins náist að veiða brot af kvótanum sem telur 160 dýr. Viðtalið má sjá í heild að neðan. Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Vika er liðin síðan Matvælastofnun setti annað af tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. í straff vegna þess að um hálftíma hafði tekið að aflífa fyrsta hval vertíðarinnar þann 7. september. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hefur sagt að óhapp hafi orðið til þess að ekki var unnt að skjóta hvalinn í annað skipti fyrr en að þeim tíma liðnum. Í tilkynningu frá Matvælastofnun síðdegis í gær kom fram að Hvalur 8 mætti halda aftur til veiða að uppfylltum tveimur skilyrðum. Annars vegar að skotæfing færi fram á sjó þar sem sýnt yrði fram á hæfni skyttu og hins vegar uppfærsla á verklagsreglum miðað við athugasemdir Fiskistofu og Matvælastofnunar. Kristján Loftsson sagði í stuttu samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að því að uppfylla þessar kröfur. Hann vonist til þess að það takist í dag. Hann segir veður ágætt til veiða og Hvalur 9 hafi lagt úr höfn seinni partinn í gær. Á tíunda tímanum í morgun var ekki búið að veiða langreyði. Hann segir veðrið líta ágætlega út fram að helgi en svo sé aftur bræla í kortunum. Kristján sagði í viðtali við fréttastofu í gær lítið eftir af vertíðinni. Aðeins náist að veiða brot af kvótanum sem telur 160 dýr. Viðtalið má sjá í heild að neðan.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02