Krónan á Granda opnuð á ný í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2023 12:36 Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda og Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar í hinni endurbættu verslun. Krónan opnar dyrnar á ný á Granda klukkan 15 í dag eftir fjögurra vikna framkvæmdir. Tveir veitingastaðir munu bjóða upp á rétti sína í versluninni til viðbótar við þrjá sem þar eru þegar til staðar. Forsvarsmenn verslunarinnar segjast gríðarlega ánægð með breytingarnar. „Krónan á Granda opnaði fyrir 16 árum síðan og er ein af okkar stærstu verslunum. Við erum svo heppin að eiga frábæran kjarnahóp af viðskiptavinum á Grandanum sem mörg hver hafa fylgt okkur alveg frá upphafi. Með þessum viðamiklu breytingum lögðum við sérstaka áherslu á að gefa ferskleikanum enn meira rými með stórri og glæsilegri ávaxta- og grænmetisdeild,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar í tilkynningu. „Sem endranær vildum við tryggja gott aðgengi og jákvæða upplifun viðskiptavina með breiðum göngum, þægilegri lýsingu og góðu flæði í gegnum verslunina. Einnig höfum við svarað ákalli viðskiptavina um meira úrval af tilbúnum réttum en nú geta þeir meðal annars nælt sér í rétti frá Tokyo Sushi, WokOn og Rotissiere. Tveir staðir munu síðan bætast við flóruna síðar á þessu ári sem verður spennandi að segja frá þegar nær dregur.“ Fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými „Við erum gríðarlega ánægð með endurbæturnar á versluninni og hlökkum til að hitta viðskiptavini okkar á ný. Við vonum að Krónuvinir taki vel í nýtt og ferskara útlit þar sem markmiðið er ávallt að auðvelda þeim lífið og að það sé gott að versla í Krónunni,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Einnig er fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými á Grandanum en þar er nú að finna afhendingarstöð Snjallverslunar þar sem viðskiptavinir geta verslað vörur á heimasíðu eða í appi Krónunnar og sótt pöntunina í verslun. Þá eru umhverfisvænar lausnir í fyrirrúmi með innleiðingu á nýjum tækjabúnaði innan verslunar en Krónan vinnur meðal annars gagngert að því að uppfæra öll kælikerfi verslana sinna úr freoni í CO2. Í tilefni opnunarinnar mun Krónan vera með tilboð á völdum vörum, dagana 21. til 24. september í verslun Krónunnar á Granda. Auk þess munu viðskiptavinir sem notast við Skannað og skundað í appi Krónunnar, fá 5 prósent afslátt af öllum vörum alla opnunarhelgina. Reykjavík Verslun Matvöruverslun Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Sjá meira
„Krónan á Granda opnaði fyrir 16 árum síðan og er ein af okkar stærstu verslunum. Við erum svo heppin að eiga frábæran kjarnahóp af viðskiptavinum á Grandanum sem mörg hver hafa fylgt okkur alveg frá upphafi. Með þessum viðamiklu breytingum lögðum við sérstaka áherslu á að gefa ferskleikanum enn meira rými með stórri og glæsilegri ávaxta- og grænmetisdeild,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar í tilkynningu. „Sem endranær vildum við tryggja gott aðgengi og jákvæða upplifun viðskiptavina með breiðum göngum, þægilegri lýsingu og góðu flæði í gegnum verslunina. Einnig höfum við svarað ákalli viðskiptavina um meira úrval af tilbúnum réttum en nú geta þeir meðal annars nælt sér í rétti frá Tokyo Sushi, WokOn og Rotissiere. Tveir staðir munu síðan bætast við flóruna síðar á þessu ári sem verður spennandi að segja frá þegar nær dregur.“ Fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými „Við erum gríðarlega ánægð með endurbæturnar á versluninni og hlökkum til að hitta viðskiptavini okkar á ný. Við vonum að Krónuvinir taki vel í nýtt og ferskara útlit þar sem markmiðið er ávallt að auðvelda þeim lífið og að það sé gott að versla í Krónunni,“ segir Alexander Kolesnyk, verslunarstjóri Krónunnar á Granda. Einnig er fjórðu afgreiðslulausn Krónunnar gefið aukið rými á Grandanum en þar er nú að finna afhendingarstöð Snjallverslunar þar sem viðskiptavinir geta verslað vörur á heimasíðu eða í appi Krónunnar og sótt pöntunina í verslun. Þá eru umhverfisvænar lausnir í fyrirrúmi með innleiðingu á nýjum tækjabúnaði innan verslunar en Krónan vinnur meðal annars gagngert að því að uppfæra öll kælikerfi verslana sinna úr freoni í CO2. Í tilefni opnunarinnar mun Krónan vera með tilboð á völdum vörum, dagana 21. til 24. september í verslun Krónunnar á Granda. Auk þess munu viðskiptavinir sem notast við Skannað og skundað í appi Krónunnar, fá 5 prósent afslátt af öllum vörum alla opnunarhelgina.
Reykjavík Verslun Matvöruverslun Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Sjá meira