Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í vörninni og hélt hreinu þegar Panathinaikos unnu 2-0 sigur gegn Villareal á heimavelli. Valgeir Lunddal lék sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni þegar Hacken heimsótti Bayer Leverkusen. Leiknum lauk með 4-0 sigri Leverkusen.
Rennes vann svo öruggan 3-0 sigur á M. Haifa, en þau lið eru með Panathinaikos og Villareal í F riðli.
Romelu Lukaku tryggði svo Roma sigur gegn Sheriff FC. Með þeim í G riðli eru svo Slavia Prague sem sigraði Servetta 0-2.
USG og Toulouse gerðu 1-1 jafntefli í E riðlinum en ásamt þeim eru þar Liverpool og LASK. Lesa má um þann leik hér fyrir neðan.