Sótti fjáröflunarráðstefnur með auðjöfrum Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2023 16:21 Hæstaréttardómarinnar Clarence Thomas hefur ítrekað verið bendlaður við bandaríska auðjöfra að undanförnu. Getty/Alex Wong Clarence Thomas, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, tók að minnsta kosti tvisvar sinnum þátt í fjáröflunarráðstefnum auðugra bandarískra íhaldsmanna. Ráðstefnurnar voru haldnar af Koch-bræðrunum en Thomas hefur aldrei sagt frá þessu á hagsmunaskrám, eins og öðrum umdeildum lúxusferðum og viðskiptaflækjum sem hann hefur átt í gegnum árin. Í frétt rannsóknarmiðilsins Pro Publica er haft eftir fólki sem starfaði við þessar samkomur að Thomas hafi verið fenginn til að mæta á ráðstefnurnar svo auðjöfrar væru líklegri til að sækja þær og til að gefa peninga í pólitíska sjóði bræðranna. Á ráðstefnunum snæddi Thomas með auðjöfrum sem veittu sjóðunum peninga. Pro Publica hefur á undanförnum mánuðum fjallað nokkrum sinnum um Thomas á undanförnum mánuðum. Miðillinn hefur varpað ljósi á að auðjöfurinn Harlan Crow greiddi fyrir hann lúxusferðir í gegnum árin, greiddi skólagjöld fyrir barn sem Thomas ól upp og keypti af honum fasteignir. Thomas hafði ekkert gefið upp um þetta í hagsmunaskráningu sína. Þá hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt frá því að forsvarsmaður íhaldssamtaka faldi tuga þúsund dala greiðslur til eiginkonu Thomas fyrir ráðgjafastörf. Sjá einnig: Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Það var í gegnum Harlan Crow sem Thomas kynntist Koch-bræðrunum. Koch-bræðurnir hétu Charles og David Koch en David lést árið 2019. Þeir hafa haft áhrif innan Repúblikanaflokksins og hafa haft gífurleg áhrif á stjórnmálin í Bandaríkjunum og bandarískt samfélag á undanförnum áratugum. Charles Koch er einn af auðugustu mönnum heims og safnar hann peningum frá öðrum auðjöfrum fyrir áhrifaveldið sem hann og bróðir hans byggðu. Koch-bræðurnir og ýmis samtök þeirra hafa í gegnum árin komið mörgum málum fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna og þar á meðal er mál sem tekið verður fyrir á þessu ári. Það mál snýr að því hvort alríkisstofnanir hafi völd til að setja reglur á bandarísk fyrirtæki á sviðum eins og umhverfisvernd, kjaramálum og neytendamálum. Þetta veldi bræðranna inniheldur pólitískar aðgerðanefndir, eða Super Pacs, og hagsmunasamtök og hefur það gengið undir nafninu Koch network. Bræðurnir áttu stóran hluta í uppgöngu tehreyfingarinnar svokölluðu innan Repúblikanaflokksins fyrir nokkrum árum og hafa þeir í gegnum árin barist fyrir því að fækka opinberum reglugerðum á fyrirtæki. Í síðustu kosningum varði Koch network rúmum 65 milljónum dala í að styðja frambjóðendur Repúblikanaflokksins á ýmsum sviðum. Árið 2021 safnaði Koch network minnst sjö hundruð milljónum dala í sjóði sína og vinna rúmlega þúsund manns fyrir samtökin og sjóðina sem mynda Koch network. Blaðamenn Pro Publica segir að mörg þessara samtaka og sjóða deili húsnæði í Arlington í Virgínu, starfsfólki og peningum. Veldi bræðranna og þeir sem hafa stutt þá vilja að Hæstiréttur snúi við áratuga gömlu fordæmi um að stofnanir hafi þetta vald. Thomas sjálfur var mótfallinn því að snúa fordæminu en hefur skipt um skoðun á undanförnum árum. Þetta mál verður tekið fyrir hæstarétt á næstunni. Fyrir tveimur árum fór annað mál frá Koch network fyrir hæstarétt. Það snerist um það hvort forsvarsmenn hagsmunasamtaka megi leyna því hverjir gefa þeim peninga. Thomas greiddi þá atkvæði með hinum dómurunum sem voru skipaðir í embætti af Repúblikönum og fór atkvæðagreiðslan 6-3. Kostar minnst hundrað þúsund dali Koch network heldur fjáröflunarráðstefnu í Kaliforníu á hverju ári. Þar koma auðugir menn saman, ræða mikilvægustu málin í huga þeirra og gefa peninga í sjóði Koch network. Til að fá að sækja ráðstefnu þarf að veita þessum sjóðum minnst hundrað þúsund dali á ári. Þeir sem gefa hærri upphæðir fá sérstaka meðferð en árið 2018 fengu þeir til að mynda að hitta Thomas. Vitað er að hann var einnig gestur á ráðstefnu sem haldin var fyrir árið 2010. Starfsmenn sem hafa unnið við þessar ráðstefnur segja mikla leynd hvíla á viðburðinum. Heilu hótelin séu leigð undir ráðstefnurnar og öll skjöl séu rifin að þegar ráðstefnurnar klárast. Ráða sér að mestu sjálfir Bandarískir hæstaréttardómarar ráða sér að mestu leyti sjálfir þegar kemur að hagsmunaárekstrum, öfugt við dómara á lægri stigum dómskerfis Bandaríkjanna. Þar þurfa dómarar að fylgja ströngum reglum sem ætlað er að koma í veg fyrir spillingu. Í yfirlýsingu til Pro Publica segir að Thomas hafi ekki komið að fjáröflun Koch network. Það sé ekkert óeðlilegt við að dómarar mæti á viðburði og haldi ræður eða kynni bækur. Fyrrverandi alríkisdómari, sem skipaður var af George W. Bush, segir það sláandi að Thomas hafi sótt þessar ráðstefnur með auðjöfrum. John E. Jones III segir að ef hann gert það, þá hefði hann strax fengið skilaboð um að ferðin yrði rannsökuð. „Það sem þið sjáið er hægur gangur að ósiðlegu framferði. Gerðu það ef þú kemst upp með það,“ sagði Jones. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Repúblikanar herða tökin í mikilvægum ríkjum Repúblikanar í Wisconsin og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vilja breyta því hvernig kosningum er stjórnað í ríkjunum. Bæði ríkin eru svokölluð sveifluríki og þykja því gífurlega mikilvæg þegar kemur að forsetakosningunum á næsta ári. 18. september 2023 11:54 Biden sagður undir þrýstingi að gera breytingar á Hæstarétti Joe Biden Bandaríkjaforseti er nú sagður sæta auknum þrýstingi innan Demókrataflokksins um að ráðast í breytingar á Hæstarétti. Forsetinn hefur hingað til neitað að taka það til skoðunar. 5. júlí 2023 08:37 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33 Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í frétt rannsóknarmiðilsins Pro Publica er haft eftir fólki sem starfaði við þessar samkomur að Thomas hafi verið fenginn til að mæta á ráðstefnurnar svo auðjöfrar væru líklegri til að sækja þær og til að gefa peninga í pólitíska sjóði bræðranna. Á ráðstefnunum snæddi Thomas með auðjöfrum sem veittu sjóðunum peninga. Pro Publica hefur á undanförnum mánuðum fjallað nokkrum sinnum um Thomas á undanförnum mánuðum. Miðillinn hefur varpað ljósi á að auðjöfurinn Harlan Crow greiddi fyrir hann lúxusferðir í gegnum árin, greiddi skólagjöld fyrir barn sem Thomas ól upp og keypti af honum fasteignir. Thomas hafði ekkert gefið upp um þetta í hagsmunaskráningu sína. Þá hafa fjölmiðlar vestanhafs sagt frá því að forsvarsmaður íhaldssamtaka faldi tuga þúsund dala greiðslur til eiginkonu Thomas fyrir ráðgjafastörf. Sjá einnig: Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Það var í gegnum Harlan Crow sem Thomas kynntist Koch-bræðrunum. Koch-bræðurnir hétu Charles og David Koch en David lést árið 2019. Þeir hafa haft áhrif innan Repúblikanaflokksins og hafa haft gífurleg áhrif á stjórnmálin í Bandaríkjunum og bandarískt samfélag á undanförnum áratugum. Charles Koch er einn af auðugustu mönnum heims og safnar hann peningum frá öðrum auðjöfrum fyrir áhrifaveldið sem hann og bróðir hans byggðu. Koch-bræðurnir og ýmis samtök þeirra hafa í gegnum árin komið mörgum málum fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna og þar á meðal er mál sem tekið verður fyrir á þessu ári. Það mál snýr að því hvort alríkisstofnanir hafi völd til að setja reglur á bandarísk fyrirtæki á sviðum eins og umhverfisvernd, kjaramálum og neytendamálum. Þetta veldi bræðranna inniheldur pólitískar aðgerðanefndir, eða Super Pacs, og hagsmunasamtök og hefur það gengið undir nafninu Koch network. Bræðurnir áttu stóran hluta í uppgöngu tehreyfingarinnar svokölluðu innan Repúblikanaflokksins fyrir nokkrum árum og hafa þeir í gegnum árin barist fyrir því að fækka opinberum reglugerðum á fyrirtæki. Í síðustu kosningum varði Koch network rúmum 65 milljónum dala í að styðja frambjóðendur Repúblikanaflokksins á ýmsum sviðum. Árið 2021 safnaði Koch network minnst sjö hundruð milljónum dala í sjóði sína og vinna rúmlega þúsund manns fyrir samtökin og sjóðina sem mynda Koch network. Blaðamenn Pro Publica segir að mörg þessara samtaka og sjóða deili húsnæði í Arlington í Virgínu, starfsfólki og peningum. Veldi bræðranna og þeir sem hafa stutt þá vilja að Hæstiréttur snúi við áratuga gömlu fordæmi um að stofnanir hafi þetta vald. Thomas sjálfur var mótfallinn því að snúa fordæminu en hefur skipt um skoðun á undanförnum árum. Þetta mál verður tekið fyrir hæstarétt á næstunni. Fyrir tveimur árum fór annað mál frá Koch network fyrir hæstarétt. Það snerist um það hvort forsvarsmenn hagsmunasamtaka megi leyna því hverjir gefa þeim peninga. Thomas greiddi þá atkvæði með hinum dómurunum sem voru skipaðir í embætti af Repúblikönum og fór atkvæðagreiðslan 6-3. Kostar minnst hundrað þúsund dali Koch network heldur fjáröflunarráðstefnu í Kaliforníu á hverju ári. Þar koma auðugir menn saman, ræða mikilvægustu málin í huga þeirra og gefa peninga í sjóði Koch network. Til að fá að sækja ráðstefnu þarf að veita þessum sjóðum minnst hundrað þúsund dali á ári. Þeir sem gefa hærri upphæðir fá sérstaka meðferð en árið 2018 fengu þeir til að mynda að hitta Thomas. Vitað er að hann var einnig gestur á ráðstefnu sem haldin var fyrir árið 2010. Starfsmenn sem hafa unnið við þessar ráðstefnur segja mikla leynd hvíla á viðburðinum. Heilu hótelin séu leigð undir ráðstefnurnar og öll skjöl séu rifin að þegar ráðstefnurnar klárast. Ráða sér að mestu sjálfir Bandarískir hæstaréttardómarar ráða sér að mestu leyti sjálfir þegar kemur að hagsmunaárekstrum, öfugt við dómara á lægri stigum dómskerfis Bandaríkjanna. Þar þurfa dómarar að fylgja ströngum reglum sem ætlað er að koma í veg fyrir spillingu. Í yfirlýsingu til Pro Publica segir að Thomas hafi ekki komið að fjáröflun Koch network. Það sé ekkert óeðlilegt við að dómarar mæti á viðburði og haldi ræður eða kynni bækur. Fyrrverandi alríkisdómari, sem skipaður var af George W. Bush, segir það sláandi að Thomas hafi sótt þessar ráðstefnur með auðjöfrum. John E. Jones III segir að ef hann gert það, þá hefði hann strax fengið skilaboð um að ferðin yrði rannsökuð. „Það sem þið sjáið er hægur gangur að ósiðlegu framferði. Gerðu það ef þú kemst upp með það,“ sagði Jones.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Repúblikanar herða tökin í mikilvægum ríkjum Repúblikanar í Wisconsin og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vilja breyta því hvernig kosningum er stjórnað í ríkjunum. Bæði ríkin eru svokölluð sveifluríki og þykja því gífurlega mikilvæg þegar kemur að forsetakosningunum á næsta ári. 18. september 2023 11:54 Biden sagður undir þrýstingi að gera breytingar á Hæstarétti Joe Biden Bandaríkjaforseti er nú sagður sæta auknum þrýstingi innan Demókrataflokksins um að ráðast í breytingar á Hæstarétti. Forsetinn hefur hingað til neitað að taka það til skoðunar. 5. júlí 2023 08:37 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33 Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Repúblikanar herða tökin í mikilvægum ríkjum Repúblikanar í Wisconsin og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vilja breyta því hvernig kosningum er stjórnað í ríkjunum. Bæði ríkin eru svokölluð sveifluríki og þykja því gífurlega mikilvæg þegar kemur að forsetakosningunum á næsta ári. 18. september 2023 11:54
Biden sagður undir þrýstingi að gera breytingar á Hæstarétti Joe Biden Bandaríkjaforseti er nú sagður sæta auknum þrýstingi innan Demókrataflokksins um að ráðast í breytingar á Hæstarétti. Forsetinn hefur hingað til neitað að taka það til skoðunar. 5. júlí 2023 08:37
Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27
Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33
Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45
Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04
Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10