„Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. september 2023 23:15 Kristín segir tíðindi dagsins afar ánægjuleg fyrir starfsfólk sýslumannsembættanna um land allt. Vísir/Ívar Dómsmálaráðherra tilkynnti í dag að hún myndi ekki leggja fram frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna á þessu þingi við mikinn fögnuð viðstaddra. Formaður sýslumannaráðs segir ákvörðun ráðherra mikið gleðiefni. Formaður sýslumannaráðs, Kristín Þórðardóttir segir ákvörðun dómsmálaráðherra viðurkenningu á þeirri vegferð sem sýslumannsembættin hafa verið á síðustu misseri, sérstaklega í innleiðingu stafrænnar þjónustu. Fagnaðarlætin má sjá í klippunni að neðan. „Þetta eru virkilega góðar fréttir fyrir sýslumenn, og starfsfólk embættanna. Þetta er líka mikil viðurkenning á þeirri vegferð sem við höfum verið í síðustu ár og þeim árangri sem við höfum náð í aukningu á stafrænni þjónustu. Það er ánægjulegt að sjá hverjar áherslu ráðherra eru í málefnum sýslumanna. Við erum almennt viðurkennd sem leiðandi í stafrænni opinberri þjónustu og ætlum að fara enn lengra í þeirri vegferð,“ segir Kristín og að þá eigi ekki að skipta máli hvort fólk sé að mæta á staðinn eða sækja þjónustuna á netinu. Dómsmálaráðherra tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið og fer betur yfir það í samráði við sýslumannsembættin. Með það að markmiði að auka enn meir stafræna þjónustu, samræma hana og tryggja sambærilegt aðgengi um land allt. Stefnan er að landið sé allt eitt þjónustusvæði og umdæmismörkin þannig afmáð. Formaður sýslumannaráðs segir það lykilatriði í verkefninu. „Það er grundvallarmunur á því að sameina embættin í eitt embætti eða að má út umdæmamörkin. Við erum að tala um að má út þessi þjónustusvæði þannig þjónustan sé óháð staðsetningu. Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin. Ef þú sækir um stafrænt eða á næstu starfsstöð. Þú gerir það í Kópavogi en verkefnið er unnið á Höfn í Hornafirði,“ segir Kristín og fagnar þeirri þróun að horft sé á embættin sem þjónustuembætti og að umdæmamörkin ráði ekki sé grundvallaratriði í málinu. Guðrún tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið en heldur endurskipulagningu áfram. Vísir/Ívar Kristín er sýslumaður á Suðurlandi og segir hennar embætti hafa tekið stóran þátt í því að innleiða stafræna þjónustu. Það sé mikið að gera um þessar mundir en að í framtíðinni sjái hún fram á að aukin stafræn þjónustu veiti þeim meira svigrúm til að bæta við sig fleiri verkefnum. „Ég hef alla trú á því að sýslumannsembættin hafi alla burði til að verða þjónustumiðja ríkisins í héraði áður en langt um líður.“ Kristín segir frumvarp Jóns Gunnarssonar hafa verið frekar neikvætt innlegg í vinnu sýslumanna. „Þetta var frekar neikvætt innlegg í umræðuna og kannski helst var þetta neikvætt fyrir það starfsfólk sem hafði lagt mikið af mörkum við að innleiða stafræna þjónustu. Þessi tíðndi dagdsins eru virkilega jákvæð og ég er viss um að þu munu efla okkur mikinn baráttuhug brjóst og til allra dáða í þessum efnum.“ Innheimta meðlags til sýslumanns Eitt af þeim verkefnum sem nú er verið að vinna að því að flytja til sýslumannsembættisins á Norðurlandi vestra er verkefni innheimtustofnunar sveitarfélaga. Þar er dæmi um verkefni sem verður þjónustað á landsbyggð en gagnast öllu landinu. Birna Ágústsdóttir, sýslumaður á Norðurlandi vestra, segir starfsfólk á fullu að innleiða verkefnið en gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi um áramót. „Við erum núna á undirbúningstíma og það eru allir á hlaupum að koma því við að ekki verði rof á þjónustu,“ segir hún og að breytingin leggist vel í hana. Birna er spennt að taka við nýju verkefni frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Vísir/Ívar Hún segir stærstu breytinguna við tilfærslu verkefnisins að innheimta meðlaga fer frá sveitarfélögum og til ríkis. „Breytingin gagnvart einstaklingum verður ekki mikil. Það er annar aðili sem annast innheimtuna en innheimtuaðferðirnar og lagaumgjörðin verður sá sami.“ Hún segir verkefnið eiga mikla samlegð við önnur verkefni embættisins en það fer með innheimtu sekta og sakarkostnaðar á landsvísu. „Það bætist því við það verkefni og við erum mjög spennt að taka við þessu stóra verkefni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Formaður sýslumannaráðs, Kristín Þórðardóttir segir ákvörðun dómsmálaráðherra viðurkenningu á þeirri vegferð sem sýslumannsembættin hafa verið á síðustu misseri, sérstaklega í innleiðingu stafrænnar þjónustu. Fagnaðarlætin má sjá í klippunni að neðan. „Þetta eru virkilega góðar fréttir fyrir sýslumenn, og starfsfólk embættanna. Þetta er líka mikil viðurkenning á þeirri vegferð sem við höfum verið í síðustu ár og þeim árangri sem við höfum náð í aukningu á stafrænni þjónustu. Það er ánægjulegt að sjá hverjar áherslu ráðherra eru í málefnum sýslumanna. Við erum almennt viðurkennd sem leiðandi í stafrænni opinberri þjónustu og ætlum að fara enn lengra í þeirri vegferð,“ segir Kristín og að þá eigi ekki að skipta máli hvort fólk sé að mæta á staðinn eða sækja þjónustuna á netinu. Dómsmálaráðherra tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið og fer betur yfir það í samráði við sýslumannsembættin. Með það að markmiði að auka enn meir stafræna þjónustu, samræma hana og tryggja sambærilegt aðgengi um land allt. Stefnan er að landið sé allt eitt þjónustusvæði og umdæmismörkin þannig afmáð. Formaður sýslumannaráðs segir það lykilatriði í verkefninu. „Það er grundvallarmunur á því að sameina embættin í eitt embætti eða að má út umdæmamörkin. Við erum að tala um að má út þessi þjónustusvæði þannig þjónustan sé óháð staðsetningu. Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin. Ef þú sækir um stafrænt eða á næstu starfsstöð. Þú gerir það í Kópavogi en verkefnið er unnið á Höfn í Hornafirði,“ segir Kristín og fagnar þeirri þróun að horft sé á embættin sem þjónustuembætti og að umdæmamörkin ráði ekki sé grundvallaratriði í málinu. Guðrún tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið en heldur endurskipulagningu áfram. Vísir/Ívar Kristín er sýslumaður á Suðurlandi og segir hennar embætti hafa tekið stóran þátt í því að innleiða stafræna þjónustu. Það sé mikið að gera um þessar mundir en að í framtíðinni sjái hún fram á að aukin stafræn þjónustu veiti þeim meira svigrúm til að bæta við sig fleiri verkefnum. „Ég hef alla trú á því að sýslumannsembættin hafi alla burði til að verða þjónustumiðja ríkisins í héraði áður en langt um líður.“ Kristín segir frumvarp Jóns Gunnarssonar hafa verið frekar neikvætt innlegg í vinnu sýslumanna. „Þetta var frekar neikvætt innlegg í umræðuna og kannski helst var þetta neikvætt fyrir það starfsfólk sem hafði lagt mikið af mörkum við að innleiða stafræna þjónustu. Þessi tíðndi dagdsins eru virkilega jákvæð og ég er viss um að þu munu efla okkur mikinn baráttuhug brjóst og til allra dáða í þessum efnum.“ Innheimta meðlags til sýslumanns Eitt af þeim verkefnum sem nú er verið að vinna að því að flytja til sýslumannsembættisins á Norðurlandi vestra er verkefni innheimtustofnunar sveitarfélaga. Þar er dæmi um verkefni sem verður þjónustað á landsbyggð en gagnast öllu landinu. Birna Ágústsdóttir, sýslumaður á Norðurlandi vestra, segir starfsfólk á fullu að innleiða verkefnið en gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi um áramót. „Við erum núna á undirbúningstíma og það eru allir á hlaupum að koma því við að ekki verði rof á þjónustu,“ segir hún og að breytingin leggist vel í hana. Birna er spennt að taka við nýju verkefni frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Vísir/Ívar Hún segir stærstu breytinguna við tilfærslu verkefnisins að innheimta meðlaga fer frá sveitarfélögum og til ríkis. „Breytingin gagnvart einstaklingum verður ekki mikil. Það er annar aðili sem annast innheimtuna en innheimtuaðferðirnar og lagaumgjörðin verður sá sami.“ Hún segir verkefnið eiga mikla samlegð við önnur verkefni embættisins en það fer með innheimtu sekta og sakarkostnaðar á landsvísu. „Það bætist því við það verkefni og við erum mjög spennt að taka við þessu stóra verkefni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira