Úlfur Arnar: Veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. september 2023 18:27 Úlfur Arnar sést hér hægra megin. mynd/Fjölnir Fjölnir er úr leik í úrslitakeppni Lengjudeildar karla eftir jafntefli gegn Vestra sem vann einvígið 2-1 samanlagt. Eftir að hafa byrjað leikinn og lent marki undir í fyrri hálfleik tókst Fjölnismönnum að jafna í byrjun seinni hálfleiks og voru orðnir manni fleiri aðeins fimmtán mínútum síðar. “Gríðarlegt svekkelsi að vera dottnir út, við ætluðum okkur upp úr þessari deild og vorum búnir að leggja gríðarlega vinnu í að ná þeim markmiðum en því miður náum við þeim ekki“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis strax að leik loknum. Fjölnir byrjaði leikinn á afturfótunum og gekk illa að spila boltanum á milli sínum í fyrri hálfleiknum. Þeir lentu svo marki undir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Þeim tókst þó að snúa gengi sínu við í seinni hálfleiknum. „Við vorum bara lélegir í fyrri hálfleik. Náðum ekki upp okkur spili og fáum á okkur klaufalegt mark. En mér fannst eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og það var svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Fjölnir jafnaði leikinn og Vestri missti mann af velli, gæfan var farin að snúast Fjölnismönnum í hag en þá lét Bjarni Þór Hafstein, leikmaður Fjölnis, reka sig útaf og jafnaði leikvöllinn á ný. „Því miður þá bara missir hann hausinn, "moment of madness", hann er manna svekktastur sjálfur að hafa gert það og þetta er náttúrulega mjög klaufalegt. Missum þetta þannig niður í 10 á móti 10 og maður hugsar með sér, hefðum við verið manni fleiri í hálftíma, þá held ég nú að við myndum sigla þessu heim.“ Úlfur segist svekktur út í Bjarna eftir þetta en hefur enn sömu mætur á honum þrátt fyrir það. „Auðvitað er ég svekktur út í hann, en ég skil hann, ég var einu sinni ungur og ég hef gert fullt af mistökum. En maður þarf að læra af þessu og ég vona að aðrir læri af honum líka en Bjarni er búinn að vaxa gríðarlega hjá okkur og ég er mjög stoltur af honum. Ég elska hann alveg jafn mikið og ég elskaði hann í gær.“ Í stöðunni 10 á móti 10 tókst Fjölnismönnum illa að brjóta sig í gegnum þéttan varnarmúr Vestra. „Sköpum kannski ekkert beint en við erum alveg að fá skalla inni í teig og Hákon á skot, Júlli á skot sem fer framhjá, Axel á skot í hliðarnetið. Mér fannst við vera inn í þessu alveg þangað til síðustu svona 3-4 mínúturnar, þá fer svolítið að fjara undan þessu. En hefðum við náð að jafna þetta hefðum við alltaf klárað þetta í framlengingu.“ Úlfur segir að lokum bjarta tíma vera framundan hjá Fjölni. Liðið búi yfir góðum mannauði og hann er spenntur fyrir því að fínpússa hlutina og gera aðra atlögu á næsta tímabili. „Það sem maður getur verið bjartsýnn yfir er að mér finnst ungu strákarnir okkar búnir að vaxa gríðarlega. Við erum spenntir að sjá ungu strákana næsta vetur og leikmennirnir sem við höfum sótt eru á besta aldri. Við mætum bara tvíefldir til leiks, ég veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil og þessi vetur fer bara áfram í að fínpússa. Það er enginn vafi að eftir eitt ár verður þetta viðtal mun skemmtilegra“ sagði hann að lokum. Lengjudeild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 24. september 2023 17:50 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
“Gríðarlegt svekkelsi að vera dottnir út, við ætluðum okkur upp úr þessari deild og vorum búnir að leggja gríðarlega vinnu í að ná þeim markmiðum en því miður náum við þeim ekki“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis strax að leik loknum. Fjölnir byrjaði leikinn á afturfótunum og gekk illa að spila boltanum á milli sínum í fyrri hálfleiknum. Þeir lentu svo marki undir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Þeim tókst þó að snúa gengi sínu við í seinni hálfleiknum. „Við vorum bara lélegir í fyrri hálfleik. Náðum ekki upp okkur spili og fáum á okkur klaufalegt mark. En mér fannst eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og það var svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Fjölnir jafnaði leikinn og Vestri missti mann af velli, gæfan var farin að snúast Fjölnismönnum í hag en þá lét Bjarni Þór Hafstein, leikmaður Fjölnis, reka sig útaf og jafnaði leikvöllinn á ný. „Því miður þá bara missir hann hausinn, "moment of madness", hann er manna svekktastur sjálfur að hafa gert það og þetta er náttúrulega mjög klaufalegt. Missum þetta þannig niður í 10 á móti 10 og maður hugsar með sér, hefðum við verið manni fleiri í hálftíma, þá held ég nú að við myndum sigla þessu heim.“ Úlfur segist svekktur út í Bjarna eftir þetta en hefur enn sömu mætur á honum þrátt fyrir það. „Auðvitað er ég svekktur út í hann, en ég skil hann, ég var einu sinni ungur og ég hef gert fullt af mistökum. En maður þarf að læra af þessu og ég vona að aðrir læri af honum líka en Bjarni er búinn að vaxa gríðarlega hjá okkur og ég er mjög stoltur af honum. Ég elska hann alveg jafn mikið og ég elskaði hann í gær.“ Í stöðunni 10 á móti 10 tókst Fjölnismönnum illa að brjóta sig í gegnum þéttan varnarmúr Vestra. „Sköpum kannski ekkert beint en við erum alveg að fá skalla inni í teig og Hákon á skot, Júlli á skot sem fer framhjá, Axel á skot í hliðarnetið. Mér fannst við vera inn í þessu alveg þangað til síðustu svona 3-4 mínúturnar, þá fer svolítið að fjara undan þessu. En hefðum við náð að jafna þetta hefðum við alltaf klárað þetta í framlengingu.“ Úlfur segir að lokum bjarta tíma vera framundan hjá Fjölni. Liðið búi yfir góðum mannauði og hann er spenntur fyrir því að fínpússa hlutina og gera aðra atlögu á næsta tímabili. „Það sem maður getur verið bjartsýnn yfir er að mér finnst ungu strákarnir okkar búnir að vaxa gríðarlega. Við erum spenntir að sjá ungu strákana næsta vetur og leikmennirnir sem við höfum sótt eru á besta aldri. Við mætum bara tvíefldir til leiks, ég veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil og þessi vetur fer bara áfram í að fínpússa. Það er enginn vafi að eftir eitt ár verður þetta viðtal mun skemmtilegra“ sagði hann að lokum.
Lengjudeild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12 Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 24. september 2023 17:50 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. 24. september 2023 16:12
Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 24. september 2023 17:50