„Síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar látinn eftir langvarandi veikindi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2023 07:12 Lögregluyfirvöld höfðu leitað Matteo Messina Denaro í 30 ár þegar hann var handtekinn í janúar síðastliðnum. Getty/Carabinieri Matteo Messina Denaro, „síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar, er látinn eftir langvarandi veikindi. Frá þessu er greint í ítölskum miðlum. Denaro er sagður hafa borið ábyrgð á nokkrum af ógeðfelldustu glæpum Cosa Nostra. Pierluigi Biondi, borgarstjóri L'Aquila, staðfesti að Denaro hefði látist á sjúkrahúsi eftir að veikindi hans hefðu versnað. Hann sagði að andlát hans markaði endalok „sögu ofbeldis og blóðbaðs“. Mafíósinn hefði aldrei iðrast og glæpaferill hans hefði verið sársaukafullur kafli í sögu þjóðarinnar. Denaro hafði verið á flótta undan lögregluyfirvöldum frá 1993 þegar hann var handtekinn á einkastofu í Palermo í janúar síðastliðnum, þar sem hann hafði gengist undir krabbameinsmeðferð sem Andrea Bonafede. Honum var haldið í öryggisfangelsi í L'Aquila en lagður inn á San Salvatore-sjúkrahúsið í ágúst eftir að heilsu hans hrakaði. Hann er sagður hafa verið í dái yfir helgina. Denaro fæddist á Sikiley árið 1962 og er sagður hafa blómstrað í „fjölskyldubransanum“. Ólögmæt umsvif hans náðu meðal annars til sorplosunar og vindorkuframleiðslu og er veldi Denaro sagt hafa verið metið á milljarða evra. Árið 2002 var hann fundinn sekur um að hafa persónulega myrt og/eða fyrirskipað morð á tugum einstaklinga. „Ég fyllti kirkjugarð, einn og óstuddur,“ á mafíósinn að hafa sagt. Denaro var meðal annars þekktur fyrir að nást ekki á mynd og fjöldi manna sem taldir voru vera Denaro var handtekinn við leit að honum. Hann er sagður hafa birst og horfið aftur víða um heim á árunum sem hann fór huldu höfði og hafa verið í sambandi við samverkamenn sína með því að senda skilaboð á litlum bréfmiðum. „Ykkur tókst aðeins að handtaka mig vegna veikinda minna,“ sagði Denaro eftir að hann náðist. Hann er sagður taka mörg leyndarmál í gröfina, meðal annars um kringumstæður fjölda morða. Þar hafa meðal annars verið nefndar sprengjuárásirnar þar sem saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létu lífið. Ítalía Erlend sakamál Andlát Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Pierluigi Biondi, borgarstjóri L'Aquila, staðfesti að Denaro hefði látist á sjúkrahúsi eftir að veikindi hans hefðu versnað. Hann sagði að andlát hans markaði endalok „sögu ofbeldis og blóðbaðs“. Mafíósinn hefði aldrei iðrast og glæpaferill hans hefði verið sársaukafullur kafli í sögu þjóðarinnar. Denaro hafði verið á flótta undan lögregluyfirvöldum frá 1993 þegar hann var handtekinn á einkastofu í Palermo í janúar síðastliðnum, þar sem hann hafði gengist undir krabbameinsmeðferð sem Andrea Bonafede. Honum var haldið í öryggisfangelsi í L'Aquila en lagður inn á San Salvatore-sjúkrahúsið í ágúst eftir að heilsu hans hrakaði. Hann er sagður hafa verið í dái yfir helgina. Denaro fæddist á Sikiley árið 1962 og er sagður hafa blómstrað í „fjölskyldubransanum“. Ólögmæt umsvif hans náðu meðal annars til sorplosunar og vindorkuframleiðslu og er veldi Denaro sagt hafa verið metið á milljarða evra. Árið 2002 var hann fundinn sekur um að hafa persónulega myrt og/eða fyrirskipað morð á tugum einstaklinga. „Ég fyllti kirkjugarð, einn og óstuddur,“ á mafíósinn að hafa sagt. Denaro var meðal annars þekktur fyrir að nást ekki á mynd og fjöldi manna sem taldir voru vera Denaro var handtekinn við leit að honum. Hann er sagður hafa birst og horfið aftur víða um heim á árunum sem hann fór huldu höfði og hafa verið í sambandi við samverkamenn sína með því að senda skilaboð á litlum bréfmiðum. „Ykkur tókst aðeins að handtaka mig vegna veikinda minna,“ sagði Denaro eftir að hann náðist. Hann er sagður taka mörg leyndarmál í gröfina, meðal annars um kringumstæður fjölda morða. Þar hafa meðal annars verið nefndar sprengjuárásirnar þar sem saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létu lífið.
Ítalía Erlend sakamál Andlát Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent