„Síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar látinn eftir langvarandi veikindi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2023 07:12 Lögregluyfirvöld höfðu leitað Matteo Messina Denaro í 30 ár þegar hann var handtekinn í janúar síðastliðnum. Getty/Carabinieri Matteo Messina Denaro, „síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar, er látinn eftir langvarandi veikindi. Frá þessu er greint í ítölskum miðlum. Denaro er sagður hafa borið ábyrgð á nokkrum af ógeðfelldustu glæpum Cosa Nostra. Pierluigi Biondi, borgarstjóri L'Aquila, staðfesti að Denaro hefði látist á sjúkrahúsi eftir að veikindi hans hefðu versnað. Hann sagði að andlát hans markaði endalok „sögu ofbeldis og blóðbaðs“. Mafíósinn hefði aldrei iðrast og glæpaferill hans hefði verið sársaukafullur kafli í sögu þjóðarinnar. Denaro hafði verið á flótta undan lögregluyfirvöldum frá 1993 þegar hann var handtekinn á einkastofu í Palermo í janúar síðastliðnum, þar sem hann hafði gengist undir krabbameinsmeðferð sem Andrea Bonafede. Honum var haldið í öryggisfangelsi í L'Aquila en lagður inn á San Salvatore-sjúkrahúsið í ágúst eftir að heilsu hans hrakaði. Hann er sagður hafa verið í dái yfir helgina. Denaro fæddist á Sikiley árið 1962 og er sagður hafa blómstrað í „fjölskyldubransanum“. Ólögmæt umsvif hans náðu meðal annars til sorplosunar og vindorkuframleiðslu og er veldi Denaro sagt hafa verið metið á milljarða evra. Árið 2002 var hann fundinn sekur um að hafa persónulega myrt og/eða fyrirskipað morð á tugum einstaklinga. „Ég fyllti kirkjugarð, einn og óstuddur,“ á mafíósinn að hafa sagt. Denaro var meðal annars þekktur fyrir að nást ekki á mynd og fjöldi manna sem taldir voru vera Denaro var handtekinn við leit að honum. Hann er sagður hafa birst og horfið aftur víða um heim á árunum sem hann fór huldu höfði og hafa verið í sambandi við samverkamenn sína með því að senda skilaboð á litlum bréfmiðum. „Ykkur tókst aðeins að handtaka mig vegna veikinda minna,“ sagði Denaro eftir að hann náðist. Hann er sagður taka mörg leyndarmál í gröfina, meðal annars um kringumstæður fjölda morða. Þar hafa meðal annars verið nefndar sprengjuárásirnar þar sem saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létu lífið. Ítalía Erlend sakamál Andlát Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Pierluigi Biondi, borgarstjóri L'Aquila, staðfesti að Denaro hefði látist á sjúkrahúsi eftir að veikindi hans hefðu versnað. Hann sagði að andlát hans markaði endalok „sögu ofbeldis og blóðbaðs“. Mafíósinn hefði aldrei iðrast og glæpaferill hans hefði verið sársaukafullur kafli í sögu þjóðarinnar. Denaro hafði verið á flótta undan lögregluyfirvöldum frá 1993 þegar hann var handtekinn á einkastofu í Palermo í janúar síðastliðnum, þar sem hann hafði gengist undir krabbameinsmeðferð sem Andrea Bonafede. Honum var haldið í öryggisfangelsi í L'Aquila en lagður inn á San Salvatore-sjúkrahúsið í ágúst eftir að heilsu hans hrakaði. Hann er sagður hafa verið í dái yfir helgina. Denaro fæddist á Sikiley árið 1962 og er sagður hafa blómstrað í „fjölskyldubransanum“. Ólögmæt umsvif hans náðu meðal annars til sorplosunar og vindorkuframleiðslu og er veldi Denaro sagt hafa verið metið á milljarða evra. Árið 2002 var hann fundinn sekur um að hafa persónulega myrt og/eða fyrirskipað morð á tugum einstaklinga. „Ég fyllti kirkjugarð, einn og óstuddur,“ á mafíósinn að hafa sagt. Denaro var meðal annars þekktur fyrir að nást ekki á mynd og fjöldi manna sem taldir voru vera Denaro var handtekinn við leit að honum. Hann er sagður hafa birst og horfið aftur víða um heim á árunum sem hann fór huldu höfði og hafa verið í sambandi við samverkamenn sína með því að senda skilaboð á litlum bréfmiðum. „Ykkur tókst aðeins að handtaka mig vegna veikinda minna,“ sagði Denaro eftir að hann náðist. Hann er sagður taka mörg leyndarmál í gröfina, meðal annars um kringumstæður fjölda morða. Þar hafa meðal annars verið nefndar sprengjuárásirnar þar sem saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létu lífið.
Ítalía Erlend sakamál Andlát Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna