Enn vandræði á fasteignamarkaði í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2023 10:46 Fasteignamarkaður Kína hefur beðið hnekki á undanförnum árum en hann er gífurlega mikilvægur hagkerfi landsins. AP/Andy Wong Vandræðum kínverska fjárfestingafélagsins Evergrande Group er ekki lokið enn. Forsvarsmönnum félagsins, sem er skuldsettasta fasteignafélag heimsins, gengur illa að endurskipuleggja lán þess og hefur það leitt til áhyggja meðal fjárfesta í Asíu. Fjárfestar þessir hafa selt hlutabréf sín í Evergrande og öðrum sambærilegum félögum í morgun. Þetta hefur leitt til verðhruns meðal fasteignafélaga í Kína en virði Evergrande lækkaði þegar mest var um fjórðung í morgun, samkvæmt frétt CNBC. Evergrande lenti í vanskilum árið 2021 og leiddi það til áhyggja af hagkerfi Kína. Evergranda varð nokkurs konar táknmynd fyrir vandræði á fasteignamarkaði Kína. Síðan þá hafa forsvarsmenn félagsins unnið að endurskipulagningu skulda en þær eru um 4.300 milljarðar króna. Sjá einnig: Evergrande tekist að greiða gjaldfallna vaxtagreiðslu Frá 28. ágúst hefur virði félagsins lækkað um 87 prósent. Fasteignamarkaður Kína er ríkinu gífurlega mikilvægur og er hann gríðarlega stór. Um það bil fjórðungur af landsframleiðslu Kína kemur frá fasteignamarkaðnum, samkvæmt frétt Reuters. Frá 2021 hafa mörg fjárfestingafélög eins og Evergrande orðið gjaldþrota. Forsvarsmenn margra þeirra hafa reynt að endurskipuleggja lán sín en hefur gengið illa. Fleiri félög í vandræðum Ástandið á fasteignamarkaðnum gæti versnað til muna. Country Garden, stærsta einkarekna fasteignafélag landsins, á í miklum fjárhagsörðugleikum. Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn félagsins hafi einbeitt sér að borgum í sveitahéruðum Kína og iðnaðarsvæðum sem hafi spilað stóra rullu í hagvexti í Kína undanfarin ár. Nú hafi fjárfestingar dregist saman og fólk flytur burt af þessum svæðum. Félagið tapaði sjö milljörðum dala (Tæplega þúsund milljarðar króna) á fyrri hluta þessa árs og er það að miklu leyti vegna fasteigna sem lækkuðu í virði. Sala fasteigna í ágúst var sjötíu prósentum minni en í ágúst í fyrra. Í síðasta mánuði komst félagið naumlega hjá því að lenda í vanskilum á vaxtagreiðslum. Sérfræðingar segja gjaldþrot nánast óhjákvæmilegt án þess að salan taki við sér. Yfirvöld í Kína hafa breytt reglum með því markmiði að auka sölu og á það sérstaklega við fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Sérfræðingur sagði í samtali við WSJ að það myndi líklega skila árangri í stærstu borgum Kína en í smærri borgum, þar sem Country Garden er umsvifamest, væri besta sviðsmyndin sú að sala drægist ekki meira saman. Kína Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjárfestar þessir hafa selt hlutabréf sín í Evergrande og öðrum sambærilegum félögum í morgun. Þetta hefur leitt til verðhruns meðal fasteignafélaga í Kína en virði Evergrande lækkaði þegar mest var um fjórðung í morgun, samkvæmt frétt CNBC. Evergrande lenti í vanskilum árið 2021 og leiddi það til áhyggja af hagkerfi Kína. Evergranda varð nokkurs konar táknmynd fyrir vandræði á fasteignamarkaði Kína. Síðan þá hafa forsvarsmenn félagsins unnið að endurskipulagningu skulda en þær eru um 4.300 milljarðar króna. Sjá einnig: Evergrande tekist að greiða gjaldfallna vaxtagreiðslu Frá 28. ágúst hefur virði félagsins lækkað um 87 prósent. Fasteignamarkaður Kína er ríkinu gífurlega mikilvægur og er hann gríðarlega stór. Um það bil fjórðungur af landsframleiðslu Kína kemur frá fasteignamarkaðnum, samkvæmt frétt Reuters. Frá 2021 hafa mörg fjárfestingafélög eins og Evergrande orðið gjaldþrota. Forsvarsmenn margra þeirra hafa reynt að endurskipuleggja lán sín en hefur gengið illa. Fleiri félög í vandræðum Ástandið á fasteignamarkaðnum gæti versnað til muna. Country Garden, stærsta einkarekna fasteignafélag landsins, á í miklum fjárhagsörðugleikum. Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn félagsins hafi einbeitt sér að borgum í sveitahéruðum Kína og iðnaðarsvæðum sem hafi spilað stóra rullu í hagvexti í Kína undanfarin ár. Nú hafi fjárfestingar dregist saman og fólk flytur burt af þessum svæðum. Félagið tapaði sjö milljörðum dala (Tæplega þúsund milljarðar króna) á fyrri hluta þessa árs og er það að miklu leyti vegna fasteigna sem lækkuðu í virði. Sala fasteigna í ágúst var sjötíu prósentum minni en í ágúst í fyrra. Í síðasta mánuði komst félagið naumlega hjá því að lenda í vanskilum á vaxtagreiðslum. Sérfræðingar segja gjaldþrot nánast óhjákvæmilegt án þess að salan taki við sér. Yfirvöld í Kína hafa breytt reglum með því markmiði að auka sölu og á það sérstaklega við fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Sérfræðingur sagði í samtali við WSJ að það myndi líklega skila árangri í stærstu borgum Kína en í smærri borgum, þar sem Country Garden er umsvifamest, væri besta sviðsmyndin sú að sala drægist ekki meira saman.
Kína Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira