Hönnunarparadís í Hafnarfirði Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. september 2023 16:31 Húsið var endurhannað að innan af Sæju innanhúshönnuði árið 2017. Eignamiðlun Í miðbæ Hafnarfjarðar er einstakt hönnunarhús til sölu. Húsið var byggt árið 1948 teiknað af Kjartani Sveinssyni og endurhannað af einum þekktasta innanhúshönnuði landsins, Sæbjörgu Guðjónsdóttur eða Sæju, árið 2017. Ásett verð fyrir eignina eru 189 milljónir. Húsið er 325,5 fermetrar að stærð á þremur hæðum staðsett á stórri og skjólsælli lóð þar sem langt er í næstu hús. Húsið er við Mánastíg í Hafnarfirði.Eignamiðlun Gengið er upp tröppur að aðalinngangi og miðhæð hússins sem samanstendur af eldhúsi, tveimur stofum með fallegum rennihurðum, baðherbergi og stórri hjónasvítu með fataherbergi. Þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Alls eru sex svefnherbergi og þrjú baðherbergi í eigninni. Gengið er upp upphitaðar útitröppur að aðalinngangi á miðhæð.Eginamiðlun Hjónin og eigendur hússins eru Signý Jóna Tryggvadóttir, fræðslustjóri starfsmannasviðs Daga, og Einar Númi Sveinsson, fjármálaráðgjafi hjá SDG. Þau festu kaup á eigninni árið 2016 og fengu Sæju til liðs við sig með það að markmiði að sameina ólíkan smekk hjónanna í innanhússtíl. „Ég vil hafa allt ótrúlega dökkt, helst svart á svart, en hann er svolítið skandinavískur, vill hafa allt ljóst og stílhreint,“ segir Signý Jóna í þættinum Heimsókn hjá Sindra Sindrasyni í febrúar 2019. „Það var ótrúlega góð lending að fá hana til að hjálpa okkur.“ Dökkur viður og ljósir veggir Heimilið er stílhreint en hlýlegt þar sem ljósir veggir, dökkur viður og bláir litatónar mynda stórglæsilega heildarmynd en viðheldur tengingunni við upprunanlegan stíl hússins. Eldhús er með fallegri innréttingu og borðplötum úr marmara sem einnig er sætisaðstaða við.Eignamiðlun Í eldhúsi er dökk innrétting úr svarbæsuðum ask og hvítur marmari á borðum. Á gólfum er merbau parket í herringbone mynstri bæsað í dökkum lit. Baðherbergi miðhæðarinnar er sannkallaður draumur með innréttingu úr marmara, tveimur sturtum og flísum hólf í gólf. Formfagur stigi með svartlökkuðu handriði og franskir gluggar leiða upp í ris hússins sem samsanstendur af sjónvarpsstofu, baðherbergi og svefnherbergi. Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis. Opið er á milli stofu og borðstofu.Eignamiðlun Stofurnar eru tvær og hægt er að loka á milli með fallegum rennihurðum.Eignamiðlun Stofan er björt og opin með fallegu dökku parketi.Eignamiðlun Rúmgóðar svalir.Eignamiðlun Baðherbergi er einkar glæsilegt með tveimur sturtuhausum.Eignamiðlun Hjónaherbergi er á aðalhæðinni.Eignamiðlun Stórt og glæsilegt hjónaherberbergi með samtengdu fataherbergi og útgengi út á svalir.Eignamiðlun Gengið er upp einstaklega fallegan tréstiga upp í risið.Eignamiðlun Á efri hæðinni er parketlagt sjónvarpsrými, tvö parketlögð svefnherbergi og baðherbergi með salerni og vask.Eignamiðlun Sex svefnherbergi eru í húsinu.Eignamiðlun Skrifstofan er innréttuð á smekklegan hátt með bláum lit á veggjum.Eignamiðlun Á neðri hæð hússins er flísalagt baðherbergi með sturtu og saunu, þar inn af er rúmgott þvottahús.Eignamiðlun Fasteignamarkaður Hafnarfjörður Tíska og hönnun Arkitektúr Tengdar fréttir Signý Jóna opnar dyrnar að fallegu heimili sínu í Hafnarfirði Þættirnir Heimsókn með Sindra Sindrasyni hófu göngu sína fyrir sjö árum síðar og eru þættirnir í dag orðnir yfir 130. 18. febrúar 2019 10:30 Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Sjá meira
Húsið er 325,5 fermetrar að stærð á þremur hæðum staðsett á stórri og skjólsælli lóð þar sem langt er í næstu hús. Húsið er við Mánastíg í Hafnarfirði.Eignamiðlun Gengið er upp tröppur að aðalinngangi og miðhæð hússins sem samanstendur af eldhúsi, tveimur stofum með fallegum rennihurðum, baðherbergi og stórri hjónasvítu með fataherbergi. Þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Alls eru sex svefnherbergi og þrjú baðherbergi í eigninni. Gengið er upp upphitaðar útitröppur að aðalinngangi á miðhæð.Eginamiðlun Hjónin og eigendur hússins eru Signý Jóna Tryggvadóttir, fræðslustjóri starfsmannasviðs Daga, og Einar Númi Sveinsson, fjármálaráðgjafi hjá SDG. Þau festu kaup á eigninni árið 2016 og fengu Sæju til liðs við sig með það að markmiði að sameina ólíkan smekk hjónanna í innanhússtíl. „Ég vil hafa allt ótrúlega dökkt, helst svart á svart, en hann er svolítið skandinavískur, vill hafa allt ljóst og stílhreint,“ segir Signý Jóna í þættinum Heimsókn hjá Sindra Sindrasyni í febrúar 2019. „Það var ótrúlega góð lending að fá hana til að hjálpa okkur.“ Dökkur viður og ljósir veggir Heimilið er stílhreint en hlýlegt þar sem ljósir veggir, dökkur viður og bláir litatónar mynda stórglæsilega heildarmynd en viðheldur tengingunni við upprunanlegan stíl hússins. Eldhús er með fallegri innréttingu og borðplötum úr marmara sem einnig er sætisaðstaða við.Eignamiðlun Í eldhúsi er dökk innrétting úr svarbæsuðum ask og hvítur marmari á borðum. Á gólfum er merbau parket í herringbone mynstri bæsað í dökkum lit. Baðherbergi miðhæðarinnar er sannkallaður draumur með innréttingu úr marmara, tveimur sturtum og flísum hólf í gólf. Formfagur stigi með svartlökkuðu handriði og franskir gluggar leiða upp í ris hússins sem samsanstendur af sjónvarpsstofu, baðherbergi og svefnherbergi. Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis. Opið er á milli stofu og borðstofu.Eignamiðlun Stofurnar eru tvær og hægt er að loka á milli með fallegum rennihurðum.Eignamiðlun Stofan er björt og opin með fallegu dökku parketi.Eignamiðlun Rúmgóðar svalir.Eignamiðlun Baðherbergi er einkar glæsilegt með tveimur sturtuhausum.Eignamiðlun Hjónaherbergi er á aðalhæðinni.Eignamiðlun Stórt og glæsilegt hjónaherberbergi með samtengdu fataherbergi og útgengi út á svalir.Eignamiðlun Gengið er upp einstaklega fallegan tréstiga upp í risið.Eignamiðlun Á efri hæðinni er parketlagt sjónvarpsrými, tvö parketlögð svefnherbergi og baðherbergi með salerni og vask.Eignamiðlun Sex svefnherbergi eru í húsinu.Eignamiðlun Skrifstofan er innréttuð á smekklegan hátt með bláum lit á veggjum.Eignamiðlun Á neðri hæð hússins er flísalagt baðherbergi með sturtu og saunu, þar inn af er rúmgott þvottahús.Eignamiðlun
Fasteignamarkaður Hafnarfjörður Tíska og hönnun Arkitektúr Tengdar fréttir Signý Jóna opnar dyrnar að fallegu heimili sínu í Hafnarfirði Þættirnir Heimsókn með Sindra Sindrasyni hófu göngu sína fyrir sjö árum síðar og eru þættirnir í dag orðnir yfir 130. 18. febrúar 2019 10:30 Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Sjá meira
Signý Jóna opnar dyrnar að fallegu heimili sínu í Hafnarfirði Þættirnir Heimsókn með Sindra Sindrasyni hófu göngu sína fyrir sjö árum síðar og eru þættirnir í dag orðnir yfir 130. 18. febrúar 2019 10:30