Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þeir skipstjórnarmenn sem sigldu á Röst frá Noregi til Íslands segjast afar ánægðir með hversu gott sjóskip ferjan er en hún er sem stendur í slipp í Hafnarfirði.
„Um tugur ferja hefur borið nafnið Baldur þannig að óhætt er að segja að nafnið hafi fests sig í sessi. Eindregnar óskir hafa komið fram hjá heimamönnum varðandi nafngift á ferjunni. Hugmyndir um að Röstin héldi sínu norsk-íslenska nafni hafa ekki fengið góðar undirtektir,“ segir í tilkynningunni.
Búið er að máta ferjuna við bryggjurnar í Stykkishólmi og á Brjánslæk en tókst það vonum framar að leggja á báðum stöðum. Aðeins þarf að gera smávægilegar breytingar á aðstöðunni í Brjánslæk sem felst í því að lækka endann á ekjubrúnni um nokkra sentimetra.