Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Sunna Sæmundsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 25. september 2023 21:01 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir, kallar eftir reglugerð um notkun fylliefna. vísir/Vilhelm Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. Fegrunarmeðferðir sem felast í að fylliefnum er sprautað í andlit eða varir njóta sívaxandi vinsælda. Læknir sem lagfærir reglulega mistök sem hafa verið gerð við meðferðina bendir á að fylliefnið sé verksmiðjuframleitt gel sem geti verið mjög varasamt. „Ef þú setur þetta gel inn í slagæð óvart, sem getur getur alltaf komið fyrir hjá hvaða aðila sem er, hversu fær sem hann er eða þjálfaður að þá geturðu lokað fyrir blóðflæði inn til húðarinnar á þeim stað sem sú slagæð nærir og þá verður náttúrulega bara drep í þeim vef,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir. Þrátt fyrir þetta gilda engar reglur um notkunina og er meðferðin ýmist í boði hjá læknum sem eru undir eftirliti landlæknis, hjá ófaglærðu fólki á snyrtistofum - og jafnvel í heimahúsum. „Í nágrannalöndum sem við viljum nú oft bera okkur saman við, það eru Svíþjóð, Noregur og Danmörk, þar eru strangar reglugerðir um það hverjir mega sprauta. Það er þá þannig að það eru læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar sem mega sprauta og hjúkrunarfræðingar verða að vera með lækni með sér. Eru einhver viðurlög við þessu? Það er sjö ára fangelsi til dæmis í Svíþjóð ef þú brýtur þessa reglugerð.“ Hýalúronídasi er undanþágulyf sem einungis læknar mega nota. Það er samt sem áður víða í notkun á snyrtistofum og hjá ófaglærðu fólki.vísir Fólk að missa hluta af andlitinu Stór ástæða þess að strangar reglur hafa sums staðar verið settar er sú að grípa þarf tafarlaust inn í þegar þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá er notað efni sem heitir Hýalúrónídasi til leysa upp fyllinguna en það er undanþágulyf sem eingunis læknar mega nota. Þrátt fyrir þetta er efnið víða í dreifingu og notað af fóki sem hefur enga heimild til þess - líkt og símtöl, sem er nánar greint frá í Kompás, sýna fram á. Ef ekkert er gert? Gætum við séð dauðsfall? Hversu langt getur þetta gengið? ,,Já að sjálfsögðu. Ef við tökum Bretland sem dæmi þar sem er algjört stjórnleysi, hver sem er getur sprautað, fylgikvillarnir sem þeir eru að eiga við þarna. Það eru aðilar að koma til læknis og búnir að missa hluta af andlitinu. Drep komið af því þeir eru í sambandi við ófaglærða aðila og þeir segja þeim bara að bíða og bíða þar til að vefurinn dettur af þeim. Að við þurfum að bíða eftir að eitthvað svona alvarlegt gerist er náttúrulega fáranlegt,“ segir Jenna. Í Kompás er fjallað um fylliefnabransann á Íslandi þar sem ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki - og rætt við Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kompás var sýndur að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld og verður aðgengilegur á Vísi í fyrramálið. Kompás Lýtalækningar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Fegrunarmeðferðir sem felast í að fylliefnum er sprautað í andlit eða varir njóta sívaxandi vinsælda. Læknir sem lagfærir reglulega mistök sem hafa verið gerð við meðferðina bendir á að fylliefnið sé verksmiðjuframleitt gel sem geti verið mjög varasamt. „Ef þú setur þetta gel inn í slagæð óvart, sem getur getur alltaf komið fyrir hjá hvaða aðila sem er, hversu fær sem hann er eða þjálfaður að þá geturðu lokað fyrir blóðflæði inn til húðarinnar á þeim stað sem sú slagæð nærir og þá verður náttúrulega bara drep í þeim vef,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir. Þrátt fyrir þetta gilda engar reglur um notkunina og er meðferðin ýmist í boði hjá læknum sem eru undir eftirliti landlæknis, hjá ófaglærðu fólki á snyrtistofum - og jafnvel í heimahúsum. „Í nágrannalöndum sem við viljum nú oft bera okkur saman við, það eru Svíþjóð, Noregur og Danmörk, þar eru strangar reglugerðir um það hverjir mega sprauta. Það er þá þannig að það eru læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar sem mega sprauta og hjúkrunarfræðingar verða að vera með lækni með sér. Eru einhver viðurlög við þessu? Það er sjö ára fangelsi til dæmis í Svíþjóð ef þú brýtur þessa reglugerð.“ Hýalúronídasi er undanþágulyf sem einungis læknar mega nota. Það er samt sem áður víða í notkun á snyrtistofum og hjá ófaglærðu fólki.vísir Fólk að missa hluta af andlitinu Stór ástæða þess að strangar reglur hafa sums staðar verið settar er sú að grípa þarf tafarlaust inn í þegar þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá er notað efni sem heitir Hýalúrónídasi til leysa upp fyllinguna en það er undanþágulyf sem eingunis læknar mega nota. Þrátt fyrir þetta er efnið víða í dreifingu og notað af fóki sem hefur enga heimild til þess - líkt og símtöl, sem er nánar greint frá í Kompás, sýna fram á. Ef ekkert er gert? Gætum við séð dauðsfall? Hversu langt getur þetta gengið? ,,Já að sjálfsögðu. Ef við tökum Bretland sem dæmi þar sem er algjört stjórnleysi, hver sem er getur sprautað, fylgikvillarnir sem þeir eru að eiga við þarna. Það eru aðilar að koma til læknis og búnir að missa hluta af andlitinu. Drep komið af því þeir eru í sambandi við ófaglærða aðila og þeir segja þeim bara að bíða og bíða þar til að vefurinn dettur af þeim. Að við þurfum að bíða eftir að eitthvað svona alvarlegt gerist er náttúrulega fáranlegt,“ segir Jenna. Í Kompás er fjallað um fylliefnabransann á Íslandi þar sem ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki - og rætt við Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kompás var sýndur að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld og verður aðgengilegur á Vísi í fyrramálið.
Kompás Lýtalækningar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira