Segir erfitt að átta sig á hvað Bruce Willis geri sér grein fyrir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. september 2023 23:25 Emma og Bruce Willis á góðri stundu. VCG/Getty Emma Heming Willis, frumkvöðull, fyrirsæta og eiginkona Bruce Willis, Hollywood leikara, segir erfitt að vita hvort að hann geri sér grein fyrir því að hann sé heilabilaður. Viðtal við Emmu má horfa á neðst í fréttinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Emma tjáir sig um veikindi hans opinberlega. Fjölskylda hans greindi frá því í febrúar fyrr á árinu að hann væri með framheilabilun. Áður tilkynnti leikarinn í mars í fyrra að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. „Ég er að kynnast því á eigin skinni hvað heilabilun er erfið. Hún er erfið fyrir manneskjuna sem greinist með hana, en hún er líka erfið fyrir fjölskylduna, þetta er fjölskyldusjúkdómur,“ segir Emma sem ræddi veikindi eiginmannsins í sjónvarpsþættinum Today á NBC sjónvarpsstöðinni. Emma og Bruce giftu sig árið 2009. Emma segir að fjölskyldan reyni að vera opinská með sjúkdóminn, bæði innan heimilisins og utan þess. Þau eiga saman tvær ungar dætur og þá átti Bruce fyrir þrjár uppkomnar dætur með Demi Moore, leikkonu. „Það var okkur mjög mikilvægt að ræða þetta við dætur okkar, af því að ég vil ekki að það fylgi þessu nein skömm,“ segir Emma. Hún segir eiginmann sinn hamingjusaman þrátt fyrir allt. „Hann er gjöf sem heldur áfram að gefa. Ástríkur. Þolinmóður. Sterkur. Það er svo mikið sem hann kennir mér og allri fjölskyldunni. Mér finnst ekki þægilegt að vera hér, þetta er ekki minn þægindahringur. Þetta er krafturinn sem ég hef frá Bruce.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem Emma tjáir sig um veikindi hans opinberlega. Fjölskylda hans greindi frá því í febrúar fyrr á árinu að hann væri með framheilabilun. Áður tilkynnti leikarinn í mars í fyrra að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. „Ég er að kynnast því á eigin skinni hvað heilabilun er erfið. Hún er erfið fyrir manneskjuna sem greinist með hana, en hún er líka erfið fyrir fjölskylduna, þetta er fjölskyldusjúkdómur,“ segir Emma sem ræddi veikindi eiginmannsins í sjónvarpsþættinum Today á NBC sjónvarpsstöðinni. Emma og Bruce giftu sig árið 2009. Emma segir að fjölskyldan reyni að vera opinská með sjúkdóminn, bæði innan heimilisins og utan þess. Þau eiga saman tvær ungar dætur og þá átti Bruce fyrir þrjár uppkomnar dætur með Demi Moore, leikkonu. „Það var okkur mjög mikilvægt að ræða þetta við dætur okkar, af því að ég vil ekki að það fylgi þessu nein skömm,“ segir Emma. Hún segir eiginmann sinn hamingjusaman þrátt fyrir allt. „Hann er gjöf sem heldur áfram að gefa. Ástríkur. Þolinmóður. Sterkur. Það er svo mikið sem hann kennir mér og allri fjölskyldunni. Mér finnst ekki þægilegt að vera hér, þetta er ekki minn þægindahringur. Þetta er krafturinn sem ég hef frá Bruce.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira