Stuttklippt Kim Kardashian vekur athygli netverja Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. september 2023 14:30 Stjórstjarnan Kim Kardashian rokkaði stutt hár árið 2012 og nú aftur 2023. Bauer-Griffin/GC Images Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýnir á sér glænýjar hliðar í myndaþætti sem hún birti af sjálfri sér á samfélagsmiðlinum Instagram í gær. Myndasyrpan, sem er listræn og óhefðbundin, birtist einnig í tískutímaritinu CR Fashion Book. Tímaritið er hugarfóstur fyrrum ritstjóra franska Vogue, Carine Roitfeld og var stofnað fyrir átatugi síðan. Kim Kardashian og Carine Roitfeld eru góðar vinkonur.Dimitrios Kambouris/Getty Images for Tom Ford Kim prýðir einnig forsíðu tímaritsins en hún og Carine hafa unnið saman í gegnum tíðina. „Sturlað að ég hafi verið á fyrstu forsíðu tímaritsins og nú tíu árum síðar er ég enn undir innblæstri Carine Roitfeld. Ég elska þig. Takk fyrir að hafa mig með,“ skrifar Kim á Instagram. Þá skrifar Carine Roitfeld að Kim hafi verið fyrsta listagyðja (e. muse) tímaritsins. View this post on Instagram A post shared by CR Fashion Book (@crfashionbook) Myndirnar sína Kim Kardashian alveg stuttklippta með mjóar augabrúnir. Hún er meðal annars mynduð með gleraugu, með klesstan varalit yfir andlitið og á brjóstahaldaranum að kveikja eld. Myndirnar eru teknar af tískuljósmyndaranum Nadia Lee Cohen. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Einnig birtist viðtal við Kim í tímaritinu þar sem hún ræðir meðal annars mikilvægi þess að berjast fyrir því sem maður vill, vera maður sjálfur án þess að afsaka sig og á sama tíma búa yfir hlýju og góðmennsku. Þá ræðir hún einnig réttarkerfið í Bandaríkjunum en undanfarin ár hefur Kim barist fyrir réttindum fanga og þá sérstaklega þeim sem eiga yfir höfði sér dauðarefsingu. „Ég held að það stærsta sem mér hefur enn ekki tekist að áorka, er stöðugt í forgangi hjá mér og ég get ekki áorkað á eigin spýtur, varðar réttarkerfið okkar og fangelsiskerfið og hvernig það er rekið. Ég vona að ég geti haft áhrif á það að einhverju leyti á minni lífsleið.“ Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Myndasyrpan, sem er listræn og óhefðbundin, birtist einnig í tískutímaritinu CR Fashion Book. Tímaritið er hugarfóstur fyrrum ritstjóra franska Vogue, Carine Roitfeld og var stofnað fyrir átatugi síðan. Kim Kardashian og Carine Roitfeld eru góðar vinkonur.Dimitrios Kambouris/Getty Images for Tom Ford Kim prýðir einnig forsíðu tímaritsins en hún og Carine hafa unnið saman í gegnum tíðina. „Sturlað að ég hafi verið á fyrstu forsíðu tímaritsins og nú tíu árum síðar er ég enn undir innblæstri Carine Roitfeld. Ég elska þig. Takk fyrir að hafa mig með,“ skrifar Kim á Instagram. Þá skrifar Carine Roitfeld að Kim hafi verið fyrsta listagyðja (e. muse) tímaritsins. View this post on Instagram A post shared by CR Fashion Book (@crfashionbook) Myndirnar sína Kim Kardashian alveg stuttklippta með mjóar augabrúnir. Hún er meðal annars mynduð með gleraugu, með klesstan varalit yfir andlitið og á brjóstahaldaranum að kveikja eld. Myndirnar eru teknar af tískuljósmyndaranum Nadia Lee Cohen. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Einnig birtist viðtal við Kim í tímaritinu þar sem hún ræðir meðal annars mikilvægi þess að berjast fyrir því sem maður vill, vera maður sjálfur án þess að afsaka sig og á sama tíma búa yfir hlýju og góðmennsku. Þá ræðir hún einnig réttarkerfið í Bandaríkjunum en undanfarin ár hefur Kim barist fyrir réttindum fanga og þá sérstaklega þeim sem eiga yfir höfði sér dauðarefsingu. „Ég held að það stærsta sem mér hefur enn ekki tekist að áorka, er stöðugt í forgangi hjá mér og ég get ekki áorkað á eigin spýtur, varðar réttarkerfið okkar og fangelsiskerfið og hvernig það er rekið. Ég vona að ég geti haft áhrif á það að einhverju leyti á minni lífsleið.“
Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira