Erlent

Aðmírállinn virðist enn á lífi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta er ein af myndunum sem varnarmálráðuneyti Rússlands birti í morgun. Í rauða hringnum má sjá aðmírálinn Viktor Sokolov. Úkraínumenn sögðu í gær að hann hefði fallið í stýriflaugaárás á Krímskaga á föstudaginn.
Þetta er ein af myndunum sem varnarmálráðuneyti Rússlands birti í morgun. Í rauða hringnum má sjá aðmírálinn Viktor Sokolov. Úkraínumenn sögðu í gær að hann hefði fallið í stýriflaugaárás á Krímskaga á föstudaginn. Varnarmálaráðuneyti Rússlands

Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær.

Úkraínumenn héldu því fram í gær að Sokolov og rúmlega þrjátíu aðrir yfirmenn í rússneska hernum hefðu fallið í árásinni á föstudaginn. Þar að auki hefðu rúmlega hundrað særst.

Að minnsta kosti tvær Storm Shadow stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar flotans í Sevasopol á föstudaginn. Sömu stýriflaugar voru einnig notaðar til að granda Minsk og kafbátnum en árásum Úkraínumanna á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur fjölgað mjög að undanförnu.

Sjá einnig: Segjast hafa fellt yfirmann Svartahafsflota Rússa

Myndefni af fundi varnarmálaráðuneytis Rússlands sem á að hafa byrjað í morgun, var birt á samfélagsmiðlum ráðuneytisins í dag. Á því myndefni má sjá Sokolov hlusta á ávarp Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands.

Sokolov er þó ekki á fundinum sjálfum heldur sótti hann með fjarfundarbúnaði.

Rússar gerðu í nótt umfangsmiklar árásir á suðurhluta Úkraínu. Þessar árásir virðast hafa beinst að hafnarinnviðum, vöruskemmum og öðru en tugir vörubíla eru sagðir hafa eyðilagst nærri Odessa.

Þetta er önnur nóttin í röð sem Rússar gera árásir á þessu svæði. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað 38 dróna til árásanna en 26 þeirra hafi verið skotnir niður.


Tengdar fréttir

Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS.

Hæfð­u höf­uð­stöðv­ar Svart­a­hafs­flot­a Rúss­a

Að minnsta kosti ein eldflaug hæfði höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa í Sevastopol á Krímskaga í morgun. Leppstjóri Rússa í héraðinu, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, birti myndir af höfuðstöðvunum sem eru mikið skemmdar.

Umfangsmiklar árásir á báða bóga

Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×