„Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Árni Sæberg skrifar 26. september 2023 13:48 Verjendur sitja við fjórar borðaraðir. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. Í Gullhömrum er samankominn fjöldi verjenda, sem fengu kaffi í hléi í morgun þeim til mikillar ánægju, starfsmanna dómsins, tæknimanna og fjölmiðlamanna. Það hefur verið mikið verkefni að búa til dómsal í veislusalnum í Gullhömrum fyrir svo fjölmenna aðalmeðferð en sakborningar eru um 25. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður okkar, fór yfir umstangið í kvöldfréttum í gær. Tæknimenn á vegum Origo og dómstólasýslunnar hafa verið önnum kafnir undanfarna daga varðandi tæknimálin. Því fylgir að setja upp hljóðnema við hvert borð og hátalara sem magna það sem verjendur, sækjendur, dómari og sakborningar segja. Það hefur þó gengi upp og ofan að heyra í þeim sem tekur til máls hverju sinni. Ekki er þar við tæknimálin að sakast heldur eiga menn erfitt að venjast því að tala skýrt í hljóðnemana. „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast,“ heyrðist í einum verjanda nú eftir hádegishlé. Sá er verjandi eins þeirra sem ákærðir eru fyrir hlutdeild í málinu en verjendur sitja flestir við aftari tvær borðaraðirnar. Í morgun bættist við um tuttugu manna hópur laganema frá Háskóla Íslands. Ástæðan er sú að Jón Þór Ólason, einn verjenda í málinu, þurfti að láta fyrirlestur í refsirétti niður falla. Hann hefur kennt refsirétt við skólann um langt árabil. Í Gullhömrum hafa mest í morgun verið á að giska á sjöunda tug manna, töluvert fleiri en rúmast í stærsta sal dómshússins við Lækjartorg. Brotaþolar mæta á fimmtudag Í dag og á morgun verða teknar skýrslur af þeim sem sæta ákæru fyrir hlutdeild, á morgun gefa lögreglumenn skýrslur og loks á fimmtudag mæta brotaþolarnir þrír og segja frá reynslu sinni. Tveir þeirra hafa gert það opinberlega áður, þá í viðtali við útvarpsmanninn Gústa B. Áfram verður fylgst með gangi mála og á fimmtudag verður greint frá því sem hefur komið fram og mun koma fram í skýrslutökum. Dómari í málinu tilkynnti í gær að bannað væri að greina frá því áður en þeim lýkur. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Í Gullhömrum er samankominn fjöldi verjenda, sem fengu kaffi í hléi í morgun þeim til mikillar ánægju, starfsmanna dómsins, tæknimanna og fjölmiðlamanna. Það hefur verið mikið verkefni að búa til dómsal í veislusalnum í Gullhömrum fyrir svo fjölmenna aðalmeðferð en sakborningar eru um 25. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður okkar, fór yfir umstangið í kvöldfréttum í gær. Tæknimenn á vegum Origo og dómstólasýslunnar hafa verið önnum kafnir undanfarna daga varðandi tæknimálin. Því fylgir að setja upp hljóðnema við hvert borð og hátalara sem magna það sem verjendur, sækjendur, dómari og sakborningar segja. Það hefur þó gengi upp og ofan að heyra í þeim sem tekur til máls hverju sinni. Ekki er þar við tæknimálin að sakast heldur eiga menn erfitt að venjast því að tala skýrt í hljóðnemana. „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast,“ heyrðist í einum verjanda nú eftir hádegishlé. Sá er verjandi eins þeirra sem ákærðir eru fyrir hlutdeild í málinu en verjendur sitja flestir við aftari tvær borðaraðirnar. Í morgun bættist við um tuttugu manna hópur laganema frá Háskóla Íslands. Ástæðan er sú að Jón Þór Ólason, einn verjenda í málinu, þurfti að láta fyrirlestur í refsirétti niður falla. Hann hefur kennt refsirétt við skólann um langt árabil. Í Gullhömrum hafa mest í morgun verið á að giska á sjöunda tug manna, töluvert fleiri en rúmast í stærsta sal dómshússins við Lækjartorg. Brotaþolar mæta á fimmtudag Í dag og á morgun verða teknar skýrslur af þeim sem sæta ákæru fyrir hlutdeild, á morgun gefa lögreglumenn skýrslur og loks á fimmtudag mæta brotaþolarnir þrír og segja frá reynslu sinni. Tveir þeirra hafa gert það opinberlega áður, þá í viðtali við útvarpsmanninn Gústa B. Áfram verður fylgst með gangi mála og á fimmtudag verður greint frá því sem hefur komið fram og mun koma fram í skýrslutökum. Dómari í málinu tilkynnti í gær að bannað væri að greina frá því áður en þeim lýkur.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17
Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13