Freklega vegið að líffræðilegum fjölbreytileika Jódís Skúladóttir skrifar 26. september 2023 16:31 Það viðrar ekki vel til fiskeldis þessa dagana. Hver fréttin rekur aðra af slysasleppingum úr kvíum, umhverfisslysum fiskeldisfyrirtækja! Þetta er fordæmalaust og meira að segja forsvarsmenn fyrirtækjanna sjálfra viðurkenna að þetta getur ekki gengið svona áfram. Við sjáum nú varnaðarorð svo margra, til dæmis þeirrar er þetta ritar, raungerast. Við erum að tala um umhverfisslys af mjög alvarlegri sort. Líffræðilegur fjölbreytileiki er í uppnámi, verndun villtra íslenskra laxastofna er í hættu. Fyrirtækin bera mikla ábyrgð og þau þurfa að axla hana með einhverjum hætti. Stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum En við getum auðvitað ekki skellt allri ábyrgð á fyrirtækin, líkt og skýrsla Ríkisendurskoðunar um umgjörð sjókvíaeldis við Íslandstrendur sýndi okkur með svo skýrum hætti í byrjun árs. Hér ríkti hálfgert stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum þegar norsku fiskeldisfyrirtækin voru fyrst að hasla sér völl. Lobbíisminn fyrir fiskeldi var slíkur að öll umgjörð um fiskeldi var unnin á of miklum hraða sem leiddi til mikilla brotalama í regluverkinu eins og fyrrnefnd skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir svo skýrt í ljós. Af þessu þurfum við öll að læra og vaða ekki af stað í öðrum atvinnugreinum af jafn illa ígrunduðu máli og af sama hraða og stjórnleysi og gert var í fiskeldinu og þá langar mig sérstaklega að nefna orkugeirann. Matvælaráðherra gerir betur Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú í fyrsta sinn síðan að fiskeldi fór að skjóta hér rótum höfum við ráðherra í þessum málaflokki, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem er virkilega umhugað um að hér sé vandað til verka. Það var eitt af hennar fyrstu verkum í embætti að óska eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar auk þess sem hún boðaði, í fyrsta sinn, stefnumótun um lagareldi á Íslandi. Þessi stefnumótun verður birt í samráðsgátt stjórnvalda von bráðar. Landeldi er framtíðin Það verður ekki litið fram hjá því að fiskeldi hefur orðið mikla efnahagslega þýðingu. Bæði staðbundið á Austfjörðum og Vestfjörðum en líka fyrir þjóðarbúið allt. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að tryggja það að fiskeldi sé stundað í sátt við samfélög og náttúru. En að mínu mati eiga eldislaxar helst ekki að vera í sjókvíum yfirhöfuð. Mjög illa hefur gengið að tryggja öryggi og verndun náttúru í kringum sjókvíaeldi. Landeldi er framtíðin. En meðan eldi er leyft í opnum sjókvíum verða rekstraraðilar að tryggja öryggið og bera ábyrgð á því. Við verðum að geta treyst því að bæði innra og ytra eftirlit sé í lagi. Stjórnvöld bera ábyrgð á regluverkinu og þar skilar ráðherra málaflokksins ekki auðu. Matvælaráðherra mun leggja fyrir þingið í vetur heildarendurskoðun á lögum um fiskeldi og hefur lagt það til að fjármunum verði veitt bæði til Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu til að bæta það eftirlit sem hér er augljóslega nauðsynlegt. Enginn getur skellt skollaeyrum við lengur Ég hef aftur og ítrekað fjallað um fiskeldi síðan ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum. Ég vildi óska að þegar við kölluðum varnaðarorð fyrir nokkrum árum, þegar félög voru stofnuð og sérfræðingar bentu á brotalamir, að fleiri hlustað. Það er sorglegt á að horfa hversu freklega hefur verið vegið að líffræðilegum fjölbreytileika og þannig íslenska laxastofninum og í ljósi nýjustu vendinga getur enginn skellt skollaeyrum við lengur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Fiskeldi Vinstri græn Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það viðrar ekki vel til fiskeldis þessa dagana. Hver fréttin rekur aðra af slysasleppingum úr kvíum, umhverfisslysum fiskeldisfyrirtækja! Þetta er fordæmalaust og meira að segja forsvarsmenn fyrirtækjanna sjálfra viðurkenna að þetta getur ekki gengið svona áfram. Við sjáum nú varnaðarorð svo margra, til dæmis þeirrar er þetta ritar, raungerast. Við erum að tala um umhverfisslys af mjög alvarlegri sort. Líffræðilegur fjölbreytileiki er í uppnámi, verndun villtra íslenskra laxastofna er í hættu. Fyrirtækin bera mikla ábyrgð og þau þurfa að axla hana með einhverjum hætti. Stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum En við getum auðvitað ekki skellt allri ábyrgð á fyrirtækin, líkt og skýrsla Ríkisendurskoðunar um umgjörð sjókvíaeldis við Íslandstrendur sýndi okkur með svo skýrum hætti í byrjun árs. Hér ríkti hálfgert stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum þegar norsku fiskeldisfyrirtækin voru fyrst að hasla sér völl. Lobbíisminn fyrir fiskeldi var slíkur að öll umgjörð um fiskeldi var unnin á of miklum hraða sem leiddi til mikilla brotalama í regluverkinu eins og fyrrnefnd skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir svo skýrt í ljós. Af þessu þurfum við öll að læra og vaða ekki af stað í öðrum atvinnugreinum af jafn illa ígrunduðu máli og af sama hraða og stjórnleysi og gert var í fiskeldinu og þá langar mig sérstaklega að nefna orkugeirann. Matvælaráðherra gerir betur Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú í fyrsta sinn síðan að fiskeldi fór að skjóta hér rótum höfum við ráðherra í þessum málaflokki, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem er virkilega umhugað um að hér sé vandað til verka. Það var eitt af hennar fyrstu verkum í embætti að óska eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar auk þess sem hún boðaði, í fyrsta sinn, stefnumótun um lagareldi á Íslandi. Þessi stefnumótun verður birt í samráðsgátt stjórnvalda von bráðar. Landeldi er framtíðin Það verður ekki litið fram hjá því að fiskeldi hefur orðið mikla efnahagslega þýðingu. Bæði staðbundið á Austfjörðum og Vestfjörðum en líka fyrir þjóðarbúið allt. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að tryggja það að fiskeldi sé stundað í sátt við samfélög og náttúru. En að mínu mati eiga eldislaxar helst ekki að vera í sjókvíum yfirhöfuð. Mjög illa hefur gengið að tryggja öryggi og verndun náttúru í kringum sjókvíaeldi. Landeldi er framtíðin. En meðan eldi er leyft í opnum sjókvíum verða rekstraraðilar að tryggja öryggið og bera ábyrgð á því. Við verðum að geta treyst því að bæði innra og ytra eftirlit sé í lagi. Stjórnvöld bera ábyrgð á regluverkinu og þar skilar ráðherra málaflokksins ekki auðu. Matvælaráðherra mun leggja fyrir þingið í vetur heildarendurskoðun á lögum um fiskeldi og hefur lagt það til að fjármunum verði veitt bæði til Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu til að bæta það eftirlit sem hér er augljóslega nauðsynlegt. Enginn getur skellt skollaeyrum við lengur Ég hef aftur og ítrekað fjallað um fiskeldi síðan ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum. Ég vildi óska að þegar við kölluðum varnaðarorð fyrir nokkrum árum, þegar félög voru stofnuð og sérfræðingar bentu á brotalamir, að fleiri hlustað. Það er sorglegt á að horfa hversu freklega hefur verið vegið að líffræðilegum fjölbreytileika og þannig íslenska laxastofninum og í ljósi nýjustu vendinga getur enginn skellt skollaeyrum við lengur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun