Um fjórðungur íbúa Nagorno-Karabakh flúinn til Armeníu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2023 07:08 Sérfræðingar segja flesta íbúa svæðisins munu velja að flytjast til Armeníu, frekar en að tilheyra Aserbaídsjan. AP/Gayane Yenokyan Næstum fjórðungur íbúa Nagorno-Karabakh hafa flúið til Armeníu eftir að Aserar gerðu árás á svæðið í síðustu viku. Að minnsta kosti 68 létu lífið í sprengingu á eldsneytisstöð á mánudagskvöld. Aserar hafa í um tíu mánuði hindrað för um einu leiðina til Aserbaídsjan, sem leiddi til verulegs skorts á matvælum, lyfjum og eldsneyti. Eftir að tálmarnir voru fjarlægðir hafa 28 þúsund manns flúið til Armeníu, af 120 þúsund íbúum Nagorno-Karabakh. Sprengingin á eldsneytisstöðinni átti sér stað þegar fjölmenni freistaði þess að fylla á bifreiðar sínar seint á mánudag. Orsök sprengingarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem mögulega sé um að ræða slys. Eins og fyrr segir eru að minnsta kosti 68 látnir og nærri 300 særðir en 105 er saknað. Yfirvöld í Armeníu hafa einnig greint frá því að 125 lík hafi verið sótt til Nagorno-Karabakh en þar var um að ræða einstaklinga sem létust í átökunum í síðustu viku. Aserar hafa heitið því að virða réttindi Armena og Hikmet Hajiyev, aðstoðarmaður forsetans, sagði sjúkrahús í Aserbaídsjan reiðubúin til að taka á móti særðum en það fylgdi ekki sögunni hvort nokkrir hefðu verið fluttir þangað. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt forsetann Ilham Aliyev til að koma í veg fyrir frekari átök á svæðinu, fullvissa íbúa um öryggi þeirra og heimila alþjóðlegum eftirlitssveitum aðgengi. Viðræður eru að hefjast um innlimun eða „aðlögun“ Nagorno-Karabakh að Aserbaídsjan en sérfræðingar gera ráð fyrir að flestir íbúa muni velja að flytja til Armeníu. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Aserar hafa í um tíu mánuði hindrað för um einu leiðina til Aserbaídsjan, sem leiddi til verulegs skorts á matvælum, lyfjum og eldsneyti. Eftir að tálmarnir voru fjarlægðir hafa 28 þúsund manns flúið til Armeníu, af 120 þúsund íbúum Nagorno-Karabakh. Sprengingin á eldsneytisstöðinni átti sér stað þegar fjölmenni freistaði þess að fylla á bifreiðar sínar seint á mánudag. Orsök sprengingarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem mögulega sé um að ræða slys. Eins og fyrr segir eru að minnsta kosti 68 látnir og nærri 300 særðir en 105 er saknað. Yfirvöld í Armeníu hafa einnig greint frá því að 125 lík hafi verið sótt til Nagorno-Karabakh en þar var um að ræða einstaklinga sem létust í átökunum í síðustu viku. Aserar hafa heitið því að virða réttindi Armena og Hikmet Hajiyev, aðstoðarmaður forsetans, sagði sjúkrahús í Aserbaídsjan reiðubúin til að taka á móti særðum en það fylgdi ekki sögunni hvort nokkrir hefðu verið fluttir þangað. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt forsetann Ilham Aliyev til að koma í veg fyrir frekari átök á svæðinu, fullvissa íbúa um öryggi þeirra og heimila alþjóðlegum eftirlitssveitum aðgengi. Viðræður eru að hefjast um innlimun eða „aðlögun“ Nagorno-Karabakh að Aserbaídsjan en sérfræðingar gera ráð fyrir að flestir íbúa muni velja að flytja til Armeníu. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira