Gervigreindin geti ekki útrýmt þýðendum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2023 13:23 Margrét Tryggvadóttir er formaður Rithöfundasambands Íslands. Storytel bað nýlega íslenskan þýðenda um að lagfæra þýðingu sem gervigreind hafði gert fyrir fyrirtækið. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að tími sé kominn til að bókmenntaheimurinn taki sig saman og ræði um afleiðingar gervigreindar. Bókmenntasamfélagið um allan heim hefur tekið skref til þess að takast á við vandann sem gervigreind færir þeim. Styttri skref hafa verið tekin hér á landi enda vandinn ekki jafn stór og erlendis. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, segir gervigreindina ekki geta unnið sama starf og þýðendur. „Ef þú ert með manneskju gefur þú þér að hún hafi ákveðinn skilning sem gervigreind getur haft allt öðruvísi take á. Þú getur ekki treyst neinu í textanum. Þýðandi þekkir til verksins en þarna þarftu að bera allt saman og endurskrifa. Tímasparnaðurinn er kannski ekki alveg eins og sumir halda,“ segir Margrét. Þýðandinn sem fékk þessa beiðni frá Storytel hafnaði henni. Margrét segir að sé heimurinn kominn þangað að þýðendur geri ekki neitt nema að leiðrétta gervigreind verði starf þeirra mun leiðinlegra og gæti starfstéttin að lokum horfið. „Nú eru handritshöfundar í Hollywood komnir aftur og það er eitt af því sem þeir voru að eiga við. Þeir fengu það í gegn að gervigreindin megi ekki endurskrifa þeirra efni og það megi ekki setja þeirra efni í gervigreind svo hún læri af því. Þýðing er endurskrifun á efni. Hún er umritun yfir á annað tungumál. Svo erum við komin ofboðslega stutt í því að ræða við útgefendur að setja eitthvað um gervigreind og notkun hennar í samninga. Við höfum óskað eftir viðræður um það en það er held ég full þörf að fara að ræða þetta,“ segir Margrét. Hún segir Storytel hafa skapað fjölmörg vandamál fyrir íslenska bókmenntasamfélagið. „Það sem gerist er að Storytel er að vinna sig hratt í gegnum baklistann hjá íslenskum útgáfufyrirtækjum. Í upphafi voru margir að vona að þetta yrði viðbót við bókamarkaðinn. Þú værir að fá tekjur fyrir eitthvað sem væri löngu hægt að seljast. En það sem gerðist líka var að bóksala í eintökum er að minnka. Þannig að hluta til er að þetta að éta upp markaðinn sem var fyrir,“ segir Margrét. Gervigreind Bókmenntir Íslensk tunga Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira
Bókmenntasamfélagið um allan heim hefur tekið skref til þess að takast á við vandann sem gervigreind færir þeim. Styttri skref hafa verið tekin hér á landi enda vandinn ekki jafn stór og erlendis. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, segir gervigreindina ekki geta unnið sama starf og þýðendur. „Ef þú ert með manneskju gefur þú þér að hún hafi ákveðinn skilning sem gervigreind getur haft allt öðruvísi take á. Þú getur ekki treyst neinu í textanum. Þýðandi þekkir til verksins en þarna þarftu að bera allt saman og endurskrifa. Tímasparnaðurinn er kannski ekki alveg eins og sumir halda,“ segir Margrét. Þýðandinn sem fékk þessa beiðni frá Storytel hafnaði henni. Margrét segir að sé heimurinn kominn þangað að þýðendur geri ekki neitt nema að leiðrétta gervigreind verði starf þeirra mun leiðinlegra og gæti starfstéttin að lokum horfið. „Nú eru handritshöfundar í Hollywood komnir aftur og það er eitt af því sem þeir voru að eiga við. Þeir fengu það í gegn að gervigreindin megi ekki endurskrifa þeirra efni og það megi ekki setja þeirra efni í gervigreind svo hún læri af því. Þýðing er endurskrifun á efni. Hún er umritun yfir á annað tungumál. Svo erum við komin ofboðslega stutt í því að ræða við útgefendur að setja eitthvað um gervigreind og notkun hennar í samninga. Við höfum óskað eftir viðræður um það en það er held ég full þörf að fara að ræða þetta,“ segir Margrét. Hún segir Storytel hafa skapað fjölmörg vandamál fyrir íslenska bókmenntasamfélagið. „Það sem gerist er að Storytel er að vinna sig hratt í gegnum baklistann hjá íslenskum útgáfufyrirtækjum. Í upphafi voru margir að vona að þetta yrði viðbót við bókamarkaðinn. Þú værir að fá tekjur fyrir eitthvað sem væri löngu hægt að seljast. En það sem gerðist líka var að bóksala í eintökum er að minnka. Þannig að hluta til er að þetta að éta upp markaðinn sem var fyrir,“ segir Margrét.
Gervigreind Bókmenntir Íslensk tunga Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira