Stemning í viku: Svo gaman að fókusera á gleðina en ekki bara vandamálin Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. september 2023 07:01 Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri hjá AÞ Þrif, segir hamingjuvikuna frábært tækifæri til að fókusera á gleðina með þeim 270 starfsmönnum sem hjá þeim starfa en þar eru viðburðir af ýmsum toga alla vikuna. Vísir/Vilhelm „Já við ætlum að taka þátt og ég sá þetta strax fyrir mér sem frábært tækifæri,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir mannauðstjóri fyrirtækisins AÞ Þrif. Sem fyrir sína 270 starfsmenn er að taka þátt í alþjóðlegu hamingjuvikunni með alls kyns viðburðum og fróðleik. „Við ákváðum að fara bara all in eins og maður segir. Meira að segja starfsmannafélagið líka. Því vikan endar á gleði sem þau standa fyrir, keila og alls konar.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um Alþjóðlegu hamingjuvikuna í vinnunni 2023, eða International Week of Happiness at work. Húmor og hamingja AÞ-Þrif ehf er hreingerningafyrirtæki sem sér um almenn þrif, iðnaðarþrif, gluggaþvott, hreinsun eftir myglu og alls kyns tengd verkefni fyrir vinnustaði. „Það sem gerir umhverfið okkar svolítið sérstakt er að starfsmennirnir okkar eru í raun meira inni á öðrum vinnustöðum en okkar eigin. Starfsfólkið okkar stoppar í raun stutt við hér hjá okkur en ver sínum vinnutíma hjá þeim fyrirtækjum sem við erum að þjónusta,“ segir Dagbjört og bætir við: „Þetta eitt og sér er viss áskorun fyrir okkur og eins sé ég þetta líka fyrir mér sem tækifæri til að hvetja sem flesta vinnustaði til að taka þátt í hamingjuvikunni, mér fyndist það bara frábært vitandi að svo víða er okkar fólk.“ Meðal viðburða sem AÞ þrif stendur fyrir í tilefni hamingjuvikunnar er fræðsla, gleði og hamingja. „Við byrjum á fyrirlestri um húmor og fengum Svein Waage til að vera með fyrirlesturinn Húmor virkar, sem hann hefur meðal annars kennt upp í HR,“ segir Dagbjört. Fyrirlestur Sveins er rafrænn en eins fékk AÞ Þrif Ásdísi Hjálmsdóttir íþróttakonu og þrefaldan Ólympíufara til að vera með erindi fyrir starfsfólk og blása þeim byr í brjóst. Sá fyrirlestur verður á staðnum því að svo heppilega vill til að Ásdís, sem búsett er í Svíþjóð, er stödd á Íslandi. „Þetta er tilraun þannig að við erum að gera hvoru tveggja. Við ákváðum líka að vera með viðburðinn með Ásdísi í hádeginu þannig að fólk sæi sér betur fært um að koma til okkar. Og bjóða upp á hamborgara í kjölfarið og smá stemningu,“ segir Dagbjört og brosir. Fyrirlestur Ásdísar fjallar síðan meira um markmiðasetningu og að gefa innblástur í að setja okkur markmið og byggja okkur sjálf upp. „Ég horfði svolítið á það sem vinnustaðagreiningarnar eru að segja okkur. Því eitt af því sem starfsfólkið okkar er að kalla eftir er betri upplýsingamiðlun og aukin og fjölbreyttari fræðsla,“ segir Dagbjört og bætir við að eitt það skemmtilega við starf mannauðsstjórans er að þótt margt takist vel til, teljist fátt vera þannig að ekki sé hægt að gera enn betur. Hjá AÞ Þrifum starfar fólk frá þrjátiu þjóðernum og segir Dagbjört það virkilega skemmtilegt að starfa í svona fjölmenningarsamfélagi. Hún horfði meðal annars á niðurstöður vinnustaðagreiningar þegar verið var að leggja drög að dagskrá hamingjuvikunnar.Vísir/Vilhelm Fókusum á gleði í viku Af þeim 270 starfsmönnum sem starfa hjá AÞ Þrifum, margir í hlutastarfi, eru 57% Pólverjar. Starf hjá okkur er oft fyrsta starfið sem fólk fær þegar það flytur til landsins. Og við erum svo heppin að oft erum við að fá fólk sem er tengt starfsfólki sem þegar hefur unnið hjá okkur. Fjölskyldu- eða vinaböndum. Alls eru þetta 30 þjóðerni sem starfa hjá AÞ Þrifum.“ En er ekkert erfitt þá að standa fyrir uppbyggingu á hamingju eða gleði miðað við svona fjölbreyttan hóp? „Það er afar skemmtilegt að starfa í svona fjölmenningarumhverfi, einna helst það að tungumálið standi fyrir þrifum. Þess vegna þurfa öll skilaboð sem við sendum frá okkur að vera á ensku, þótt eflaust séu íslenskusérfræðingarnir ekkert hrifnir af því,“ segir Dagbjört og hlær. „En það er allur gangur á því hversu langt á veg komið fólk er með að tala og skilja íslensku. Þess vegna gerum við þetta svona. Þá hef ég líka lært að þegar kemur að upplýsingamiðlun þarf að miðla upplýsingum með öllum leiðum. Ég nota því tölvupósta, Facebook, SMS og hvað sem er. Því þótt Workplace virki kannski fyrir suma vinnustaði sem eina upplýsingaleiðin er mín reynsla sú að það er árangursríkara að nota fleiri kanala því fólki hentar mismunandi leiðir til að fylgjast með.“ Hjá AÞ Þrifum er meirihluti starfsmanna konur eða 72%. Þá segir Dagbjört flesta á aldrinum þrítugt til fertugt. „Mér finnst hamingjuvikan svo frábært tækifæri fyrir vinnustaði til að fókusera á gleði og hamingju með starfsfólki. Ekki bara vandamál. Því þótt vinnustaðir séu almennt að vinna að því að auka á vellíðan starfsfólks fer mikill tími í að ræða vandamál, kulnun og svo framvegis. Alþjóðlega hamingjuvikan gefur okkur tilefni til þess að fókusa á það jákvæða, sem skiptir líka svo miklu máli því flest okkar verjum mestum tíma í vinnunni þegar allt kemur til alls.“ Dagbjört segist sjálf vonast til þess að árangurinn af hamingjuvikunni verði þannig að svo sannarlega haldi fyrirtækið áfram að taka þátt í alþjóðlegu hamingjuvikunni árlega hér eftir. Þetta þurfi ekki endilega að vera flókið. Við erum eins og mörg fyrirtæki alltaf að reyna að gera eitthvað skemmtilegt. Til dæmis erum við með lukkuhjól hér mánaðarlega þar sem fólk getur unnið til veglegra vinninga. Allt frá því að vera fjórhjólaferð yfir í frídag á launum,“ segir Dagbjört og bætir við: „Í tilefni hamingjuvikunnar var lukkuhjólinu stillt upp sem viðburði í þessari viku. Til viðbótar við aðra sérstaka viðburði þannig að fókusinn á gleðina sé meira áberandi alla vikuna.“ Sjálf segir hún hugmyndina þó auðvitað vera að hugsa um hamingju og gleði með starfsmönnum allt árið um kring. „Ég kem til dæmis sjálf úr ferðaþjónustunni og þekki því lítið annað en að vera að vinna með mörgum þjóðernum. Sem mér finnst rosalega gaman og legg mikla áherslu á að vinnustaðamenningin okkar endurspegli að við fögnum fjölbreytileikanum. Á einum vinnustað sem ég hef starfað á vorum við til alltaf með mismunandi viðburði fyrir jólin sem tengdust jólahefðum mismunandi landa og þá tengt því fólki sem við vorum að vinna með en kemur erlendis frá.“ Dagbjört segir til mikils að vinna fyrir vinnustaði að fólk sé ánægt og líði vel. Það er hægt að gera svo margt til að efla líðan starfsfólks og sem betur fer er umræðan í dag orðin frekar opin um það hversu mikilvægt geðheilbrigðið okkar er. Hamingjuvikan í vinnunni gefur okkur líka tækifæri til þess að skoða hvernig okkur er að ganga almennt í þessu verkefni. Hvað erum við að gera vel og hvað má gera betur.“ Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Geðheilbrigði Mannauðsmál Tengdar fréttir Hamingjuvikan í vinnunni er núna: Snjóboltinn er farinn að rúlla Alþjóðlega hamingjuvikan í vinnunni 2023 er þessa vikuna, eða International Week of Happiness at Work. Þessi vika var fyrst kynnt til sögunnar árið 2018 og því ekki langt um liðið auk þess sem heimsfaraldurinn skall á í millitíðinni. 27. september 2023 07:01 „Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01 „Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Sem fyrir sína 270 starfsmenn er að taka þátt í alþjóðlegu hamingjuvikunni með alls kyns viðburðum og fróðleik. „Við ákváðum að fara bara all in eins og maður segir. Meira að segja starfsmannafélagið líka. Því vikan endar á gleði sem þau standa fyrir, keila og alls konar.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um Alþjóðlegu hamingjuvikuna í vinnunni 2023, eða International Week of Happiness at work. Húmor og hamingja AÞ-Þrif ehf er hreingerningafyrirtæki sem sér um almenn þrif, iðnaðarþrif, gluggaþvott, hreinsun eftir myglu og alls kyns tengd verkefni fyrir vinnustaði. „Það sem gerir umhverfið okkar svolítið sérstakt er að starfsmennirnir okkar eru í raun meira inni á öðrum vinnustöðum en okkar eigin. Starfsfólkið okkar stoppar í raun stutt við hér hjá okkur en ver sínum vinnutíma hjá þeim fyrirtækjum sem við erum að þjónusta,“ segir Dagbjört og bætir við: „Þetta eitt og sér er viss áskorun fyrir okkur og eins sé ég þetta líka fyrir mér sem tækifæri til að hvetja sem flesta vinnustaði til að taka þátt í hamingjuvikunni, mér fyndist það bara frábært vitandi að svo víða er okkar fólk.“ Meðal viðburða sem AÞ þrif stendur fyrir í tilefni hamingjuvikunnar er fræðsla, gleði og hamingja. „Við byrjum á fyrirlestri um húmor og fengum Svein Waage til að vera með fyrirlesturinn Húmor virkar, sem hann hefur meðal annars kennt upp í HR,“ segir Dagbjört. Fyrirlestur Sveins er rafrænn en eins fékk AÞ Þrif Ásdísi Hjálmsdóttir íþróttakonu og þrefaldan Ólympíufara til að vera með erindi fyrir starfsfólk og blása þeim byr í brjóst. Sá fyrirlestur verður á staðnum því að svo heppilega vill til að Ásdís, sem búsett er í Svíþjóð, er stödd á Íslandi. „Þetta er tilraun þannig að við erum að gera hvoru tveggja. Við ákváðum líka að vera með viðburðinn með Ásdísi í hádeginu þannig að fólk sæi sér betur fært um að koma til okkar. Og bjóða upp á hamborgara í kjölfarið og smá stemningu,“ segir Dagbjört og brosir. Fyrirlestur Ásdísar fjallar síðan meira um markmiðasetningu og að gefa innblástur í að setja okkur markmið og byggja okkur sjálf upp. „Ég horfði svolítið á það sem vinnustaðagreiningarnar eru að segja okkur. Því eitt af því sem starfsfólkið okkar er að kalla eftir er betri upplýsingamiðlun og aukin og fjölbreyttari fræðsla,“ segir Dagbjört og bætir við að eitt það skemmtilega við starf mannauðsstjórans er að þótt margt takist vel til, teljist fátt vera þannig að ekki sé hægt að gera enn betur. Hjá AÞ Þrifum starfar fólk frá þrjátiu þjóðernum og segir Dagbjört það virkilega skemmtilegt að starfa í svona fjölmenningarsamfélagi. Hún horfði meðal annars á niðurstöður vinnustaðagreiningar þegar verið var að leggja drög að dagskrá hamingjuvikunnar.Vísir/Vilhelm Fókusum á gleði í viku Af þeim 270 starfsmönnum sem starfa hjá AÞ Þrifum, margir í hlutastarfi, eru 57% Pólverjar. Starf hjá okkur er oft fyrsta starfið sem fólk fær þegar það flytur til landsins. Og við erum svo heppin að oft erum við að fá fólk sem er tengt starfsfólki sem þegar hefur unnið hjá okkur. Fjölskyldu- eða vinaböndum. Alls eru þetta 30 þjóðerni sem starfa hjá AÞ Þrifum.“ En er ekkert erfitt þá að standa fyrir uppbyggingu á hamingju eða gleði miðað við svona fjölbreyttan hóp? „Það er afar skemmtilegt að starfa í svona fjölmenningarumhverfi, einna helst það að tungumálið standi fyrir þrifum. Þess vegna þurfa öll skilaboð sem við sendum frá okkur að vera á ensku, þótt eflaust séu íslenskusérfræðingarnir ekkert hrifnir af því,“ segir Dagbjört og hlær. „En það er allur gangur á því hversu langt á veg komið fólk er með að tala og skilja íslensku. Þess vegna gerum við þetta svona. Þá hef ég líka lært að þegar kemur að upplýsingamiðlun þarf að miðla upplýsingum með öllum leiðum. Ég nota því tölvupósta, Facebook, SMS og hvað sem er. Því þótt Workplace virki kannski fyrir suma vinnustaði sem eina upplýsingaleiðin er mín reynsla sú að það er árangursríkara að nota fleiri kanala því fólki hentar mismunandi leiðir til að fylgjast með.“ Hjá AÞ Þrifum er meirihluti starfsmanna konur eða 72%. Þá segir Dagbjört flesta á aldrinum þrítugt til fertugt. „Mér finnst hamingjuvikan svo frábært tækifæri fyrir vinnustaði til að fókusera á gleði og hamingju með starfsfólki. Ekki bara vandamál. Því þótt vinnustaðir séu almennt að vinna að því að auka á vellíðan starfsfólks fer mikill tími í að ræða vandamál, kulnun og svo framvegis. Alþjóðlega hamingjuvikan gefur okkur tilefni til þess að fókusa á það jákvæða, sem skiptir líka svo miklu máli því flest okkar verjum mestum tíma í vinnunni þegar allt kemur til alls.“ Dagbjört segist sjálf vonast til þess að árangurinn af hamingjuvikunni verði þannig að svo sannarlega haldi fyrirtækið áfram að taka þátt í alþjóðlegu hamingjuvikunni árlega hér eftir. Þetta þurfi ekki endilega að vera flókið. Við erum eins og mörg fyrirtæki alltaf að reyna að gera eitthvað skemmtilegt. Til dæmis erum við með lukkuhjól hér mánaðarlega þar sem fólk getur unnið til veglegra vinninga. Allt frá því að vera fjórhjólaferð yfir í frídag á launum,“ segir Dagbjört og bætir við: „Í tilefni hamingjuvikunnar var lukkuhjólinu stillt upp sem viðburði í þessari viku. Til viðbótar við aðra sérstaka viðburði þannig að fókusinn á gleðina sé meira áberandi alla vikuna.“ Sjálf segir hún hugmyndina þó auðvitað vera að hugsa um hamingju og gleði með starfsmönnum allt árið um kring. „Ég kem til dæmis sjálf úr ferðaþjónustunni og þekki því lítið annað en að vera að vinna með mörgum þjóðernum. Sem mér finnst rosalega gaman og legg mikla áherslu á að vinnustaðamenningin okkar endurspegli að við fögnum fjölbreytileikanum. Á einum vinnustað sem ég hef starfað á vorum við til alltaf með mismunandi viðburði fyrir jólin sem tengdust jólahefðum mismunandi landa og þá tengt því fólki sem við vorum að vinna með en kemur erlendis frá.“ Dagbjört segir til mikils að vinna fyrir vinnustaði að fólk sé ánægt og líði vel. Það er hægt að gera svo margt til að efla líðan starfsfólks og sem betur fer er umræðan í dag orðin frekar opin um það hversu mikilvægt geðheilbrigðið okkar er. Hamingjuvikan í vinnunni gefur okkur líka tækifæri til þess að skoða hvernig okkur er að ganga almennt í þessu verkefni. Hvað erum við að gera vel og hvað má gera betur.“
Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Geðheilbrigði Mannauðsmál Tengdar fréttir Hamingjuvikan í vinnunni er núna: Snjóboltinn er farinn að rúlla Alþjóðlega hamingjuvikan í vinnunni 2023 er þessa vikuna, eða International Week of Happiness at Work. Þessi vika var fyrst kynnt til sögunnar árið 2018 og því ekki langt um liðið auk þess sem heimsfaraldurinn skall á í millitíðinni. 27. september 2023 07:01 „Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01 „Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Hamingjuvikan í vinnunni er núna: Snjóboltinn er farinn að rúlla Alþjóðlega hamingjuvikan í vinnunni 2023 er þessa vikuna, eða International Week of Happiness at Work. Þessi vika var fyrst kynnt til sögunnar árið 2018 og því ekki langt um liðið auk þess sem heimsfaraldurinn skall á í millitíðinni. 27. september 2023 07:01
„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01
„Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01