Fyrirbyggjum áreitni og ofbeldi innan ferðaþjónustunnar Bryndís Skarphéðinsdóttir, Margrét Wendt og Ólína Laxdal skrifa 28. september 2023 10:01 Það hefur sýnt sig að áreitni og ofbeldi á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Þolendur geta meðal annars upplifað streitu, þunglyndi, lágt sjálfsmat og minni starfsánægju. Allt getur þetta leitt til aukinnar fjarveru, ýtt undir starfsmannaveltu, og skapað neikvæðan starfsanda. Samkvæmt rannsókn frá síðasta ári eru konur á opinberum vettvangi, í ferðaþjónustutengdum störfum (öðrum en veitingageiranum), og í löggæslu og öryggisþjónustu í mestri hættu á að verða fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi í vinnunni. Edda Björk Þórðardóttir, lektor við HÍ, bendir á að „konur sem vinna á slíkum stöðum eru líklegri til þess að vera einar að störfum með mögulegum gerendum og því engin vitni að áreitninni eða ofbeldinu. Að þessu þarf að huga þegar öryggi á vinnustöðum er til skoðunar“. Stjórnendur í ferðaþjónustu þurfa að takast á við margvíslegar aðstæður á vinnustöðum þar sem brýnt er að hafa stefnu og viðbragðsáætlun til staðar til að skapa umhverfi sem setur velferð starfsfólks í forgang. Einnig er lagaleg skylda að atvinnurekendur geri skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir starfsfólk. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar vill auðvelda stjórnendum að innleiða slíka áætlun og hefur því tekið saman gagnlegt fræðsluefni sem er aðgengilegt öllum á hæfni.is. Jafnframt bjóða Hæfnisetrið og Samtök ferðaþjónustunnar til rafræns fundar 3. október n.k. þar sem fjallað verður um samskipti og líðan á vinnustað, með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni. Fundinum verður streymt frá Facebook síðu Hæfnisetursins. Ferðaþjónustan hefur tekist á við margar áskoranir síðustu ár en er að ná sínum fyrri styrk þar sem rými myndast til að huga að gæðamálum, fræðslu og forvörnum til að tryggja jákvætt og öruggt vinnuumhverfi innan ferðaþjónustunnar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur sýnt sig að áreitni og ofbeldi á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Þolendur geta meðal annars upplifað streitu, þunglyndi, lágt sjálfsmat og minni starfsánægju. Allt getur þetta leitt til aukinnar fjarveru, ýtt undir starfsmannaveltu, og skapað neikvæðan starfsanda. Samkvæmt rannsókn frá síðasta ári eru konur á opinberum vettvangi, í ferðaþjónustutengdum störfum (öðrum en veitingageiranum), og í löggæslu og öryggisþjónustu í mestri hættu á að verða fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi í vinnunni. Edda Björk Þórðardóttir, lektor við HÍ, bendir á að „konur sem vinna á slíkum stöðum eru líklegri til þess að vera einar að störfum með mögulegum gerendum og því engin vitni að áreitninni eða ofbeldinu. Að þessu þarf að huga þegar öryggi á vinnustöðum er til skoðunar“. Stjórnendur í ferðaþjónustu þurfa að takast á við margvíslegar aðstæður á vinnustöðum þar sem brýnt er að hafa stefnu og viðbragðsáætlun til staðar til að skapa umhverfi sem setur velferð starfsfólks í forgang. Einnig er lagaleg skylda að atvinnurekendur geri skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir starfsfólk. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar vill auðvelda stjórnendum að innleiða slíka áætlun og hefur því tekið saman gagnlegt fræðsluefni sem er aðgengilegt öllum á hæfni.is. Jafnframt bjóða Hæfnisetrið og Samtök ferðaþjónustunnar til rafræns fundar 3. október n.k. þar sem fjallað verður um samskipti og líðan á vinnustað, með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni. Fundinum verður streymt frá Facebook síðu Hæfnisetursins. Ferðaþjónustan hefur tekist á við margar áskoranir síðustu ár en er að ná sínum fyrri styrk þar sem rými myndast til að huga að gæðamálum, fræðslu og forvörnum til að tryggja jákvætt og öruggt vinnuumhverfi innan ferðaþjónustunnar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun