Lífið

„Held að það tengist því að ég hafi verið nakinn í fyrsta þætti“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Garpur fór af stað með þriðju þáttaröðina á dögunum.
Garpur fór af stað með þriðju þáttaröðina á dögunum.

Þriðja þáttaröðin af Okkar eigið Ísland er komin í loftið, þættir sem hafa slegið í gegn.

„Það eru allir að horfa og ég held að það tengist því að ég hafi verið nakinn í fyrsta þætti,“ segir Garpur I. Elísabetarson umsjónarmaður þáttanna.

„Nú verða bara allir þættir Garpur á rassinum. Þegar ég og Rakel byrjuðum með fyrstu seríuna þá vissum við ekkert hvað við vorum að gera, þannig lagað. Svo fór ég sjálfur af stað með aðra seríu og þá einhvern veginn sprakk þetta út og varð eitthvað.“

Í þáttunum má til að mynda sjá Garp fara upp tinda sem eru heldur betur ekki á allra færi.

 „Núna í þessari þáttaröð erum við samt að fara upp fjöll sem allir geta. Ég fer með dóttur minni í eina ferð. Ég vill alltaf að útsýnið sé gott,“ segir Garpur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+ en hér að neðan má sjá brot úr þættinum.

Klippa: Allir að horfa og ég held að það tengist því að ég hafi verið nakinn í fyrsta þætti

Hér að neðan má síðan sjá síðasta þátt af Okkar eigið Ísland þar sem hann fór upp Þríhyrning ásamt vini sínum Andra Má Ómarssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×