Lífið

Harry Potter-leikarinn Michael Gambon látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Michael Gambon árið 2016. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Dubmbledore í Harry Potter-myndunum. 
Michael Gambon árið 2016. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Dubmbledore í Harry Potter-myndunum.  Getty

Írsk-enski leikarinn Sir Michael Gambon er látinn, 82 ára að aldri. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt sem Albus Dumbledore.

BBC greinir frá andlátinu og segir Gambon hafa andast í faðmi fjölskyldu sinnar á sjúkrahúsi í Essex í Englandi. Hann hafði glímt við lungnabólgu síðustu daga.

Gambon tók við hlutverki Dumbledore í Harry Potter-myndunum eftir andlát Richard Harris sem fór með hlutverkið í fyrstu tveimur myndunum. 

Á ferli sínum vann hann til fjölda verðlauna fyrir hlutverk sín á sviði, oft í uppfærslum á leikritum William Shakespeare.

Á meðal annarra hlutverka Gambon má nefna Wes Andersson-myndunum The Life Aquatic with Steve Zissou frá 2004 og Fantastic Mr Fox frá árinu 2009. Þá lék hann í myndinni The Insider frá árinu 1999, Gosford Park frá 2001, The King's Speech frá árinu 2010. 

Fréttin verður uppfærð






Fleiri fréttir

Sjá meira


×