Jysk-skiltin komin upp og Rúmfatalagerinn heyrir sögunni til Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2023 12:55 Jysk-merkingunum var komið upp við verslun Rúmfatalagersins við Smáratorg og víðar í morgun. Aðsend Rúmfatalagerinn heyrir nú sögunni til en nafnbreytingin, þar sem nafninu var skipt út fyrir Jysk, átti sér stað í dag. Í tilkynningu segir að um sé að ræða síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. Greint var frá því í sumar að til stæði að slaufa nafninu Rúmfatalagerinn sem hefur verið í notkun frá því að verslanirnar opnuðu hér á landi 1987. Haft er eftir Birni Inga Vilhjálmssyni framkvæmdastjóra að með því að taka upp Jysk-nafnið sé verið að við enn frekar þá vegferð sem fyrirtækið hafi verið í á síðustu árum. „Fyrirtækið hefur breyst gríðarlega frá opnun árið 1987 og er í dag svo svo miklu, miklu meira en lager af rúmfötum. Það er deginum ljósara að nafnið endurspeglar ekki lengur það mikla og góða vöruúrval sem við bjóðum upp á og það liggja mikil tækifæri í að endurnýja vörumerkið okkar og byggja upp nýja ímynd af fyrirtækinu til framtíðar. Rúmfatalagerinn býður upp á mikið af fallegum vörum fyrir öll herbergi heimilisins og nafnbreytingin styður áherslur okkar á aðrar vörur en rúmföt,“ segir Björn Ingi. Rúmfatalagerinn hóf starfsemi hér á landi árið 1987 í samstarfi við Jysk sem stofnað var 1979.Aðsend Hann segir nafnbreytinguna vissulega stóra áskorun og örugglega ekki óumdeilda. „En við teljum þetta vera rétt og jákvætt skref fyrir okkur og viðskiptavini okkar og tengslin við Jysk sem er leiðandi á heimsvísu verða ennþá sterkari.“ Um fyrirtækið segir að Jysk hafi verið stofnað árið 1979 sem lágvöruverðsverslun undir nafninu Jysk Sengetøjslager og að Rúmfatalagerinn hafi hafið starfsemi hér á landi árið 1987 í samstarfi við Jysk. „Allt frá stofnun hefur félagið verið í nánu samstarfi við JYSK í Danmörku sem hefur vaxið í að verða alþjóðleg verslanakeðja sem rekur yfir 3.200 verslanir í 50 löndum víðsvegar um heiminn. Á síðustu árum hefur JYSK látið af notkun nafnsins Sengetøjslager þar sem það er ekki lengur lýsandi fyrir starfsemina og er breytingin á Íslandi loka skrefið í því ferli. Verslun Íslensk tunga Tímamót Tengdar fréttir Rúmfatalagerinn verður JYSK Rúmfatalagerinn verður JYSK frá og með lokum september. Nafnbreytingin er síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. 9. ágúst 2023 09:58 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Í tilkynningu segir að um sé að ræða síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. Greint var frá því í sumar að til stæði að slaufa nafninu Rúmfatalagerinn sem hefur verið í notkun frá því að verslanirnar opnuðu hér á landi 1987. Haft er eftir Birni Inga Vilhjálmssyni framkvæmdastjóra að með því að taka upp Jysk-nafnið sé verið að við enn frekar þá vegferð sem fyrirtækið hafi verið í á síðustu árum. „Fyrirtækið hefur breyst gríðarlega frá opnun árið 1987 og er í dag svo svo miklu, miklu meira en lager af rúmfötum. Það er deginum ljósara að nafnið endurspeglar ekki lengur það mikla og góða vöruúrval sem við bjóðum upp á og það liggja mikil tækifæri í að endurnýja vörumerkið okkar og byggja upp nýja ímynd af fyrirtækinu til framtíðar. Rúmfatalagerinn býður upp á mikið af fallegum vörum fyrir öll herbergi heimilisins og nafnbreytingin styður áherslur okkar á aðrar vörur en rúmföt,“ segir Björn Ingi. Rúmfatalagerinn hóf starfsemi hér á landi árið 1987 í samstarfi við Jysk sem stofnað var 1979.Aðsend Hann segir nafnbreytinguna vissulega stóra áskorun og örugglega ekki óumdeilda. „En við teljum þetta vera rétt og jákvætt skref fyrir okkur og viðskiptavini okkar og tengslin við Jysk sem er leiðandi á heimsvísu verða ennþá sterkari.“ Um fyrirtækið segir að Jysk hafi verið stofnað árið 1979 sem lágvöruverðsverslun undir nafninu Jysk Sengetøjslager og að Rúmfatalagerinn hafi hafið starfsemi hér á landi árið 1987 í samstarfi við Jysk. „Allt frá stofnun hefur félagið verið í nánu samstarfi við JYSK í Danmörku sem hefur vaxið í að verða alþjóðleg verslanakeðja sem rekur yfir 3.200 verslanir í 50 löndum víðsvegar um heiminn. Á síðustu árum hefur JYSK látið af notkun nafnsins Sengetøjslager þar sem það er ekki lengur lýsandi fyrir starfsemina og er breytingin á Íslandi loka skrefið í því ferli.
Verslun Íslensk tunga Tímamót Tengdar fréttir Rúmfatalagerinn verður JYSK Rúmfatalagerinn verður JYSK frá og með lokum september. Nafnbreytingin er síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. 9. ágúst 2023 09:58 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Rúmfatalagerinn verður JYSK Rúmfatalagerinn verður JYSK frá og með lokum september. Nafnbreytingin er síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. 9. ágúst 2023 09:58