Sjá fram á 550 milljóna króna hagnað á þriðja ársfjórðungi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 18:51 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play sér fram á að skila hagnaði sem nemur um 550 milljónum króna, eða því sem nemur fjórum milljónum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu félagsins. Þar segir að félagið áætli að handbært fé verði um 39 milljónir Bandaríkjadala, nærri 5,3 milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. Félagið segir fjárhagsstöðuna því sterka og að ekki þurfi aukið fé til rekstursins. Áætlað er að handbært fé verði í árslok um 28 milljónir dala eða því sem nemur 3,8 milljörðum króna. Sjóðsstreymi vegna reksturs félagsins er því í jafnvægi, að teknu tilliti til fjárfestinga við stækkun flota félagsins „Nú þegar við nálgumst enda sumarvertíðarinnar, horfum við stolt um öxl á frammistöðu PLAY yfir sumarmánuðina og björtum augum á framtíðina. Við sjáum nú sterka fjárhagslega niðurstöðu þar sem tekjurnar nærri tvöfölduðust frá fyrra ári og félagið skilar 12 milljóna bandaríkjadala hagnaði á sama tímabili. Það er viðsnúningur frá tapi upp á 15 milljónir bandaríkjadala frá því í fyrra,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play í tilkynningunni. Búast við að farþegarnir verði 1,5 milljón í ár Félagið segir í tilkynningu að búist sé við því að fluttir verði um 1,5 milljónir farþega árið 2023 og að rekstrartap á árinu verði um tíu milljónir Bandaríkjadala. Bendir félagið í því samhengi á að það hafi skilað rekstrartapi upp á 44 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2022. Því nemi viðsnúningur um 34 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 4,6 milljörðum íslenskra króna. Þá gerir félagið ráð fyrir tekjum í ár sem nema um 280 milljónu Bandaríkjadala, rúmlega 38 milljörðum íslenskra króna. Kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) er áætlaður um 3,7 sent fyrir allt árið 2023. Áætla að skila rekstrarhagnaði 2024 PLAY áætlar að flytja um 1,8 milljónir farþega á árinu 2024. Áætlaðar tekjur verða um 340 milljónir Bandaríkjadala, sem eru um 47 milljarðar íslenskra króna. Félagið áætlar að skila rekstrarhagnaði á árinu 2024. Þá mun kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) einungis hækka í takt við verðbólgu þrátt fyrir um 1% hækkun á kostnaði 2024 vegna breytinga á launakjörum flugfólks sem tilkynnt var um nýlega. PLAY hefur tryggt sér tvær farþegaþotur fyrir árið 2025 sem mun stækka flotann í 12 þotur af A320neo fjölskyldunni frá Airbus. Mat á frekari aukningu á sætisframboði stendur yfir. „Við gerum ráð fyrir að nánast tvöfalda tekjurnar í þriðja ársfjórðungi og að rekstrarafkoman verði nær tíu sinnum hærri en í fyrra, ásamt því að PLAY skili hagnaði í fyrsta sinn í ársfjórðungi,“ segir Birgir. „Sú staðreynd að við höfum náð að halda kostnaði lágum á sama tíma og tekjur á hvern floginn kílómetra aukast, samhliða nærri tvöföldun á sætisframboði, sýnir fram á hversu góðri fótfestu við höfum náð á lykilmörkuðum okkar og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir komandi tíma.“ Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þar segir að félagið áætli að handbært fé verði um 39 milljónir Bandaríkjadala, nærri 5,3 milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. Félagið segir fjárhagsstöðuna því sterka og að ekki þurfi aukið fé til rekstursins. Áætlað er að handbært fé verði í árslok um 28 milljónir dala eða því sem nemur 3,8 milljörðum króna. Sjóðsstreymi vegna reksturs félagsins er því í jafnvægi, að teknu tilliti til fjárfestinga við stækkun flota félagsins „Nú þegar við nálgumst enda sumarvertíðarinnar, horfum við stolt um öxl á frammistöðu PLAY yfir sumarmánuðina og björtum augum á framtíðina. Við sjáum nú sterka fjárhagslega niðurstöðu þar sem tekjurnar nærri tvöfölduðust frá fyrra ári og félagið skilar 12 milljóna bandaríkjadala hagnaði á sama tímabili. Það er viðsnúningur frá tapi upp á 15 milljónir bandaríkjadala frá því í fyrra,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play í tilkynningunni. Búast við að farþegarnir verði 1,5 milljón í ár Félagið segir í tilkynningu að búist sé við því að fluttir verði um 1,5 milljónir farþega árið 2023 og að rekstrartap á árinu verði um tíu milljónir Bandaríkjadala. Bendir félagið í því samhengi á að það hafi skilað rekstrartapi upp á 44 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2022. Því nemi viðsnúningur um 34 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 4,6 milljörðum íslenskra króna. Þá gerir félagið ráð fyrir tekjum í ár sem nema um 280 milljónu Bandaríkjadala, rúmlega 38 milljörðum íslenskra króna. Kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) er áætlaður um 3,7 sent fyrir allt árið 2023. Áætla að skila rekstrarhagnaði 2024 PLAY áætlar að flytja um 1,8 milljónir farþega á árinu 2024. Áætlaðar tekjur verða um 340 milljónir Bandaríkjadala, sem eru um 47 milljarðar íslenskra króna. Félagið áætlar að skila rekstrarhagnaði á árinu 2024. Þá mun kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) einungis hækka í takt við verðbólgu þrátt fyrir um 1% hækkun á kostnaði 2024 vegna breytinga á launakjörum flugfólks sem tilkynnt var um nýlega. PLAY hefur tryggt sér tvær farþegaþotur fyrir árið 2025 sem mun stækka flotann í 12 þotur af A320neo fjölskyldunni frá Airbus. Mat á frekari aukningu á sætisframboði stendur yfir. „Við gerum ráð fyrir að nánast tvöfalda tekjurnar í þriðja ársfjórðungi og að rekstrarafkoman verði nær tíu sinnum hærri en í fyrra, ásamt því að PLAY skili hagnaði í fyrsta sinn í ársfjórðungi,“ segir Birgir. „Sú staðreynd að við höfum náð að halda kostnaði lágum á sama tíma og tekjur á hvern floginn kílómetra aukast, samhliða nærri tvöföldun á sætisframboði, sýnir fram á hversu góðri fótfestu við höfum náð á lykilmörkuðum okkar og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir komandi tíma.“
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26