Byggjum brú fyrir framtíðina Íris E. Gísladóttir skrifar 29. september 2023 11:00 Í heimi menntatækni (e. edtech), þar sem markmiðið er að menntakerfið þróist í takt við þarfir samfélags sem byggir í auknum mæli á tækni og nýsköpun, leika hágæðarannsóknir lykilhlutverk. Ekki síst þegar kemur að yngri stigum menntakerfisins. Þar eru rannsóknarbyggðar menntatæknilausnir grundvöllur markvissra breytinga sem skila árangri. En hvar liggur lykillinn að slíkum árangri? Nýting menntatækni í kennslu snýst ekki bara um að kaupa tæki og innleiða stafrænar lausnir heldur þarf að endurhugsa menntunina sjálfa. Þar er menntatækni lykillinn að því að skapa kraftmikið námsumhverfi, persónulega námskrá og að búa nemendur undir áskoranir 21. aldarinnar. Til að ná þessum háleitu markmiðum er samstarf milli fræðasviða háskólanna, rannsókna og atvinnulífs nauðsynlegt. Háskólar og rannsóknastofnanir eru vagga þekkingar þar sem framsæknar rannsóknir og kennslufræðileg sérþekking renna saman. Það er hægt að nýta til að hanna gagnreyndar og skilvirkar menntatæknilausnir sem hafa getu til að gjörbreyta námi. En hraðar tækniframfarir krefjast lipra vinnubragða. Fjárhags- og tækniauðlindir einkageirans eru þar ómetanlegar. Í einkageiranum, mögulega ekki síst í hugverkaiðnaði þar sem helsta auðlindin er nýsköpun og rannsóknir og þróun, býr ómældur kraftur sem hefur burði til að koma nýstárlegum menntatæknilausnum til breiðari markhóps, bæði hérlendis og erlendis. Taki þessir aðilar höndum saman getum við skapað það burðarstykki sem þarf til að endurhugsa og lyfta upp ekki bara skólakerfinu og sérhverjum einstaklingi heldur hagkerfinu öllu. Í nánu samstarfi geta rannsóknastofnanir og menntatæknifyrirtæki stundað umfangsmiklar rannsóknir á námshegðun, vitsmunaþroska og áhrifum tækni sem leiðir til þróunará vörum sem eru sérsniðnar til að mæta þörfum framtíðarinnar. Þannig er hægt að skapa menntaumhverfi sem veitir börnunum okkar möguleika á framúrskarandi framtíðarfærni. Menntun sem kveikir neista sem ýtir undir lífstíð af þekkingarsköpun og símenntun. Samvinna fræðasviða, rannsókna og iðnaðar er kemur að menntatækni gefur möguleika á að endurskilgreina menntun fyrir komandi kynslóðir. Þetta snýst ekki bara um nýsköpun; þetta snýst um sameiginlega skuldbindingu til að styrkja nemendur, kennara og skóla með umbreytandi lausnum. Þetta snýst um að búa til vistkerfi þar sem rannsóknardrifin menntatækni blómstrar. Þar sem mörkin milli fræðasviðs og atvinnulífs hverfa í þágu menntunar. Í þessari vegferð skulum við muna að sameiginlegt verkefni okkar er að móta bjartari framtíð fyrir komandi kynslóðir. Spurt var í upphafi hvar lykillinn að árangri í menntakerfinu liggur. Lykillinn liggur í að stuðla að nánara samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og einkageirans. Höfundur er stofnandi fyrirtækis í menntatækni og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja hjá Samtökum iðnaðarins. Greinin er skrifuð af því tilefni að Menntakvika stendur yfir. Hér er dagskrá: https://www.ki.is/vidburdir/menntakvika-2023/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skóla - og menntamál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi menntatækni (e. edtech), þar sem markmiðið er að menntakerfið þróist í takt við þarfir samfélags sem byggir í auknum mæli á tækni og nýsköpun, leika hágæðarannsóknir lykilhlutverk. Ekki síst þegar kemur að yngri stigum menntakerfisins. Þar eru rannsóknarbyggðar menntatæknilausnir grundvöllur markvissra breytinga sem skila árangri. En hvar liggur lykillinn að slíkum árangri? Nýting menntatækni í kennslu snýst ekki bara um að kaupa tæki og innleiða stafrænar lausnir heldur þarf að endurhugsa menntunina sjálfa. Þar er menntatækni lykillinn að því að skapa kraftmikið námsumhverfi, persónulega námskrá og að búa nemendur undir áskoranir 21. aldarinnar. Til að ná þessum háleitu markmiðum er samstarf milli fræðasviða háskólanna, rannsókna og atvinnulífs nauðsynlegt. Háskólar og rannsóknastofnanir eru vagga þekkingar þar sem framsæknar rannsóknir og kennslufræðileg sérþekking renna saman. Það er hægt að nýta til að hanna gagnreyndar og skilvirkar menntatæknilausnir sem hafa getu til að gjörbreyta námi. En hraðar tækniframfarir krefjast lipra vinnubragða. Fjárhags- og tækniauðlindir einkageirans eru þar ómetanlegar. Í einkageiranum, mögulega ekki síst í hugverkaiðnaði þar sem helsta auðlindin er nýsköpun og rannsóknir og þróun, býr ómældur kraftur sem hefur burði til að koma nýstárlegum menntatæknilausnum til breiðari markhóps, bæði hérlendis og erlendis. Taki þessir aðilar höndum saman getum við skapað það burðarstykki sem þarf til að endurhugsa og lyfta upp ekki bara skólakerfinu og sérhverjum einstaklingi heldur hagkerfinu öllu. Í nánu samstarfi geta rannsóknastofnanir og menntatæknifyrirtæki stundað umfangsmiklar rannsóknir á námshegðun, vitsmunaþroska og áhrifum tækni sem leiðir til þróunará vörum sem eru sérsniðnar til að mæta þörfum framtíðarinnar. Þannig er hægt að skapa menntaumhverfi sem veitir börnunum okkar möguleika á framúrskarandi framtíðarfærni. Menntun sem kveikir neista sem ýtir undir lífstíð af þekkingarsköpun og símenntun. Samvinna fræðasviða, rannsókna og iðnaðar er kemur að menntatækni gefur möguleika á að endurskilgreina menntun fyrir komandi kynslóðir. Þetta snýst ekki bara um nýsköpun; þetta snýst um sameiginlega skuldbindingu til að styrkja nemendur, kennara og skóla með umbreytandi lausnum. Þetta snýst um að búa til vistkerfi þar sem rannsóknardrifin menntatækni blómstrar. Þar sem mörkin milli fræðasviðs og atvinnulífs hverfa í þágu menntunar. Í þessari vegferð skulum við muna að sameiginlegt verkefni okkar er að móta bjartari framtíð fyrir komandi kynslóðir. Spurt var í upphafi hvar lykillinn að árangri í menntakerfinu liggur. Lykillinn liggur í að stuðla að nánara samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og einkageirans. Höfundur er stofnandi fyrirtækis í menntatækni og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja hjá Samtökum iðnaðarins. Greinin er skrifuð af því tilefni að Menntakvika stendur yfir. Hér er dagskrá: https://www.ki.is/vidburdir/menntakvika-2023/
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun