Um er að ræða einn stærsta leik ársins í íslenskri knattspyrnu en gera má ráð fyrir að sjaldan hafi verið meiri fjármunir í húfi í stökum leik á Íslandsmótinu.
Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en þökk sé samstarfssamningi Sýnar hf., Lengjunnar og ÍTF verður útsendingin í opinni dagskrá.
Útsendingin verður á Stöð 2 Sport sem er öllu jöfnu aðgengileg fyrir alla þá sem hafa áskrift að Sport Ísland eða Sportpakkanum.
Stöð 2 appið
Fyrir þá sem eru ekki með áskrift en vilja horfa á leikinn er hægt að notast við app Stöðvar 2 sem er aðgengilegt fyrir Android og iOS síma, sem og Apple TV, Android TV og Amazon Fire TV.
Allir geta notað Stöð 2 appið, óháð því hvar þeir eru með sín fjarskipti. Það eina sem þarf til að búa til aðgang er nafn, símanúmer og kennitala. Hér má sjá leiðbeiningar.
Hægt er að horfa á útsendinguna í Stöð 2 appinu með því að velja rásina „Stöð 2 Sport kynning“ sem má finna ásamt öðrum sjónvarpsstöðum með því að velja „Sjónvarp“ í valmyndinni.
Vakin er sérstök athygli á því að þeir sem eru ekki áskrifendur geta ekki horft á útsendinguna með því að velja leikinn í valmyndinni „Framundan í beinni“ þar sem sú valmynd vísar á sjónvarpsrásina Stöð 2 Sport en ekki „Stöð 2 Sport kynning“
Myndlykill Vodafone
Fyrir þá sem hafa ekki áskrift að Sport Ísland eða Sportpakkanum verður hægt að horfa á leikinn á sjónvarpsrásinni „Stöð 2 Sport kynning“ sem er á rás 15.
Vakin er sérstök athygli á því að þeir sem eru ekki áskrifendur geta ekki horft á útsendinguna með því að velja leikinn í valmyndinni „Framundan í beinni“ þar sem sú valmynd vísar á sjónvarpsrásina Stöð 2 Sport en ekki „Stöð 2 Sport kynning“
Myndlykill Símans
Stöð 2 Sport er aðgengileg í myndlyklum Símans og verður ólæst á meðan útsendingunni stendur.
Nova TV og Sjónvarp Símans
Stöð 2 Sport er aðgengileg í bæði Nova TV appinu og Sjónvarpi Símans. Stöð 2 Sport verður ólæst á meðan útsendingunni stendur.
Vefsjónvarp Stöðvar 2
Hægt verður að horfa á útsendinguna á sjónvarpsvef Stöðvar 2 með því að smella hér. Nú eða hreinlega í glugganum hér að neðan.