Spá 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2023 16:08 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%. Þetta kemur fram á vef Landsbankans. Peningastefnunefnd hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig eftir síðasta fund, þann 23. ágúst. Þá voru ýmsir hagvísar farnir að benda í rétta átt. Verðbólgan hafði farið hjaðnandi, úr 8,9% í júní í 7,6% í júlí og skýr merki komið fram um að peningalegt aðhald væri loks farið að bera árangur víðar en á íbúðamarkaði. Íbúðaverð hafði lækkað nokkuð hressilega tvo mánuði í röð og árshækkun vísitölu íbúðaverðs fór niður í 0,8% í júlí, lægsta gildi frá því í janúar 2011, segir hagfræðideild Landsbankans. „Verðbólguvæntingar höfðu aftur á móti ekki gefið jafnmikið eftir og peningastefnunefnd hefði viljað, þrátt fyrir 1,25 prósentastiga stýrivaxtahækkun í maí. Vaxtahækkanir voru heldur ekki farnar að segja greinilega til sín á vinnumarkaði þar sem enn mældist skortur á vinnuafli og atvinnuleysi undir þremur prósentum.“ Hagfræðideild segir nefndina hafa veitt litla sem enga framsýna leiðsögn í síðustu yfirlýsingu, aðeins tekið fram að framhaldið myndi „ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga“. Síðan hafi verðbólgan hækkað, sé nú 0,4 prósentustigum hærri, verðbólguvæntingar virðast hafa versnað og þrátt fyrir að verulega hafi hægt á vexti einkaneyslu mældist hagvöxtur 4,5% á öðrum ársfjórðungi. Peningastefnunefnd kemur næst saman miðvikudaginn 4. október og greinir frá stýrivöxtum. Íslenskir bankar Seðlabankinn Verðlag Landsbankinn Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Landsbankans. Peningastefnunefnd hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig eftir síðasta fund, þann 23. ágúst. Þá voru ýmsir hagvísar farnir að benda í rétta átt. Verðbólgan hafði farið hjaðnandi, úr 8,9% í júní í 7,6% í júlí og skýr merki komið fram um að peningalegt aðhald væri loks farið að bera árangur víðar en á íbúðamarkaði. Íbúðaverð hafði lækkað nokkuð hressilega tvo mánuði í röð og árshækkun vísitölu íbúðaverðs fór niður í 0,8% í júlí, lægsta gildi frá því í janúar 2011, segir hagfræðideild Landsbankans. „Verðbólguvæntingar höfðu aftur á móti ekki gefið jafnmikið eftir og peningastefnunefnd hefði viljað, þrátt fyrir 1,25 prósentastiga stýrivaxtahækkun í maí. Vaxtahækkanir voru heldur ekki farnar að segja greinilega til sín á vinnumarkaði þar sem enn mældist skortur á vinnuafli og atvinnuleysi undir þremur prósentum.“ Hagfræðideild segir nefndina hafa veitt litla sem enga framsýna leiðsögn í síðustu yfirlýsingu, aðeins tekið fram að framhaldið myndi „ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga“. Síðan hafi verðbólgan hækkað, sé nú 0,4 prósentustigum hærri, verðbólguvæntingar virðast hafa versnað og þrátt fyrir að verulega hafi hægt á vexti einkaneyslu mældist hagvöxtur 4,5% á öðrum ársfjórðungi. Peningastefnunefnd kemur næst saman miðvikudaginn 4. október og greinir frá stýrivöxtum.
Íslenskir bankar Seðlabankinn Verðlag Landsbankinn Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira