Flestir vildu Verzló en Tækniskólinn neyddist til að hafna flestum Lovísa Arnardóttir skrifar 2. október 2023 13:00 Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. Tækniskólinn Um 6.500 nemendur voru innritaðir í framhaldsskóla í haust, af þeim eru um 4.300 að koma beint úr grunnskóla. Flestir fóru í bók- eða starfsnám. Langflestir, eða 818, hófu nám við Tækniskólann. Alls sóttu 7623 um framhaldsskólavist fyrir haustið. Af þeim voru 4463 umsóknir frá grunnskólanemum sem voru að ljúka grunnskóla. Verzlunarskólinn var vinsælastur en flest þeirra settu hann í fyrsta val og næst flest Tækniskólann. Ekki voru þó allar þær umsóknir samþykktar. Þetta kemur fram í innritunargögnum Menntamálastofnunar. Tækniskólinn er sá skóli sem tekur við flestum nýjum nemendum þetta haustið en alls byrjuðu þar í haust 818 nýir nemendur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari, segir þau því miður aldrei geta tekið við öllum sem sækja um. Verst sé þegar ekki sé heldur pláss annars staðar í samskonar nám því fullt sé í iðngreinar þar líka. „Okkur gengur ágætlega að taka inn en getum auðvitað ekki orðið við þeim mikla fjölda sem sækir um. Það hefur fjölgað í Tækniskólanum á undanförnum fimm árum um 400 eða svo en það dugar engan veginn til að verða við eftirspurn í starfs-, iðn- og tækninám,“ segir Hildur og að það sé alltaf á endanum fjármagn, húsnæði og mannskapur sem hafi mest áhrif á það hversu mörgum þau hafna. „Þótt að stjórnvöld séu mjög jákvæð og áfram og það hafi verið lagt meira fé í málaflokkinn, sem snýr að okkur, þá dugar það ekki til,“ segir Hildur. Flestir sem sækja um í Tækniskólann sækja í bygginga- og rafiðnaðgreinar, en Hildur segir líka fleiri sækja um í pípara, múrverk, klæðskera og hársnyrtiiðn sem dæmi. Hún segir það jákvætt að sjá fleiri stúlkur sækja um í skólann en þó er enn mikill meirihluti drengir. „Það gengur ekki eins hratt og við hefjum viljað að fjölga stúlkum. Við reynum að leggja mikið upp úr því að höfða til beggja kynja í allar námsgreinar en á sama tíma og stúlkum fjölgar, fjölgar drengjunum líka. Þannig vex prósentan hægt.“ Hún segist þó sjá eina breytingu og það sé að stelpur komi yngri inn í þær greinar sem oft hefur verið talað um sem hefðbundnar karlagreinar og eins komi drengir fyrr inn í greinar sem sé oft talað um sem hefðbundnar kvennagreinar, eins og klæðskera og kjólasaum. „Það er jákvæð breyting en þetta þyrfti að gerast miklu hraðar.“ Hún segir þann hóp sem hefur nú nám hjá þeim afar fjölbreyttan, það sé breitt aldursbil frá 14 upp í 67 en auk þess taki þau líka inn fjölda nemenda sem eru með einhvers konar sérþarfir á starfsbrautir. Hún segir þau fara bjartsýn inn í árið. „Það er gríðarlega jákvætt hversu margir sækjast í starfs- og tækninám í dag og hvernig sú þróun hefur verið. Það er ofboðslega leiðinlegt að þurfa að synja nemendum um nám sem þeir eiga fullt erindi í, vegna plássleysis, og við vonumst til þess að það blasi við bjartari tímar og nýbygging Tækniskólans verði að veruleika þannig við getum tekið á móti fleirum í toppaðstæðum innan ekki of fárra ára,“ segir Hildur og vísar þar til nýbyggingar í Hafnarfirði þar sem stefnt er á að sameina alla starfsemi skólans. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Alls sóttu 7623 um framhaldsskólavist fyrir haustið. Af þeim voru 4463 umsóknir frá grunnskólanemum sem voru að ljúka grunnskóla. Verzlunarskólinn var vinsælastur en flest þeirra settu hann í fyrsta val og næst flest Tækniskólann. Ekki voru þó allar þær umsóknir samþykktar. Þetta kemur fram í innritunargögnum Menntamálastofnunar. Tækniskólinn er sá skóli sem tekur við flestum nýjum nemendum þetta haustið en alls byrjuðu þar í haust 818 nýir nemendur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari, segir þau því miður aldrei geta tekið við öllum sem sækja um. Verst sé þegar ekki sé heldur pláss annars staðar í samskonar nám því fullt sé í iðngreinar þar líka. „Okkur gengur ágætlega að taka inn en getum auðvitað ekki orðið við þeim mikla fjölda sem sækir um. Það hefur fjölgað í Tækniskólanum á undanförnum fimm árum um 400 eða svo en það dugar engan veginn til að verða við eftirspurn í starfs-, iðn- og tækninám,“ segir Hildur og að það sé alltaf á endanum fjármagn, húsnæði og mannskapur sem hafi mest áhrif á það hversu mörgum þau hafna. „Þótt að stjórnvöld séu mjög jákvæð og áfram og það hafi verið lagt meira fé í málaflokkinn, sem snýr að okkur, þá dugar það ekki til,“ segir Hildur. Flestir sem sækja um í Tækniskólann sækja í bygginga- og rafiðnaðgreinar, en Hildur segir líka fleiri sækja um í pípara, múrverk, klæðskera og hársnyrtiiðn sem dæmi. Hún segir það jákvætt að sjá fleiri stúlkur sækja um í skólann en þó er enn mikill meirihluti drengir. „Það gengur ekki eins hratt og við hefjum viljað að fjölga stúlkum. Við reynum að leggja mikið upp úr því að höfða til beggja kynja í allar námsgreinar en á sama tíma og stúlkum fjölgar, fjölgar drengjunum líka. Þannig vex prósentan hægt.“ Hún segist þó sjá eina breytingu og það sé að stelpur komi yngri inn í þær greinar sem oft hefur verið talað um sem hefðbundnar karlagreinar og eins komi drengir fyrr inn í greinar sem sé oft talað um sem hefðbundnar kvennagreinar, eins og klæðskera og kjólasaum. „Það er jákvæð breyting en þetta þyrfti að gerast miklu hraðar.“ Hún segir þann hóp sem hefur nú nám hjá þeim afar fjölbreyttan, það sé breitt aldursbil frá 14 upp í 67 en auk þess taki þau líka inn fjölda nemenda sem eru með einhvers konar sérþarfir á starfsbrautir. Hún segir þau fara bjartsýn inn í árið. „Það er gríðarlega jákvætt hversu margir sækjast í starfs- og tækninám í dag og hvernig sú þróun hefur verið. Það er ofboðslega leiðinlegt að þurfa að synja nemendum um nám sem þeir eiga fullt erindi í, vegna plássleysis, og við vonumst til þess að það blasi við bjartari tímar og nýbygging Tækniskólans verði að veruleika þannig við getum tekið á móti fleirum í toppaðstæðum innan ekki of fárra ára,“ segir Hildur og vísar þar til nýbyggingar í Hafnarfirði þar sem stefnt er á að sameina alla starfsemi skólans.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira