Kynna fimm markmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 15:45 Kristrún Frostadóttir segir að markmiðin endurspegli raunhæfar væntingar fólks um gerlegar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefur kynnt nýja stefnu sína í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Stefnan byggir á fimm markmiðum sem ættu að taka tvö kjörtímabil að koma í framkvæmd. „Þetta er tveggja kjörtímabila vegferð – fimm þjóðarmarkmið og örugg skref í rétta átt. Áherslurnar eru sóttar til almennings — á hátt í fjörutíu opnum fundum um land allt. Og svo höfum við átt annað eins af fundum á vinnustöðum, með fólkinu af gólfinu og öðrum sérfræðingum um heilbrigðismál. Þetta veitir okkur styrk og fullvissu,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, í tilkynningu frá flokknum. „Útspilið endurspeglar raunhæfar væntingar fólksins í landinu og breytingar sem eru gerlegar á tveimur kjörtímabilum. Það er hægt að gera þetta — með pólitískri forystu og samstöðu þjóðar um fjármögnun. Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum verða höfuðáhersla Samfylkingar í næstu kosningum til Alþingis.“ segir hún. Líkt og áður segir er um fimm markmið að ræða. Hægt er að kynna sér þau hér. Það fyrsta er að allir Íslendingar fái heimilislækni og heimilisteymi. Um markmiðið segir að tíu ár þyrfti til að koma því í gegn, en á fyrsta kjörtímabili yrði fólk yfir sextugt sett í forgang Annað markmiðið er „Þjóðarátak í umönnun eldra fólks“ Í tilkynningu frá Samfylkingunni er því haldið fram að setja þurfi viðkvæmasta hóp þjóðfélagsins í forgang, og jafnframt þurfi að viðurkenna að slíkt kosti peninga. Þriðja markmið Samfylkingarinnar er að sjá til þess að það sé öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land. „Fólk vill öryggi óháð búsetu. Samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi og verið á kostnað heimila í dreifðum byggðum.“ segir í tilkynningunni um þetta markmið. Fjórða markmiðið er: „Meiri tími með sjúklingnum“. Bent er á að tími heilbrigðisstarfsfólks fari að miklu leiti í skriffinsku. Bent er á að læknir á heilsugæslu verji að jafnaði um helmingi af tíma sínum með sjúklingum. Fimmta og síðasta markmiðið snýst um að taka ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. „Samfylkingin skilur kostina við blandað heilbrigðiskerfi. En flest sem fer úrskeiðis í kerfinu lendir í fangi sjúkrahúsa. Því er lykilatriði að ákvarðanir um útvistun til einkarekstrar veiki ekki getu sjúkrahúsa til að veita bráðaþjónustu eða aðra flókna þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fjármögnun á þessum markmiðum segir Samfylkingin að hægt væri að koma þessum markmiðum í gegn með því að auka framlög til heilbrigðis- og öldrunarmála um eitt, og upp í eitt og hálft prósent, af landsframleiðslu á ársgrundvelli miðað við núverandi fjárlög. „Slíkt viðbótarfjármagn mun skipta sköpum til að nýta betur það fjármagn sem nú þegar er veitt til málaflokksins.“ segir í tilkynningu flokksins. Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Þetta er tveggja kjörtímabila vegferð – fimm þjóðarmarkmið og örugg skref í rétta átt. Áherslurnar eru sóttar til almennings — á hátt í fjörutíu opnum fundum um land allt. Og svo höfum við átt annað eins af fundum á vinnustöðum, með fólkinu af gólfinu og öðrum sérfræðingum um heilbrigðismál. Þetta veitir okkur styrk og fullvissu,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, í tilkynningu frá flokknum. „Útspilið endurspeglar raunhæfar væntingar fólksins í landinu og breytingar sem eru gerlegar á tveimur kjörtímabilum. Það er hægt að gera þetta — með pólitískri forystu og samstöðu þjóðar um fjármögnun. Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum verða höfuðáhersla Samfylkingar í næstu kosningum til Alþingis.“ segir hún. Líkt og áður segir er um fimm markmið að ræða. Hægt er að kynna sér þau hér. Það fyrsta er að allir Íslendingar fái heimilislækni og heimilisteymi. Um markmiðið segir að tíu ár þyrfti til að koma því í gegn, en á fyrsta kjörtímabili yrði fólk yfir sextugt sett í forgang Annað markmiðið er „Þjóðarátak í umönnun eldra fólks“ Í tilkynningu frá Samfylkingunni er því haldið fram að setja þurfi viðkvæmasta hóp þjóðfélagsins í forgang, og jafnframt þurfi að viðurkenna að slíkt kosti peninga. Þriðja markmið Samfylkingarinnar er að sjá til þess að það sé öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land. „Fólk vill öryggi óháð búsetu. Samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi og verið á kostnað heimila í dreifðum byggðum.“ segir í tilkynningunni um þetta markmið. Fjórða markmiðið er: „Meiri tími með sjúklingnum“. Bent er á að tími heilbrigðisstarfsfólks fari að miklu leiti í skriffinsku. Bent er á að læknir á heilsugæslu verji að jafnaði um helmingi af tíma sínum með sjúklingum. Fimmta og síðasta markmiðið snýst um að taka ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. „Samfylkingin skilur kostina við blandað heilbrigðiskerfi. En flest sem fer úrskeiðis í kerfinu lendir í fangi sjúkrahúsa. Því er lykilatriði að ákvarðanir um útvistun til einkarekstrar veiki ekki getu sjúkrahúsa til að veita bráðaþjónustu eða aðra flókna þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fjármögnun á þessum markmiðum segir Samfylkingin að hægt væri að koma þessum markmiðum í gegn með því að auka framlög til heilbrigðis- og öldrunarmála um eitt, og upp í eitt og hálft prósent, af landsframleiðslu á ársgrundvelli miðað við núverandi fjárlög. „Slíkt viðbótarfjármagn mun skipta sköpum til að nýta betur það fjármagn sem nú þegar er veitt til málaflokksins.“ segir í tilkynningu flokksins.
Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira