Kynna fimm markmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 15:45 Kristrún Frostadóttir segir að markmiðin endurspegli raunhæfar væntingar fólks um gerlegar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefur kynnt nýja stefnu sína í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Stefnan byggir á fimm markmiðum sem ættu að taka tvö kjörtímabil að koma í framkvæmd. „Þetta er tveggja kjörtímabila vegferð – fimm þjóðarmarkmið og örugg skref í rétta átt. Áherslurnar eru sóttar til almennings — á hátt í fjörutíu opnum fundum um land allt. Og svo höfum við átt annað eins af fundum á vinnustöðum, með fólkinu af gólfinu og öðrum sérfræðingum um heilbrigðismál. Þetta veitir okkur styrk og fullvissu,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, í tilkynningu frá flokknum. „Útspilið endurspeglar raunhæfar væntingar fólksins í landinu og breytingar sem eru gerlegar á tveimur kjörtímabilum. Það er hægt að gera þetta — með pólitískri forystu og samstöðu þjóðar um fjármögnun. Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum verða höfuðáhersla Samfylkingar í næstu kosningum til Alþingis.“ segir hún. Líkt og áður segir er um fimm markmið að ræða. Hægt er að kynna sér þau hér. Það fyrsta er að allir Íslendingar fái heimilislækni og heimilisteymi. Um markmiðið segir að tíu ár þyrfti til að koma því í gegn, en á fyrsta kjörtímabili yrði fólk yfir sextugt sett í forgang Annað markmiðið er „Þjóðarátak í umönnun eldra fólks“ Í tilkynningu frá Samfylkingunni er því haldið fram að setja þurfi viðkvæmasta hóp þjóðfélagsins í forgang, og jafnframt þurfi að viðurkenna að slíkt kosti peninga. Þriðja markmið Samfylkingarinnar er að sjá til þess að það sé öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land. „Fólk vill öryggi óháð búsetu. Samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi og verið á kostnað heimila í dreifðum byggðum.“ segir í tilkynningunni um þetta markmið. Fjórða markmiðið er: „Meiri tími með sjúklingnum“. Bent er á að tími heilbrigðisstarfsfólks fari að miklu leiti í skriffinsku. Bent er á að læknir á heilsugæslu verji að jafnaði um helmingi af tíma sínum með sjúklingum. Fimmta og síðasta markmiðið snýst um að taka ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. „Samfylkingin skilur kostina við blandað heilbrigðiskerfi. En flest sem fer úrskeiðis í kerfinu lendir í fangi sjúkrahúsa. Því er lykilatriði að ákvarðanir um útvistun til einkarekstrar veiki ekki getu sjúkrahúsa til að veita bráðaþjónustu eða aðra flókna þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fjármögnun á þessum markmiðum segir Samfylkingin að hægt væri að koma þessum markmiðum í gegn með því að auka framlög til heilbrigðis- og öldrunarmála um eitt, og upp í eitt og hálft prósent, af landsframleiðslu á ársgrundvelli miðað við núverandi fjárlög. „Slíkt viðbótarfjármagn mun skipta sköpum til að nýta betur það fjármagn sem nú þegar er veitt til málaflokksins.“ segir í tilkynningu flokksins. Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
„Þetta er tveggja kjörtímabila vegferð – fimm þjóðarmarkmið og örugg skref í rétta átt. Áherslurnar eru sóttar til almennings — á hátt í fjörutíu opnum fundum um land allt. Og svo höfum við átt annað eins af fundum á vinnustöðum, með fólkinu af gólfinu og öðrum sérfræðingum um heilbrigðismál. Þetta veitir okkur styrk og fullvissu,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, í tilkynningu frá flokknum. „Útspilið endurspeglar raunhæfar væntingar fólksins í landinu og breytingar sem eru gerlegar á tveimur kjörtímabilum. Það er hægt að gera þetta — með pólitískri forystu og samstöðu þjóðar um fjármögnun. Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum verða höfuðáhersla Samfylkingar í næstu kosningum til Alþingis.“ segir hún. Líkt og áður segir er um fimm markmið að ræða. Hægt er að kynna sér þau hér. Það fyrsta er að allir Íslendingar fái heimilislækni og heimilisteymi. Um markmiðið segir að tíu ár þyrfti til að koma því í gegn, en á fyrsta kjörtímabili yrði fólk yfir sextugt sett í forgang Annað markmiðið er „Þjóðarátak í umönnun eldra fólks“ Í tilkynningu frá Samfylkingunni er því haldið fram að setja þurfi viðkvæmasta hóp þjóðfélagsins í forgang, og jafnframt þurfi að viðurkenna að slíkt kosti peninga. Þriðja markmið Samfylkingarinnar er að sjá til þess að það sé öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land. „Fólk vill öryggi óháð búsetu. Samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi og verið á kostnað heimila í dreifðum byggðum.“ segir í tilkynningunni um þetta markmið. Fjórða markmiðið er: „Meiri tími með sjúklingnum“. Bent er á að tími heilbrigðisstarfsfólks fari að miklu leiti í skriffinsku. Bent er á að læknir á heilsugæslu verji að jafnaði um helmingi af tíma sínum með sjúklingum. Fimmta og síðasta markmiðið snýst um að taka ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. „Samfylkingin skilur kostina við blandað heilbrigðiskerfi. En flest sem fer úrskeiðis í kerfinu lendir í fangi sjúkrahúsa. Því er lykilatriði að ákvarðanir um útvistun til einkarekstrar veiki ekki getu sjúkrahúsa til að veita bráðaþjónustu eða aðra flókna þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fjármögnun á þessum markmiðum segir Samfylkingin að hægt væri að koma þessum markmiðum í gegn með því að auka framlög til heilbrigðis- og öldrunarmála um eitt, og upp í eitt og hálft prósent, af landsframleiðslu á ársgrundvelli miðað við núverandi fjárlög. „Slíkt viðbótarfjármagn mun skipta sköpum til að nýta betur það fjármagn sem nú þegar er veitt til málaflokksins.“ segir í tilkynningu flokksins.
Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira