Innlent

Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir kynnir stefnumótun um lagareldi, sem er samheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi.
Svandís Svavarsdóttir kynnir stefnumótun um lagareldi, sem er samheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi. Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag.

Lagareldi er samheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi.

Streymt verður frá fundinum, en hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan.

Svandís mun kynna stefnumótunina, en að henni lokinni mun Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri matvæla fara nánar yfir helstu markmið stefnumótunarinnar til 2040 og fyrirliggjandi aðgerðir sem ná til ársins 2028.

Stefnan verður birt á samráðsgátt stjórnvalda í dag og kynningin fer fram. Þar geta hagaðilar og almenningur komið athugasemdum sínum um málið á framfæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×