Er skóli með menntuðum kennurum draumsýn? Mjöll Matthíasdóttir skrifar 3. október 2023 09:00 Íslenskir kennarar, ásamt kollegum um alla Evrópu, nýta fyrstu vikuna í október til að vekja athygli á kennarastarfinu. Hagsmunir og áskoranir kennara um allan heim eru af líkum toga. Fleiri menntaða kennara vantar til starfa og víða er pottur brotinn er kemur að starfsaðstæðum, faglegu sjálfstæði og möguleikum til starfsþróunar. Evrópsku kennarasamtökin, ETUCE, hafa sett fram áherslur í tíu liðum sem allar hljóma kunnuglega í eyrum íslenskra kennara. Ég hvet kennara til að kynna sér lykilþættina 10, leggja orð í belg og segja frá sinni reynslu undir myllumerkinu #kennaravikan. Hér á landi höfum við lögfest að til að nota starfsheitið kennari og starfa við leik-, grunn- eða framhaldsskóla á vegum opinberra aðila, eða við aðra hliðstæða skóla, þurfi leyfisbréf og hæfni sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019 tóku gildi 1. janúar 2020 og reglugerð nr. 1355/2022 fjallar um almenna og sérhæfða hæfni sem krafist er af kennurum. En er skóli með hæfum og vel menntuðum kennurum raunveruleiki eða bara draumsýn? Alveg eins og íbúum þessa lands fjölgar, þá fjölgar líka nemendum í skólum. Ný hverfi rísa og sem betur fer nýir skólar líka. Það gefur því auga leið að það þarf fleiri kennara. Átak til að fjölga nemum í kennaranámi hefur skilað einhverjum árangri en það dugir samt engan veginn til. Undanfarin ár hefur þurft að gefa fleiri undanþágur frá lögum og ráða leiðbeinendur til starfa í skólum. Það veldur álagi á þá sem fyrir starfa í skólunum. Við sem samfélag verðum að búa þannig um hnútana að börn þessa lands fái gæðamenntun í sínum uppvexti. Treysta þarf fagmennsku kennaranna. Skólar eiga að vera fyrirmyndarvinnustaðir bæði fyrir nemendur og starfsfólk og þar er víða verk að vinna sem rekstraraðilar skóla verða að setja í forgang. Vinnuaðstæður í víðum skilningi eru áhrifaþáttur á gæði skólastarfs. Huga þarf að nemendafjölda og samsetningu námshópa. Heilsuspillandi skólahúsnæði á ekki að líðast en það er því miður víða staðan eins og fréttaflutningur síðustu missera sannar. Úrbætur í þeim efnum þola enga bið. Ein áskorunin sem skólastarfi mætir er fjölgun nemenda með annað móðurmál en íslensku. Ársfundur Félags grunnskólakennara lýsti nýlega yfir miklum áhyggjum vegna skorts á skipulagi, fjármögnun og mönnun sem skólar glíma við vegna fjölgunar nemenda með erlendan bakgrunn. Þær áhyggjur koma frá kennurum sem daglega sinna þessum nemendum. Þeir vilja svo sannarlega sinna þessu verkefni af fagmennsku, með hagsmuni nemenda að leiðarljósi, en upplifa álag því þá skortir námsefni og bjargir. Árlegt Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið á morgun, miðvikudaginn 4. október. Yfirskriftin er „Með opnum örmum; hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna?” Skólamálaþingið verður haldið í Stórholti, sal Kennarasambandsins við Borgartún, en því verður einnig streymt og er upplýsingar að finna á vef KÍ. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Íslenskir kennarar, ásamt kollegum um alla Evrópu, nýta fyrstu vikuna í október til að vekja athygli á kennarastarfinu. Hagsmunir og áskoranir kennara um allan heim eru af líkum toga. Fleiri menntaða kennara vantar til starfa og víða er pottur brotinn er kemur að starfsaðstæðum, faglegu sjálfstæði og möguleikum til starfsþróunar. Evrópsku kennarasamtökin, ETUCE, hafa sett fram áherslur í tíu liðum sem allar hljóma kunnuglega í eyrum íslenskra kennara. Ég hvet kennara til að kynna sér lykilþættina 10, leggja orð í belg og segja frá sinni reynslu undir myllumerkinu #kennaravikan. Hér á landi höfum við lögfest að til að nota starfsheitið kennari og starfa við leik-, grunn- eða framhaldsskóla á vegum opinberra aðila, eða við aðra hliðstæða skóla, þurfi leyfisbréf og hæfni sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019 tóku gildi 1. janúar 2020 og reglugerð nr. 1355/2022 fjallar um almenna og sérhæfða hæfni sem krafist er af kennurum. En er skóli með hæfum og vel menntuðum kennurum raunveruleiki eða bara draumsýn? Alveg eins og íbúum þessa lands fjölgar, þá fjölgar líka nemendum í skólum. Ný hverfi rísa og sem betur fer nýir skólar líka. Það gefur því auga leið að það þarf fleiri kennara. Átak til að fjölga nemum í kennaranámi hefur skilað einhverjum árangri en það dugir samt engan veginn til. Undanfarin ár hefur þurft að gefa fleiri undanþágur frá lögum og ráða leiðbeinendur til starfa í skólum. Það veldur álagi á þá sem fyrir starfa í skólunum. Við sem samfélag verðum að búa þannig um hnútana að börn þessa lands fái gæðamenntun í sínum uppvexti. Treysta þarf fagmennsku kennaranna. Skólar eiga að vera fyrirmyndarvinnustaðir bæði fyrir nemendur og starfsfólk og þar er víða verk að vinna sem rekstraraðilar skóla verða að setja í forgang. Vinnuaðstæður í víðum skilningi eru áhrifaþáttur á gæði skólastarfs. Huga þarf að nemendafjölda og samsetningu námshópa. Heilsuspillandi skólahúsnæði á ekki að líðast en það er því miður víða staðan eins og fréttaflutningur síðustu missera sannar. Úrbætur í þeim efnum þola enga bið. Ein áskorunin sem skólastarfi mætir er fjölgun nemenda með annað móðurmál en íslensku. Ársfundur Félags grunnskólakennara lýsti nýlega yfir miklum áhyggjum vegna skorts á skipulagi, fjármögnun og mönnun sem skólar glíma við vegna fjölgunar nemenda með erlendan bakgrunn. Þær áhyggjur koma frá kennurum sem daglega sinna þessum nemendum. Þeir vilja svo sannarlega sinna þessu verkefni af fagmennsku, með hagsmuni nemenda að leiðarljósi, en upplifa álag því þá skortir námsefni og bjargir. Árlegt Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið á morgun, miðvikudaginn 4. október. Yfirskriftin er „Með opnum örmum; hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna?” Skólamálaþingið verður haldið í Stórholti, sal Kennarasambandsins við Borgartún, en því verður einnig streymt og er upplýsingar að finna á vef KÍ. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun