Lífið

Stækka við sig og eiga von á barni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Þorbjörn og Ása eiga von á sínu öðru barni.
Þorbjörn og Ása eiga von á sínu öðru barni. Þorbjörn.

Lögmaðurinn og fyrrum fjölmiðlamaðurinn Þorbjörn Þórðarson og eiginkona hans Ása Dagmar Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Útlendingastofnun, hafa sett glæsilega íbúð sína við Hlíðarenda til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 79,9 milljónir.

Íbúðin sem um ræðir er 95,1 fermetrar að stærð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi við Smyrilshlíð 4. 

„Eftir þrjú yndisleg ár hér á Hlíðarenda er fjögurra herbergja íbúðin okkar í Smyrilshlíð komin í sölu. Opið hús á morgun. Við höfum fest kaup á stærra húsnæði vegna fjölgunar í fjölskyldunni en Ása mín er langt gengin með annað barn okkar,“ skrifar Þorbjörn og deilir eigninni á Facebook.

Íbúðin skiptist í opið og bjart alrými sem samanstendur af stofu, eldhúsi og borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Úr stofu er útgengt á hellulagða verönd til suðvesturs. 

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteginavef Vísis.

Stofa og borðstofa er með parket á gólfi. þaðan er útgengt út á hellulagða verönd til suðvesturs.Fasteignaljósmyndun
Hlýlegt og smart.Fasteignaljósmyndun
Alrýmið er opið og bjart.Fasteignaljósmyndun
Ljósir tónar og einfaldleiki.Fasteignaljósmyndun
Eignin er á fyrstu hæð í nýlegu fjölbýlishúsi.Fasteignaljósmyndun

Gengin langt með þeirra annað barn

Þorbjörn og Ása gengu í hjónaband 2. júlí 2021 hjá Sýslumanninum í Kópavogi en lofuðu partýi síðar.

Saman eiga þau einn dreng fæddan 2020. Hjónin eiga nú von á sínu öðru barni og tími til kominn að stækka við sig þar sem Ása er komin á langt á leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×